Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 124
122
ist verðjöfnunargjald lagt á alla neyzlumjólk og rjóma
frá mjólkurbúum, félögum eða einstökum mönnum.
Gjald þetta ákveðst fyrirfram af mjólkursölunefnd og
má breyta því svo oft, sem þurfa þykir.
Tekjuafgangur mjólkursölu skal renna í verðjöfnunar-
sjóð eftir að nauðsynlegar afskriftir hafa farið fram og
aðrar greiðslur, er stjórnin telur nauðsynlegt að inna af
hendi, enda hafi það þá áhrif á ákvörðun verðjöfnunar-
gjaldsins. Verðjöfnunargjaldið skal vera til verðuppbótar
á þá mjólk, sem notuð er til vinnslu í viðurkenndum
mjólkurbúum, sem starfa á verðjöfnunarsvæðinu, og slík
verðjöfnun jafnan eftir þvi sem við verður komið, miðað
við það, að allir mjólkurframleiðendur á verðjöfnunar-
svæðinu fái sama verð fyrir mjólk sina komna á sölu-
stað verðjöfnunarsvæðisins (sbr. þó 13. gr.). Þeir, sem
ekki senda mjólk sína á sölustað, heldur í mjólkurbú til
vinnslu, skulu því fá þeim mun minna verð fyrir mjólk
sína, er svarar til flutningskostnaðar hennar frá því búi
til sölustaðar, enda sé þá flutningskostnaður vinnslu-
varanna til sölustaðar innifalinn í stöðvargjaldi búsins.
Flutningskostnaður þessi, bæði á mjólk og mjólkuraf-
urðum skal ákveðinn fyrirfram af mjólkursölunefnd svo
oft sem hún telur ástæðu til, þannig að hann sé sem
næst hinum raunverulega kostnaði á hverjum tíma og
með hæfilegri hliðsjón af reynslu undanfarinna ára.
Stöðvar- og vinnslukostnaður skal talinn jafn hjá öll-
um mjólkurbúum á sama verðjöfnunarsvæði fyrir hverja
vörutegund, sem þau framleiða, en slíkan kostnað á-
kveður mjólkursölunefnd eftir því sem hún telur hæfi-
legt að fengnum skýrslum, um slíkan starfrækslukostn-
að mjólkurbús eða mjólkurbúa á verðjöfnunarsvæðinu.
Undanþegin verðjöfnunargjaldi (sbr. þó 5. gr.) er mjólk,
sem framleidd er á ræktuðu landi innan sama kaupstað-
ar eða kauptúns, sem hún er seld í (miðað við bæjar-
löndin eins og þau eru nú). Undanþágan gildir fyrir eina
kú fyrir hvern fullræktaðan hektara af túni og hlut-
fallslega fyrir brot úr hektara, sem framleiðandi notar
til fóðurframleiðslu innan kaupstaðarins eða kauptúns-
ins.
Fyrir það mjólkurmagn, sem framleiðendur þeir á sölu-
svæðinu, sem ekki hafa leyfi til sölu beint tU neytenda,