Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 120
J18
banka íslands i Reykjavík, gerir uppdrætti að allskonar
íaúsum fyrir bændur landsins. Munið að það er skilyrði
fyrir veitingum lána og styrkja, að teiknistofan hafi fyrir-
fram samþykkt eða gert uppdrœtti að þeim byggingum,
sem styrktar eru eða lánað til.
DAGLEGT FÆÐI
Eftir Jóhann Sœmundsson, lœkni.
Maðurinn þarfnast næringar, til þess að likaminn geti
haldið sér við, starfað og vaxið, sé um börn að ræða.
Aðalefni næringarinnar eru þessi:
1. Eggjahvítuefni. 4. Bætiefni.
2. Fita. 5. Málmsölt eða steinefni.
3. Kolvetni. 6. Vatn.
Eggjahvituefnin eru nauðsynleg til að bæta allt slit,
sem verður á líkamanum við starfið, og til að mynda
ýmis kirtlaefni. Dagsþörf fullorðins manns fyrir
egggjahvítu er talin I gramm á hvert kg. líkamsþyngdar.
Börn 1—3 ára þurfa að fá 3,5 grömm á hvert kg.. en ungl-
ingar um fermingu 2,5 grömm. Eggjahvítuþörf vanfærra
kvenna og mæðra, sem hafa börn á brjósti, er helmingi
meiri en ella. Eggjahvítuefnin eru lifsnauðsynleg.
Bezta eggjahvítan fœst í mjólk, skyri, ostum, kjöti og
fiski.
Fita og kolefni eru líkamanum aflgjafi til daglegra
staría. Hollasta fitan er smjör, rjómi og lýsi. Kolvetna-
eða mjölmatarneyzlan fer eftir erfiðinu. Kolvetnin eru
ódýrasti orkugjafinn. Hollustu kolvetnin eru heilhveiti og
ósigtað rúgmjöl, að ógleymdum garðávöxtum og grænmeti.
Bœtiefhin eru mörg. Líkaminn getur ekki búið þau til.
A-bceiiefni er í lýsi, smjöri, rjóma, nýmjólk, hrognum,
eggjum, innýflum og ýmsu grœnmeti, t. d. gulrótum oe
grœnkáli. Skortur á A-bœtiefni veldur kyrking í vexti og
veikir viðnámsþrótt ýmissa slimhúða líkamans.
B-bœtiefnin veita vörn gegn sumum taugakvillum og
stuðla að eðlileg:ri hagnýtingu mjölmatar í líkamanum.