Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 113
111
helzt að segja: Fyrstu tvo sólarhringana eiga þeir ekki að
fá aðra fæðu en ilvolgt vatn, sand og viðarkol. Síðan eru
þeim gefin harðsoðin egg, sem eru söxuð niður með skurni
og öllu, og í það blandað dálítið af haframjöli. Auk þess
eiga þeir að hafa aðgang að sandi og viðarkolum. Þá er
einnig hollt að gefa þeim mjólk, ef hún er til. Þegar þeir
eru 8 daga gamlir, má svo spara eggin, en þá þola þeir
venjulega ungafóður, ásamt matarleifum og öðru sem til
fellur. Grænfóður er mjög holt fyrir ungana og er sjálfsagt
að saxa niður fyrir þá nýsprottið gras pangað til þeir
komast út.
Ungafóðurblöndur eru oftast fáanlegar í verzlunum,
menn ættu að gæta þess vel, að taka ekki í staðinn varp-
fóður, vegna þess, að það mun í flestum tilfellum gera
útaf við ungana. Það er ekki fyrr en ungarnir eru orðnir
3%—4 mánaða, að hægt er að gefa þeim venjulegt varp-
fóður. Þegar þeir eru 5—5% mánaðar gamlir, fara þeir
svo að verpa, ef þeir eru rétt fóðraðir og úr því þurfa þeir
sama fóður og fullorðnar hænur.
UM LOÐDÝRAELDI.
Eftir H. J. Hólmjárn.
1. Athugíð að loðdýrin eru höfð í haldi alla æfina og
geymd í litlum búrum. Þau geta því ekki bætt það upp,
sem aflaga fer í fóðrun og hirðingu, með frjálsræði á
sumrum í góðum högum eins og annar búpeningur.
2. Hreisnið öll óhreinindi daglega úr búrum og kössum.
3. Þvoið matarílátin eftir hverja máltíð og kjötkvörnina
eftir hverja notkun.
4. Gefið dýrunum aldrei úldið eða skemmt fóður. Sér-
staklega ber að varast kjöt og fisk, sem hefir legið í kös.
Látið kjöt og fisk hanga frítt þar sem loftið leikur um
það, eða hraðfrystið það alveg nýtt.
5. Skiptið aldrei snögglega um fóðurblöndu.
6. Fóðrið dýrin þannig, að þau séu hraust og fjörug,
en varizt að láta þau hlaupa í spik.
7. Hæfilegt næringarefnahlutfall f refafóðri fæst með
því að gefa:
Að sumrinu efni úr dýraríkinu 65—70%. Úr jurtaríkinu
30—35%.