Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 111
109
vera sæmilega hlý og trekklaus, en með góðri loftræst-
tngu. Það er þó talið skaðlaust, þó að hitinn í hænsna-
húsinu komist ofan í frostmark, ef húsið er loftgott og
rakalaust. Heitt, saggafullt loft er mjög óhollt hænsnum
og ættu menn því að varast að hafa hænsnin í fjósi. Gólf-
lð á að vera stráð spónum eða mómold og skipta á því
vikulega.
Hirðingin að öðru leyti er mest fóðrunin. Hana þarf
að framkvæma að minnsta kosti tvisvar á dag — kvölds
og morgna — og helzt alltaf á sama tíma. Hænsnin eru
ótrúlega nösk á tímann og eggjatalan lækkar oft ótrúlega
ef þeim er gefið stundu seinna en venja er. Efnabreyting-
in í líkama hænunnar, úr fóðri í egg, er furðu hröð, en
það sem þau geta etið í einu mjög takmarkað. Þess vegna
er heppilegt að láta fóðurtrog með varpfóðurblöndu standa
hjá hænunum, svo þær geti etið þar af er þær lystir. Auk
fóðurblöndumiar þarf hænan sem svarar 50—70 gr. af
korni á degi hverjum og er því stráð á gólfið og þær
látnar hafa fyrir því að tina það upp.
Af algengum komtegundum er hveitikom bezt til
hænsnafóðurs, en auk þess em hafrar, bygg og maís mjög
vel nothæft og gott fóður og oftast er tveimur eða fleiri
af þessum komtegundum blandað saman. Rúgiu- er ó-
hollur og lítt hæfur til hænsnafóðurs.
Varpfóðurblandan þarf að vera samsett eftir vissum
reglum, og er því hentast fyrir bændur að kaupa hana
tllbúna. Nokkur verzlunarfyrirtæki hér í Reykjavík haía
fengizt við að blanda varpfóður, en það hefir í flestum
tilfellum reynzt mun lakara en erlendar blöndur, enda er
það oftast mjög ósamstætt, svo að maður freistast stund-
um tU að halda, að þar sé bara hrært saman því sem til
er í það sinn, án þess að tekið sé nægilegt tUlit til þess,
hvemig varpfóðurblanda þarf að vera. Meðan ekki er úr
þessu bætt, verður því að mæla með erlendri fóðurblöndu.
Auk þess, sem hér er nefnt, má einnig gefa hænsnunum
hverskonar matarúrgang, þó er varasamt að gefa þelm
leifar af krydduðum mat, að minnsta kosti á þeira
tíma, sem eggin eru notuð tU útungunar. Kryddið eyði-
leggur frjóvgun eggsins.
Súr undanrenna (látin súma á heitum stað), er ágætt
hænsnafóður og ættu þeir, sem framleiða smjör og eru f