Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 121
119
Þau er að finna í innýjlum dýra., eggjum, hrognum, sUd,
ýmsum káltegundum, kími korntegunda (heilhveiti!) og
frœjum belgjurta.
C-bœtiefnið er í káltegundum (grænkáli!), ávðxtum,
berjum og grœnmeti yfirleitt. Helztu c-bætiefnisgjafar 1
daglegu fæði eru kartöflur og nýmjölk eða óhituð, ný
undanrenna. Skortur þessa bætiefnis veldur skyrbjúg og
mun eiga þátt í ýmiskonar kvillasemi og vanþriíum.
D-bœtiefnið er einkum í lýsi, fisklifur, hrognum, smjöri
rjóma, eggjarauðu, síld og öðrum feitum fiskum. Skortur
á því veldur beinkröm og vanþrifum í bömum.
Málmsöltin eða steinefnin, sem líkaminn þarfnast, eru
mjög mörg. Hin beztu eru kalk, fósfór og járn.
Kalk er einkum í mjólk, osti og ýmsu grœnmeti.
Fósfór er í osti, baunum, kjöti, fiski og brauðamat.
Jám er i innmat, blóði, haframjöli, baunum og spínati.
Pelabörnum hættir við blóðleysi vegna jámskorts.
Heilsan er gulli dýrmœtari.
1. Neytið hollrar, óskemmdrar, blandaðrar fæðu.
2. Hver maður á að fá %—% litra af nýmjólk á dag.
3. Hver maður á að borða 200—300 grömm af kartöflum
á dag.
4. Ræktið grænkál, gulrœtur og spínat á hverjum bæ og
hagnýtið berin, einkum krækiberin.
5. Seljið ekki svo mikið af mjólkinni að eigi sé nóg
mjólk og smjör til heimilisþarfa. En ef þér notið
mestmegnis smjörlíki, er nauðsynlegt að taka lýsi til
uppbótar.
6. Gefið börnum lýsi, ásamt kálk- og fósfórrikri fœðu.
7. Munið að böm, vanfærar konur, mæður með böm á
brjósti, sjúklingar með langvinna kvilla og sjúklingar
i afturbata þarfnast meira magns af hollri eggja-
hvitu og bætiefnum en aðrir.
8. Sjóðið alt grænmeti sem minnst og hirðið soðið.
9. Takmarkið neyzlu saltmetis sem mest. Byggið iskofa