Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 87
85
C. Grasmaðkar.
Þeir valda alloft tjóni i graslendí. Upprunaheimili
maðkana eru venjulega í snarrótartoppum. Sé gætt aS
í tíma, má oft hefti herferðir maðkanna með því að grafa
eða plægja skurði með lóðréttum börmum kringum
maðkablettiim.
D Kvillar i skrúðgörðum.
Blaðlýs og skógarmaðkar leggjast á blöð ýmissa trjáa
oi? nmna. Blaðlýsnar eru venjulega grænar eða dökkar
að lit. Þær sitja einkum neðan á blöðunum (t. d. á ribsi,
viði, hegg og birki) sjúga úr þeim safann og valda blað-
falli fyrir tímann. Maðkarnir naga göt á blöðin, sem
vefjast oft utan um þá. Vetrarúðim í janúar til marz með
tjöruolíublöndum (Ovicide eða Carbokrimp) drepur egg
og lirfur óþrifanna. Úða skal í þurru og frostlausu veðri.
Á sumrin má nota tóbakslög (nikotin) eða ýms eitur-
duft með góðum árangri.
TRJÁ- OG RUNNARÆKT. t
Eftir Hákon Bjarnason.
Trjálundir ættu að rísa við hvert heimili. Unaður sá,
er þeir veita, og prýði sú, sem af þeim er, verður tæplega
ofmetið.
Trjálundir ættu aldrei að vera íraman við húsin, en
öðru hvoru megin við þau eða jafnvel að húsabaki, þannig
að þeir skýli húsunum, en húsin eigi þeim.
Til þess að góðum árangri sé náð í trjárækt, þarf fernt:
1) Vel girt land. 2) Hraustar og harðgerðar trjáplöntur..
3) Nægan áburð að trjánum meðan þau eru að komast á
iegg. 4) Góða hirðu og hreinlæti i garðinum.
Heppilegustu tegundirnar til ræktimar eru:
Björk. Vex ágætlega í flestum jarðvegi.
Reynir. Vex aðeins vel í frjórri mold. Gras má aldrei
vaxa þétt að stofni hans.
Lerki. Vex betur norðanlands en sunnan. Þollr illa um-
hleypingasamt veðurfar.
Vfðir. Til eru margar tegundir víðis, og vaxa margar
þeirra hér í frjórri jörð.
Runnar. — Ribs vex ágætlega víðast hvar, þolir illa