Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 139
137
MÁL, VOG, MÆLAR OG EYKTIR.
MÁL OG VOG.
Metrakerfið var leitt í lög hér á landi 1907 og nánari fyr-
irmæli sett um það í reglugerð 1909. Sú frumeining, sem
allt metrakerfið hvílir á, heitir metri. Allar einingar máls
og vogar eru leiddar af metranum og kerfið lýtur full-
kominni tugaskiptingu. Framan við einingamöfnin em
skeytt grísk og latnesk töluorð. Tákna grísku orðin deka
10, hekto 100, kílo 1000 og myra 10000 einingar, en aftur
á móti tákna latnesku orðin deci 1/10, centi 1/100, milli
1/1000 og dixmilli 1/10000 úr einingu.
Eining flatarmálsins er ferhymingsmetrinn eða fer-
hymdur flötur, sem er 1 metri á hlið. Til stærri mælinga,
t. d. landmælinga, er notaður ari, sem er 100 m2 að stærð,
eða jafnstór ferhymdum fleti, sem er 10 metrar á hUð.
Sömuleiðis hektari, sem er 100 arar.
Eining rúmmálsins er teningsmetrinn eða teningur, sem
er 1 metri á hvem veg. Til lagarmáls er notaður lítri, en
hann er að rúmmáli jafn 1 teningsdecimetra eða 1/1000
úr teningsmetra.
Eining vogarinnar er grammið. 1 gramm er þungi 1
teningscentimetra af efnafræðilega hreinu vatni, sem er
4° heitt á Celciushitamæli. í daglegu lifi er mest notað
kílógrammið, sem er jafnt þunga 1 lítra af samskonar
vatni.
Af nöfnum metrakerfisins eru aðeins sum notuð í dag-
legu lífi og eru þau oft skammstöfuð eins og sést á eftir-
farandi töílu.
M.ÁLEININGAR OG VOGAREININGAR
METRAKERFISINS.
Lengdarmál:
1 myriametri (mrm) = 10 kilometrar = 10000 metrar
1 kílómetri (km) = 10 hektometrar = 1000 metrar
1 hektometri (hm) = 10 dekametrar = 100 metrar
1 dekametri (dam)' = 10 metrar
1 metri (m) = 10 desimetrar
1 desimetri (dm) = 10 sentimetrar = 1/10 metrar