Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 99
97
a3 vatnskvap sezt í bandvef júgursins af aukinni blóð-
sókn að júgrinu og af því að blóðrennsli frá júgrinú
hindrast við að fóstrið þrýstir um of á blóðæðarnar í
kviðholinu. Stálmabólga hverfur venjulega smátt og
smátt eftir burðinn. Ef hún er mikil, er gott að mjólka
oft og bera vaselin eða spenaáburð á júgrið.
Stundum kemur mjólk í júgur á kvígum sem ganga með
fyrsta kálfi löngu áður en þær bera og á þá að mjólka þær,
annars skemmist júgrið.
Gætið hreinlætis við nýbærurnar, þá eru þær viðkvæm-
astar.
UM MJÓLK
Eftir Jónas Kristjánsson.
í mjólkinni eru öll nauðsynleg næringarefni, er likam-
Inn þarfnast. Eggjahvítan myndar vöðva, fitan gefur hita,
kolvetnin auka kraft, A-vitamin vernda gegn sjúkdómum,
B-vitamin auka þroskann, C-vitamin vamar þreytu, D-
vftamin vamar beinkröm, kalkið myndar heilbrigðar og
sterkar tennur, fosfórið hjálpar til að mynda sterk bein
og járnið nýtt blóð. Til sveita geta menn framleitt mjólk
og reiknað sér hana ódýra fæðu. Fyrir bæjarbúa verður
hún nokkuð dýrari, þó ódýrari en flest önnur fæðuefni.
Mjólkin er nokkuð mismunandi að gæðum, fer það eftir
einstaklingseðli kúnna, fóðum o. fl.
Efnasamsetning nýmjólkur er talin að vera að meðal-
tali:
Vatn 87,8%, fita 3,7%, eggjahvíta 3,1%, mjólkursykur
*,65%, sölt 0,75%.
Broddmjólk hefir nokkra aðra efnasamsetningu.
Úr 100 kg. nýmjólkur með 3,7% feiti fæst:
Rjómi 13 kg., undanrenna 86 kg. — eða:
Smjör 4,25 kg., áfir 8 kg., skyr 15 kg., mysa 68 kg.
í 1 kg. af 45% feitum osti þarf 10,5 kg. af mjólk.
í 1 kg. af 30% hálffeitum osti þarf 12,0 kg af mjólk.
í 1 kg. af 20% mögrum osti þarf 13,0 kg. af mjólk.
í 1 kg. af mysuosti (mögrum) þarf 11—13 kg. af mysu.
í 1 kg. af mysuosti (feitum) þarf 10—12 kg. mysu.
Til þess að mjólkin geti verið holl og góð fæða,
Þarf hún að vera hrein og eigi blönduð skaðlegum gerl-
Um og efnasamsetning hennar eigi rýrari en i meðallagi.