Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 80
78
kál getur náð nokkrum þroska þegar vel árar og snemma
er sáð til þess. En grænkálið er allra káltegunda harðgerð-
ast, auðræktaðast, efnaauðugast og bætiefnarikast. Meðal-
iagi lágvaxið, smáhrokkið grænkál er gott afbrigði. Græn-
kálsfræi má sá úti og það þolir að standa úti nokkuð fram
á vetur. Káltegundir eru áburðarfrekastar allra matjurta. |
Hæfilegt áburðarmagn fyrir þær er um 10 þús. kg. á mál-
ið. Kálfræi er sáð í vermireiti og plöntumar gróðursettar
með því millibili sem hver tegund þarfnast.
Gulrœtur. Til þeirra er nauðsynlegt að sá snemma á
vorin, 5 röðum á 1 m. breitt beð. Síðar þarf að grisja, svo
að ekki sé minna en 2 cm. milli plantna. Gott afbrigði er
Nantes gulrót. Gulrótin er einhver hinn hollasti og bezti
jarðávöxtur.
Nœpur. Þeim er sáð snemma á vorin og þær þroskast
á 7—8 vikum, en er hætt við trénun í kalsatíð. Góð af-
brigði: Flatar amerískar, Gold Ball, Málselvnepe og Sne-
bold.
Salat getur vaxið hvar sem er í góðum jarðvegi og er
verðmæt jurt vegna þess, að hún er notuð hrá og kemur
því bætiefnaforði hennar að fullum notum. Bezt er höfuð-
salat, og eru til af því mörg góð afbrigði, t. d. Steinhöfuð,
Hjartaás og Tom Thumb. Þurfa frá 15—25 cm. vaxtarrými.
Spínat er harðgerð jurt og holl og þroskast á skömmum
tíma. Til hennar er dreifsáð á beð.
Auk þessara tegunda sem hér hafa verið taldar upp, má
nefna rauðrófu, silfurblöðku (Mangold), steinselju, lauk,
hreðkur og kerfil, karse, og síðast og ekki sízt hina fjöl-
æru jurt rabarbara. Þær geta allar orðið nytsemdarjurtir
og orðið þýðingamiklar í höndum þeirrar húsmóður, sem
kann vel með þær að fara. Um ræktun þeirra má íesa í
garðyrkj ubókum, en þær þarf hver garðeigandi að eiga.
Viðvíkjandi matjurtarækt má nefna: Hvannir eftir Einar
Helgason. Um garðyrkjustörf, eftir Ingimar Sigurðsson,
Um kartöflur, sérprentun úr Búnaðarriti, eftir Ragnar Ás-
geirsson. Pistil um aukna kartöflurækt, eftir Árna G. Ey-
lands og Um jurtasjúkdóma, eftir Ingólf Davíðsson.