Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 86
84
garðana. AíbrigSið Jubel er mjög ónæmt fyrir kláða.
Reynið það í kláðagörðum. Alpha er einnig fremur ónæm.
B. Kvillar i káli og rófum.
. Kálmaðkurinn er skæður í Reykjavík, Hafnarfirði, all-
viða I Ámessýslu, Akureyri og grennd og víðar. Kálflug-
an verpir hvítum, smáum, aflöngum eggjum (líkum víum
í fiski) í moldina fast við káljurtimar. Úr eggjunum
koma hvitleitir maðkar, sem naga kál og rófur til stór-
skemmda. Visnar kálið oft og veltur um koll, einkum
blómkál, en rófurnar verða maðksmognar. Leitið oft að
eggjunum í júní—júlí efst í moldinni við kálstönglana. Ef
eggin sjást þarf að vökva kringum jurtimar með súbli-
matblöndu (1 g. i 1 1. vatns), eða tjömolíublöndu (Ovi-
cide 2,5 g. í 1 1. vatns). Verður venjulega að vökva tvisvar
tU þrisvar á sumri. Moldin á að blotna alveg inn að
stöngli og rótum, en vökvinn má ekki lenda á blöðin.
Sublimat er mjög eitrað. Má ekki nota það eftir að kál-
höfuð fara verulega að myndast. TU vamar hvítkáli og
rófum reynist vel að dýfa rótum jurtanna i þunna blöndu
af Calómeli postulínsleir og vatni um leið og gróðursett
er (4. gr. Calómel + 96 gr. postulínsleir). Varizt að flytja
káljurtir af maðkasvœðunum í heilbrigða garða.
Gegn sniglum er gott að dreifa kalkdufti eða blásteins-
dufti á raka moldina. Sót gerir nokkurt gagn. Sníglar
skilja eftir slím á jurtunum og má af því þekkja heim-
sóknir þeirra, — Gefíð gaum að œxlaveikinni. Á sýktar
rófur koma óreglulegar vörtur eða æxli. Á kálrætur kem-
ur oft einn stór hnúður. Dregur þetta mjög úr þroska
jurtanna. Veikin er bráðsmitandi og getur sveppurinn,
sem henni veldur lifað árum saman i moldinni og stöð-
ugt smitað. Æxlaveikin leggst eingöngu á krossblóma-
ættina. Mikið hefur borið á æxlaveiki í Vestmannaeyjum
og hún er til hér og þar í Hveragerði og Reykjavík.
Ennfremur á Eyrarbakka, í Mýrdal, Reykholti í Borgar-
firði, Bessastöðum og sennilega víðar. Bezt er að leggja
sýktu garðana niður. Að öðrum kosti má hafa sáðskipti,
hætta að rækta krossblóm, en í þeirra stað t. d. kartöfur.
Veikin berst einkum með káljurtum og mold, en einnig
með búfjáráburði, ef gripunum hafa verið gefnar sýktar
rófur eða kál.