Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 125
123
selja allt árið jafnt, skal þeim greiddur 1 eyrir á lítra
umfram verðjöfnunarverð, Greiðist uppbót þessi úr verð-
jöfnunarsjóði eftir á fyrir næstliðið ár.
Fyrir það mjólkurmagn, sem framleitt er utan sölu-
svæðis og selt er af sölusamtökum á því mánuðina okt.—
des., skal greiða 1 eyri á lítra umfram jöfnunarverð þá
mánuði. Einnig er mjólkursölunefnd heimilt að fyrir-
skipa mjólkurbúum að mismuna í útborguðu verði til
framleiðenda eftir árstíðum, ef hún telur nauðsyn á til að
fullnægja markaðsþörfinni.
3. gr. Verðjöfnunargjaldið skal lagt í sérstakan sjóð
fyrir hvert verðjöfnunarsvæði. Nefnast sjóðir þessir verð-
jöfnunarsjóðir. Verðjöfnunargjaldið skal greitt eftir á í
byrjun hvers ’mánaðar og má innheimta það með lög-
taki hjá seljendum mjólkurinnar. Stjórn eða stjórnir
mjólkurbúanna ákveða verðuppbætur, sbr. þó 9. gr. c-lið
og geta þær verið misháar eftir því hverjar afurðir hafa
verið imnar úr mjólkinni.
4. gr. Útsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum á hverj-
urn sölustað innan verðjöfnunarsvæðisins, skal ákveðið
af 5 mönnum. Tveir þeirra skulu vera úr stjórn hlutað-
eigandi mjólkurbús eða sölusamlags, tveir tilnefndir með
hlutfallskosningu af hlutaðeigandi bæjarstjóm eða
hreppsnefnd, en oddamann skipar landbúnaðarráðherra.
Útsöluverð skal á hverjum tíma reiknað út, eftir því
sem við verður komið, eftir vísitölum. Nánari ákvæði
um þetta skulu sett með reglugerð.
8. gr. Ríkisstjórnin skipar 7 manna nefnd til eins
árs í senn, í fyrsta sinn til 1. maí 1935, t'l að hafa á
hendi stjóm mjólkursölumála samkv. lögum þessum,
og nefnist hún mjólkursölunefnd. Nefndin skal skipuð
þannig: Stjóm Mjólkurbandalags Suðurlands tilnefnir 2
menn, skal annar tilnefndur af stjórnendum bandalags-
ins austan Hellisheiðar, en hinn af stjórnendum þess
vestan heiðar. Samband ísl. samvinnufélaga tilnefnir 1
mann, bæjarstjóm Reykjavíkur tilnefnir 1 mann. Alþýðu-
samband íslands tilnefnir 1 mann og landbúnaðarráð-
herra skipar án tilnefningar 2 menn í nefndina og skal
hann skipa annan þeirra formann nefndarinnar. Full-
trúi bæjarstjómar Reykjavíkur vikur sæti úr nefndinni,
þegar hún hefir til meðferðar málefni annarra kaup-