Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Qupperneq 81
79
FÓÐURBELG JURTIR.
Eftir Ólaf Jónsson.
Ræktunargildi fóðurbelgjurta er tvenns konar:
1. Þær gefa eggjahvítuauðugt fóður 2. Með aðstoð bakt-
ería, sem lifa á rótum jurtanna og mynda þar sérkenni-
leg æxli, safna þær köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem
notast þeim sjálfum til vaxtar, ennfremur þeim gróðri,
sem með þeim er ræktaður og eykur köfnunarefnisforða
Jarðvegsins. Vanti réttar rótarbakteríur í jarðveginn, þarf
að smita hann eða fræ belgjurta þeirra, sem sá skal, með
viðeigandi bakteríugróðri um leið og sáð er. Smita skal
rétt áður en sáð er og smituðu fræi þarf að sá í þykk-
viðri eða að næturlagi og herfa strax niður. Smitun er
ekki nauðsynleg, hafi belgjurtir, sömu tegundar og þeirrar
sem sá skal, nýverið vaxið í jarðveginum og borið greinileg
rótaræxli. Fóðurbelgjurtir hafa mesta þýðingu í blöndu
með öðrum jurtum, svo sem grastegundum.
Fóðurbelgjurtimar eru bæði fjölærar og einærar. Af
fjölærum tegundum er það einkum hvítsmárinn, sem
getur haft mikla þýðingu í okkar varanlega graslendi og
sé hann notaður, er hæfilegt að í fræblöndunum séu 40%
af smárafræi. Hvitsmárafræi má líka sá í gróið land með
Eóðum árangri. Bezt er þá að sá snemma, um 20 kg. af
smárafræ á ha., hylja fræið með myldnum áburði eða
mold, herfa með ávinnsluherfi og valta. Smitun er
ekki nauðsynleg sé slæðingur af villtum smára í landinu.
Smárasléttur þarf að slá snemma, einkum fyrstu árin.
Þær þola ekki mikinn köfnrmarefnisáburð.
Einærar fóðurbelgjurtir, ertur og flækjur, gefa hér,
ræktaðar með höfrum, prýðílegt grænfóður. Sáðmagn
getur verið með ýmsu móti, t. d. þannig á ha.:
1. 100 kg. hafrar, 80 kg. Luddvicker (flækjutegund) eða
100 kg. venjuleg fóðurflækja.
2. 100 kg. hafrar, 100 kg. Botnia gráertur eða 150 kg.
öorskar gráertur.
3. 100 kg. hafrar, 70 kg. Botnia gráertur og 30 kg. venju-
legar fóðurflækjin-.
Venjulega þarf að smita ertu- og flækjufræið. Bezt er að
sá ekki fyrr en í júníbyrjun, þegar jörð er farin að hlýna.
Ritið: Belgjurtir, eftir Olaf Jónsson, fæst hjá Aburðar-
sölu ríkisins.