Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 82
80
ILLGRESI.
Eftir Ólaf Jórvsson.
Illgresi nefnum vi3 einu nafni allan óvelkominn gróður
i ræktuðu landi, sem veldur þar margvíslegu tjóni, tekur
næringu, vatn og vaxtarrými frá nytjajurtunum, skyggir
á þær og dregur úr mótstöðúafli þeirra gegn sjúkdómum,
kælir jarðveginn, veldur misþroskun og rýrir og spillir
uppskerunni á margan hátt.
Illgresi rctur verið margskonar, bæði fjölærar og ein-
ærar tegundir. Mest kveður hér að arfategundum — haug-
arfa og hjartarfa. Þessar tegundir eru báðar éinærar, að
því undanskildu, að ungar plöntur, sem ekki ná að þroska
fræ að haustinu geta lifað til næsta vors og þroskað
þá fræ. Arfinn veldur mestu tjóni í görðum og 1. árs
sáðsléttum. Helztu ráðstafanir gegn illgresinu eru:
1. Heppilegur ræktunarundirbúningur og jarðvinnsla.
Jarðvegurinn þarf að vera myldinn, hæfilega þurr og frjór.
2. Sáðskipti. Vegna þess að hirðing garðjurtanna er
misjafnlega auðveld, en heppilegt að rækta ekki sömu
tegund mörg ár samfleytt á sama stað. Áburður notast
þá betur og ásigkomulag jarðvegs verður hagkvæmara.
3. Eyðing illgresisins með áhöldum. Sú hirðing sáðlanda
á yfirleitt að framkvæmast í þurrki — helzt sólskini —
og meðan illgresisjurtirnar eru smáar og veikbyggðar.
a. Sáðlönd og garða má herfa á haustin að lokinni
uppskeru. Eyðile"~iast þá ungar arfaplöntur og arfa-
fræ fær skilyrði til spírunar.
b. Sömu sáðlönd má svo herfa í sama tilgangi á vorin
einu sinni eða oftar, áður en sáð er eða sett niður.
c. Kartöflugarða má herfa með illgresisherfi, einu sinni
til tvisvar, frá því sett er niður og þar til kartöflunar
koma upp.
d. Eftir að komxð er upp í matjurtagörðum, má hreinsa
milli raða með arfasköfu eða arfaplóg, en með arfa-
járni milli grasa í röðunum.
e. í kartöflugörðum má hreykja þegar grasið er 20—30
cm. hátt og eyðist þá mikið af illgresi eða tefst í vexti.
4. Jurtadrepandi efni má nota til að eyða illgresi, en ekkl
verða þau notuð i matjurtagörðum eftir að matjurtirnar
eru komnar upp. Af slíkum efnum má helzt nefna Trölla-
mjöl. Því má dreifa yfir kartöflugarða áður en kartöfl-