Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 107
105
inn meira fóður, allt að helmingi meira eftir erfiði vinn-
unnar. Þá er erfitt að komast af án kraftfóðurs, en það
má aldrei gefa hestum mikið síldarmjöl. Það getur drepið
þá. Kom er bezt, og af því eru hafrarnir bezta hesta-
fóðrið. — Hirðið hófana, járnið vinnuhrossin mánaðar-
lega, kembið þau daglega. Gleymið ekki að raka af hross-
unum á vorin. Hrosshárið er í góðu verði. Látið reiðver
og aktýgi fara vel á hestunum. Kastið stangarmélunum.
Hringamélin em mikið ódýrari, léttari og betri. Temjið
hest aldrei með öðm en hringamélum.
5. Vinnið saman. Stofnið hrossaræktarfélög. Notið að-
eins valda kynbótahesta. — Hrossaræktarfélög njóta styrks
frá ríkissjóði, sem hér segir:
1) Til að kaupa kynbótahest, % af verði hestsins.
2) Til að koma upp girðingu, % af verði hennar, þó
mest kr. 400,00 til hverrar girðingar.
3) Árlegs styrks kr. 1,50 fyrir hverja hryssu, sem leidd
er til hesta félagsins.
4) Fyrir þá hesta, sem hlotið hafa 1. verðlaun á af-
kvæmasýningu fá félögin kr. 100,00 árlega í fóðurstyrk.
Sjá nánar um þessi atriði í lögum um búfjárrækt nr. 32,
8. sept. 1931.
6. Lesið bækur Theódórs Ambjömssonar um hesta og
járningar.
HVAÐ ER HESTURINN GAMALL?
Eftir Gunnar Bjarnason.
Beztu aldurseinkenni hestsins birtast í framtönnum
hans, og aldursákvörðunin byggist á tanntökunni og tann-
slitinu.
Auðveldast er að athuga tennumar i neðra skoltl. Þær
em sex og nefnast tvær þær fremstu inntennur, við hliðina
á þeim eru miötennur en yzt jaðartennur.
Folaldið fæðist tannlaust, en stuttu eftir fæðinguna
vaxa mjólkurtennumar fram, en þær falla burtu á tíma-
bilinu frá 2Í4—4%' árs aldurs, og í þeirra stað koma full-
orðinstennurnar. Fullorðinstennumar þekkjast frá mjólk-
urtönnunum á því, að þær eru stærri, breiðari, án stalls
milli rótar og krónu og hafa gulan blæ.
Tannskiptin em vanalega þannig: