Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 110
108
UM HÆNSNARÆKT.
EJtir Jóhann Jónasson.
Íslendíngar hafa ræktað hænsni frá því á landnámstíð.
Oftast hefir þeim þó verið allt of lítill sómi sýndur og
árangurinn þvi verið í samræmi við það.
Á siðari árum hefir þetta þó tekið nokkrum breytingum
og þá fyrst og fremst við kaupstaðina, þar sem markaður
fyrir eggin er oft góður og nærtækur. Á þessum stöðum
hafa því risið upp nokkur stór hænsnabú, sem náð hafa
sæmilegum árangri.
Það munu litlar líkur fyrir því, að við getum nokkurn
tíma orðið samkeppnisfærir á heimsmarkaðinum um
eggjasölu, og verðum því að láta okkur nægja innanlands-
markaðinn, en hann er auðvitað nokkuð takmarkaður.
Þessi staðreynd hlýtur alltaf að setja hænsnaræktinni
hér nokkuð þröngar skorður. Við getum því ekki reiknað
með að bændur almennt fari að leggja fyrir sig hænsna-
rækt i stórum stíl eins og t.' d. í Danmörku og víðar. Hins
vegar eiga að vera til 25—50 hænsni á hverjum bæ i
landinu og eggin á að nota fyrst og fremst til heimilis-
þarfa.
Eggin eru, eins og kunnugt er, ágæt fæða og því nauð-
synleg til daglegrar neyzlu í miklu stærri stfl en nú tiðk-
ast hér á landi.
Stofninn. Af hænsnum eru til margir stoínar og oft
mjög ólíkir hver öðrum að eðli og útliti. Hér á landi og i
sumum nágrannalöndum okkar hafa „Hvítir ítalir“ náð
einna mestum vinsældum og þess vegna mestri útbreiðslu,
enda eru þeir af flestum taldir hentugastir þar sem mest
áherzla er lögð á eggjaframleiðsluna. En þeir gefa lítið
kjöt og hafa þann galla að hænumar vilja mjög sjaldan
liggja á, og verður því annað hvort að hafa nokkrar hæn-
ur af þyngra hænsnakyni með, til að annast það starf,
eða þá að nota útungunarvélar, en þar sem hænsnin eru
fá, verða þær of dýrar í rekstri'.
Sumir nota einnig kalkúnahænur til að annast útung-
unina og uppeldið og gefst það oft mjög vel.
Hús og hiröing. Hænsnin eru ákaflega næm fyrir öllum
ytri áhrifum, atlæti og hirðingu. Þetta atriði þurfa aUir
hænsnahirðar að hafa vel hugfast. Hænsnahúsin þurfa að