Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 128
126
eða flutning fjárins til sláturhúss, að iilfært sé að dómi
nefndarinnar.
í leyfi getur nefndin ákveðið fjártölu þá að hámarki,
sem leyfishafi má slátra til sölu innanlands.
4. gr. Greiða skal verðjöfnunartillag af öllu slátruðu
sauðfé, nema því, sem framleiðendur nota til heimilis-
þarfa. Upphæð tiilagsins má nema allt að 10 aurum á
hvert kg. af kjöti, eftir nánari ákvörðun kjötverðlags-
nefndar. Heimilt er nefndinni að ákveða mismunandi
verðjöfnunartillag eftir kjöttegundum.
Ennnfremur er nefndinni heimilt að veita imdanþágu
frá verðjöfnunargjaldi af kjöti af mylkum ám.
Verðjöfnunartillagið hefÍT lögtaksrétt til loka næsta árs
eftir að slátrun fór fram.
6. gr. Verðjöfnunarsjóði skal varið þannig:
a) Til endurgreiðslu verðjöfnunartillagsins af því kjöti,
sem út er flutt.
b) Til að greiða fyrir sölu sláturfjárafurða innanlands.
c) Til verðuppbótar á útflutt dilkakjöt. Verðuppbótin má
þó ekki verða svo há,að nettóverð útflutta kjötsins verði
hennar vegna fyllilega eins hátt og nettóverð sömu
tegunda af kjöti, sem selt er á verðhæsta innlendum
rnarkaði. Það verð, sem Samband ísl. samvinnufélaga
greiðir deildum sínum fyrir útflutt kjöt af fram-
leiðslu hvers árs, telst útflutningsverð á því ári.
Verði afgangur af verðjöfnunarsjóði, þegar greitt hefir
verið samkvæmt framansögðu, skal honum varið til upp-
bótar á öllu seldu kjöti, þannig, að sá verðmismunur, sem
nefndin hefir ákveðið raskist ekki.
8. gr. Skylt er öllum, sem verzla með sláturafurðir,
að láta kjötverðlagsnefnd í té allar upplýsingar og skýrsl-
ur, er hún óskar eftir, viðyíkjandi sölu og söluhorfum
á sláturafurðum, bæði innanlands og utan.
9. gr. Landinu skal skipta í verðlagssvæði eftir að-
stöðu til markaðs og flutninga. Nefndin skal ákveða
verðlag á hverju verðlagssvæði fyrir sig.
11. gr. Kjötverðlagsnefnd er heimilt, ef hún telur þess
þörf, að láta ákvæði þessara laga um sölu og verðjöfn-
unartillag gilda um nautakjöt og fleiri sláturfjáraf-
urðir.
13. gr. Brot gegn 3. gr. varða sektum, allt að 10.000