Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 97
95
af þeim hrök, með því að gefa þeim inni, eða breiða yfir
þser teppi í högunum.
14) Með því að gefa kúm vothey með þurrheyinu að
M—% leyti má fá kúna til að umsetja meira hey, og
halda betur á sér nyt en ella, og ættu allir kýreigendur
að verka nokkum hluta heyjanna sem vothey (sérstak-
lega hána) og gefa kúnum það.
15) Að haustinu er ágætt að geta sefið grænfóður,
hafragras, kál, o. fl. með síðustu beitinni og fyrst í inni-
stöðunni. Kúnni verður þá minna um fóðurskiptin.
16) Sé til smárahey eða vikka, og sérstaklega sé það
verkað sem vothey, má spara fóðurbætisgjöf að mun, en
þar sem það er enn óvíða til, verður ekki frekar farið
út í það hér nú.
17) Þegar heyin hrekjast eða verkast illa, tapast úr þeim
næringarefni, en misjafnt, bæði að efnum til og magni,
eftir því hvernig hrakningurinn hefir verið. Sömuleiðis
getur tapazt úr heyjunum bætiefni og sölt, þegar þau
hrekjast. Bóndinn þarf þess vegna að taka tillit til þess,
þegar hann fær sér fóðurbæti til að gefa með heyjunum,
hvernig þau hafa hrakizt, og hvað muni hafa tapazt úr
þeim.
JÚGURBÓLGA.
Eftir Jón Pálsson dýralækni.
Júgurbólga er illkvnjaður, hættulegur sjúkdómur, sem
orsakast af því að bakteríur komast í júgrið, áverkar,
kæling, ófullkomnar og haröhentar mjaltir geta einnig
valdið júgurbólgu. Það er sérstök ástæða til þess að benda
á að ófullkomnar mjaltir á þeim tíma er kýrin er að
verða geld orsaka oft júgurbólgu eftir burðinn. Það á
• og verður alltaf að hreinsa kýrnar vel, sérstaklega þegar
þær eru að geldast. Beztu kýrnar þola oft sama og engan
gcldstöðutíma.
Venjulega sýkist aðeins einn kirtill, stundum tveir eða
jafnvel allir, oftar afturkirtlarnir. Sjaldan verður júgur-
bólga að faraldri, en auðvitað geta júgurbólgubakteríurnar
borizt frá einum kirtli til annars og einnig í fleiri kýr í
sama fjósinu, sérstaklega er hætt við því ef sóðalega er
að farið. Ef kýr hefir sýkzt af júgurbólgu, verður ávallt að