Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 127
125
Kjötlögin
1. gr. Til þess að greitfa fyrir innanlandsverzlun með
Sláturfjárafurðir skipar ríkisstjórnin 5 manna kjötverð-
lagsnefnd til eins árs. Samband ísl. samvinnufélaga til-
nefnir einn mann, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag
Borgfirðinga tilnefna í sameiningu einn, Landssamband
iðnaðarmanna einn, Alþýðusamband íslands einn og land-
búnaðarráðherra einn mann í nefndina, sem jafframt er
formaður hennar.
Nefndin ræður fulltrúa, sem annast dagleg störf. Hún
getúr valið sér trúnaðarmenn eða skipað eftirlitsnefndir,
eftir því sem þörf krefur.
Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
2. gr. Kjötverðlagsnefndin ákveður verðlag á kjöti á
innlendum markaði i heildsölu og smásölu.
Enginn má selja eða kaupa kjöt við öðru verði en því,
sem nefndin ákveður á hverjum stað á hverjum tíma.
3. gr. Enginn má slátra sauaðfé til sölu, né kaupa fé
til slátrunar eða verzla með kjöt af því í heildsölu án
leyfis kjötverðlagsnefndar. Heimilt skal þó sauðfjáreig-
endum, er reykja kjöt á heimilum sínum, að selja það
beint til neytenda, enda greiði þeir af því verðjöfnunar-
gjald um leið og afhending fer fram. Leyfi til slátrunar
skal veitt fyrir eitt ár í senn. Leyfi skal veita lögskráðum
samvinnufélögum, sem nú eru starfandi, svo og þeim sam-
vinnufélögum, sem, stofnuð kunna að verða á viðskipta-
svæðum félaga, sem hætta störfum án þess að bændur
á viðskiptasvæðinu gerist meðlimir annarra félaga. Heim-
ilt er að veita slátrunarleyfi félögum neytenda á þeim
stöðum, þar sem ekki eru sláturhús, en aðeins fyrir það
fé, sem þau kynnu að kaupa til neyzlu meðal meðlima
sinna. Ennfremur getur nefndin veitt leyfi samvinnufélög-
um bænda, er stofnuð kunna að verða eftir að lög þessi
öðlast gildi á svæði, þar sem ekki eru starfandi sam-
vinnufélög fyrir, og ekki falla undir ákvæði 3. málsl. þess.
arar greinar, sömuleiðis þeim verzlunum öðrum, sem ár-
ið 1933 áttu eða starfræktu sláturhús, sem fullnægðu
ákvæðum laga um kjötmat o. fl. frá 19. júní 1933. Einnig
er heimilt að veita slátrunarleyfi þeim e'.nstaklingum, er
vegna sérstakra staðhátta eiga svo örðugt um rekstur