Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 104
102
bóndinn verður að gera, að velja beztu æmar í það húsið,
sem bezti hrúturinn er látinn í, o. s. frv.
Gangi ær og hrútar laust úti um víðavang, þá ná
venjulega rýrustu og verstu hrútamir flestum ánum, en
þeir þungfæru og vænu fáum og stundum engum. Þá
veljast og jafnt betri ærnar til versta hrútsins eins og þess
bezta.
Bændur, sem sleppa hrútum í æmar óflokkaðar, gera
leik til þess að fyrirbyggja af fremsta megni, að sú litla
viðleitni, sem sumir þeirra sýna þó í fjárræktinni, með
því að velja betri lömbin til lífs og kaupa einstaka sinnum
kynbótahrút, komi að gagni.
JANÚAR. Um miðjan janúar á að vigta féð, a. m. k.
þær kindur, sem vegnar voru að haustinu. Hafi féð létzt
að mun, þarf að haga fóðmn svo, að það hætti að léttast
en bæti við holdum ef með þarf.
FEBRÚAR. Snemma í þessum mánuði er rétt að gefa
iðraormalyfið inn í síðara skiptið. Fylgja skal sömu
reglum og áður er lýst um meðferð fjárins.
MARZ. Úr því að kemur fram í marz, þarf að fara að
gæta þess enn betur en áður, að féð mæti ekki misfellum
í hirðingum og fóðri.
APRÍL. Fóðra þarf féð mjög vel í aprílmánuði, einkum
þegar á hann líður, og sleppa aldrei ám fyrir lok þessa
mánaðar, nema í sérlega landkostagóðum fjallasveitum,
þegar tíð er einmuna góð.
MAÍ. Sleppið fé ekki af húsi og gjöf of snemma í þess-
um mánuði — ekki fyrr en nægur gróður er kominn.
Verið vel á verði um, að ærnar leggi ekki af síðasta
mánuð meðgöngutímans. Mjög veltur á vorfóðrun ánna,
hve vænir dilkarnir verða á haustin.
Vigtið æmar siðast i apríl eða snemma í maí, til þess
að sjá hvernig þær fóðruðust síðari hluta vetrar.
SauSburðurinn. Gætið fjárins vel um sauðburðinn. í
byrjun sauðburðar þarf að taka ull frá júgri á tvævetlum.
Farið til fjárins á hverjum degi, helzt tvisvar á dag. Bók-
færið jafnóðum og hver ær ber, fæðingardag lambsins,
kyn og önnur einkenni. Merkið lömbin a. m. k. undan
betri ánum með einstaklingsmarki (aluminium lamba-
merki í eyra).
Ef tvílembingar eða móðurleysingjar eru til, þegar ser