Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 79
77
þyngd og skal sett til spírunar 3—4 vikum áður en kart-
öflur eru settar niður. Hæfilegt vaxtarrými i görðum er
50x25 cm. Hreykja þarf að grösunum þegar þau eru orðin
10—20 cm. há. í þeim landshlutum, sem mygluhætta vofir
yfir, þarf að dreifa varnarmeðulum yfir garðana í tæka
tíð, venjulega snemma í ágúst. Þegar frost hefir grandað
kartöflugrösunum, hætta kartöflurnar að vaxa, og er þá
bezt að taka þær upp sem fyrst, einkum í þurru veðri. Sé
moldin þurr þegar það er gert, þarf ekki að þurrka kart-
öflurnar frekar.
Katöflumar þarf að geyma á köldum og þurrum stað,
bezt er að hiti sé um 2—5° O. Bezt geymsla er jarðhús
byggt inn í þurran hól, með steyptum veggjum og þaki úr
járni. Mold er síðan færð að veggjum og yfir þakið, 40—
50 cm. þykkt lag og lagðar þökur yfir. Loftstromp þarf á
húsið og tvöfaldan dyraumbúnað og hitamælir þ&rf að
vera þar, svo ekki þurfi að ganga að því gruflandi, hvað
hitanum líði.
Útsæðið er bezt að geyma í flötum kössum með rimla-
botnum. Hæfileg stærð er: Lengd 95, breidd 50, dýpt 18 cm.
— innanmál — og rúma slíkir kassar um 50 kg. Gaflar
skulu vera nokkru hærri en hliðar og má þá hafa hvern
kassa ofan á öðrum, og þó bil á milli. Þetta er hin bezta
geymsla á útsæðinu og með þessu móti má líta eftir því
án þess að hafa mikið fyrir því. — Matarkartöflurnar má
hafa í stórum hólfum, en bezt er að hafa rimla í botni
og við útveggi.
Gulrófum er bezt að sá í garðinn, en þó má einnig sá
þeim í gróðrarstíu og gróðursetja þær síðan á beð. Með
því móti fást þær nokkru fyrr, en þeim er þá einnig hætt-
ara við trénun. Bezt þrífast þær í mildum jarðvegi og sé
notaður búfjáráburður, er bezt að hann sé ekki alveg nýr.
Af garðáburði þarf að bera um 100 kg. á málið. Beztu
gulrófnaafbrigðin eru íslenzk gulrófa, Rússnesk gulrófa
og Gauta gulrófa. Flest önnur afbrigði eru varasöm, vegna
of mikillar tilhneigingar til trénunar. Gulrófum má sá í
raðir með 50x25 cm. bili, eða í 5 raðir á 120 cm. beð.
KálteguncLir. Góð blómkálsafbrigði eru Erfurter Dværg
og Snebold. Ágætt afbrigði af hvítkáli er Dittmarsker og
Játun. Er hið síðamefnda seinvaxnara, en geymist lengur.
Toppkál og blöðrukál (Savoykál) þrífst hér vel og rauð-