Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 77
75
A m m o-p h o s, er tvígildur áburöur, sem fæst frá Am-
eríku. í honum eru 16% af köfnunarefni og 20% af fosfor-
sýru. Magn þessara efna er því svipað eins og í Garða-
Nitrophoska, en með honum þarf að bera á kalíáburð.
Þúsund kg. af Ammophos + 500 kg. af Kaliáburði (40—
60%), á ha., er heldur ríflegri áburður til garðræktar,
heldur en 1000 kg. af Garða-Nitrophoska.
Efnamagn það, sem tekið er úr jarðveginum með upp-
skerunni, er hægt að reikna samkvæmt meðaltalstölum
þeim, er hér fara á eftir.
í 100 kg. af uppskeru er talið að vera:
Köfnunarefni Posfórsýra Kalí
kg. kg- kg.
töðu 0,60 1,80
byggi, korn 1,55 0,65 0,55
byggi, hálmur ... 0,60 0,20 0,95
jarðeplum 0,30 0,12 0,60
fóðrrófum 0,15 0,08 0,30
fóðurrófum, blöð . 0,30 0,09 0,30
gulrófum 0,17 0,08 0,35
Þegar áætla skal hve mikinn áburð þarf til þess að fram
leiða góða uppskeru, verður að taka mjög mikið tillit til
þess hvort jarðvegurinn er frjór eða magur, hvers áburð-
ar hann hefir notið undanfarið og hvaða uppskeru hann
hefir gefið. Af jurtanæringunni í búfjáráburðinum er
vanalega talið að um helmingur fari forgörðum, sérstak-
lega köfnunarefnið. Afföllin af jurtanæringunni í tilbúna
áburðinum eru langtum minni og oft mjög lítil þegar
haganlega er borið á og ræktunin að öðru leyti í góðu lagi.
GARÐRÆKT
Eftir Ragnar Ásgeirsson.
Nú er um að gera fyrir sem flest heimili að leggja sem
mesta stund á garðrækt, til þess að þau geti haft nægi-
legan garðmat, helzt allan ársins hring. Hæfilegt má teljast
áð hvert 5—7 manna heimili ráði yfir svo sem einu máli