Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 90
88
jarðabótum, og reiknast þær þeim til afgjaldsgreiSslu
helmingi hærra en nemur þeim styrk er þeim ella bæri,
eftir að greiddar hafa verið þannig samtals 10000 krón-
ur tíl býlisins, féllur heimild ábúanda niður um að vinna
af sér jarðarafgjöldin. Ríkissjóður greiðir verðlagsuppbót
á jarðræktarstyrkiim samkvæmt verðlagsvisitölu næsta
árs á undan að styrkur er greiddur.
VERKFÆR AKAUPAS J ÓÐUR
Styrkur er veittiu- úr Verkfærakaupasjóði á þessi bús-
áhöld:
1. Hestaverkfæri til jarðyrkju, forardælur, steingálga,
og verkfæri vegna garðyrkju og kornræktar.
2. Heyvinnuvélar s. s. sláttuvélar, rakstrarvélar, snún-
ingsvélar og heybindingsvélar.
3. Tóvinnuvélar til heimilisiðnaðar s. s. handspuna-
vélar, prjónavélar og vefstóla.
4. Dráttarvélar með tilheyrandi verkfærum og minni
skurðgröfur.
Styrkurinn nemur % af kaupverði verkfæra undir lið
1—3, en allt að 'A af kaupverði véla og verkfæra sam-
kvæmt lið 4.
Hámarksstyrkur til sama manns er 700 krónur. Styrk-
ur samkvæmt lið 4 veitist aðeins hreppabúnaðarfélög-
um og búnaðarsamböndum, og þurfa kaupin að vera
samþykkt á almennum félagsfundi þessara stofnana.
Umsóknir um styrki senda einstaklingar til stjóma
hlutaðeigandi búnaðarfélaga, sem sendir þær ásamt um-
sögn sinni til Búnaðarfélags íslands. Innstæður sem ein-
stök félög eiga í sjóðnum eru áfram séreign þeirra, og
fá þau félög fyrst styrki úr sameiginlegum sjóði þegar
innstæðan er eydd. Skuldir félaga í verkfærakaupasjóði
greiðist úr sameignarsjóði á næstu tveimur árum.
BÚFJÁRRÆKT.
FÓÐUjRMAT.
Þegar reiknað er fóðurgildi í einhverjum fóðurtegund-
um, hvort heldur er um að ræða hey, rófur eða kjam-
fóður, þá er það ávallt þrennt, sem kemur til greina.