Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Qupperneq 103
101
kvilla. Bezt væri að baða féð nýrúið að sumrinu, ef að-
staða leyfir það.
Gæta þarf varúðar við böðun. Bezt er að fylgja leiðar-
vfcum þeim, er baðlyfjunum fylgja, og nota ekki nema
eina baðlyfstegund í senn.
Cooper’s duftið er eitthvert öruggasta baðlyfið, sem
fáanlegt er, einkum til útrýmingar kláða.
Baðið féð úr ylvolgu vatni en ekki mjög heitu. Þvi
heitara sem baðið er, því hættara verður fénu við of-
kólnun á eftír.
Gætið þess, að allar kindumar verði rækilega bjór-
votar.
Beitið ekki nýböðuðu fé að vetrarlagi fyrr en það er
orðið vel þurrt á lagðinn.
Gefið fénu mjög vel fyrst eftir böðun, því að oft tekur
það allmjög að sér við það hnjask.
Verði vart kláða í fénu, þarf að baða tvisvar með 7—14
daga millibili, að hvorugum deginum meðtöldum. 10.—
12. dagur eftir fyrri böðun er heppilegastur fyrir síðari
böðun.
Ef baðað er að vetrinum, ætti aldrei að draga það lengur
en fram að mánaðamótum janúar og febrúar.
Fengitiminn. Víða á landinu er byrjað að hleypa til
ám einhvern tíma í siðari hluta desember, en þar sem
síðast er hleypt til, ekki fyrr en í janúarbyrjun.
Aldrei ætti að sleppa hrút í ær, heldur halda hverri á.
Þar sem fleiri en einn hrútur er á bæ, skal nota léleg-
asta hrútinn, til þess að leita að hvaða ær ganga þann
og þann daginn, en nota þann hrút handa fáum ám. Svo
á að velja ærnar heppUega handa hverjum hrút. Velja
beztu ærnar handa beztu hrútunum o. s. frv. og forðast
nána skyldleikarækt eftir megni.
Skrifa skal i ærbók, hvenær hver ær fær, og við hvaða
hrút. Hrútana má nota handa mun fleiri ám sé ánum
haldið heldur en ef hrútunum er sleppt í þær.
Lambhrúta má nota handa 10—15 ám og ef til vUl fleiri,
ef nauðsyn krefur. Veturgamla handa 30—50 ám og eldri
hrúta handa 60—120 ám.
Notiö gömlu, góðu og reyndu hrútana handa sem flest-
um ám.
Ef hrútum er sleppt í ær, er það þó það minnsta, sem