Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 145
143
1 pound (lbs) = 16 ounces = 0,4536 kg
1 ounce = 16 drachms = 28,350 grömm
1 drachm = 60 grains = 3,888 grömm
1 grain = 0,064 grömm
1 stone = 14 lbs. = 6,3303 kg
1 stone kjöt = 8 lbs. = 3,6287 kg
1 quarter (qrt) = 28 lbs. = 12.7007 kg
1 hundredweight, centerweight (cwt) = 4 quarters
= 112 lbs. = 50.8024 kg
1 ton = 20 cwt. = 2240 lbs. = 1016,05 kg
1 USA ton — short ton = 2.000 lbs. = 907,1853 kg
USA cental = 100 lbs. = 45,36 kg
UM LANDAURAREIKNING
Ejtir Þorkel Jóhannesson.
Öll verzlunarviðskipti manna 1 milli krefjast verð-
lagningar og jafnaðar með nokkrum hætti, er tryggi
þeim, sem hlut eiga að máli, jafnkeypi. Eins og allir vita,
fer verzlun nú á dögum fram með þeim hætti, að kaup-
andinn greiðir verð vörunnar í peningum. En slík við-
skipti eiga sér ekki langa sögu. Kalla má, að öll verzlun-
arviðskipti færu hér fram með vöruskiptum allt fram um
síðustu aldamót. Undantekningar frá þeirri reglu voru
óverulegar. Bændur og fiskimenn lögðu vörur sínar inn
í verzlun gegn öðrum vörum. Peningar voru sjaldséðir
og greiðslur í peningum voru sjaldgæfar og á fárra færi.
í fyrri daga var þó enn minna um peninga. Dálítið mun
hafa slæðst inn í landið af erlendri mynt á 15. og 16.
öld, gull og silfur, er líklega var mest brætt upp og notað
til þess að smíða úr því ýmislegt, skartgripi, könnur,
staup og þess háttar, og gætti því peninga lítið í við-
skiptum. Á einokunaröldinni var lengst af mjög ltið um
það, að peningar væru fluttir inn i landið, enda ekki
til þess ætlazt, að þeir væru notaðir í innanlandsvið-
skiptum, og sjálfir vildu kaupmenn, sem minnst verzla
gegn peningagreiðslu. Þeir græddu meira á vörum. En
hentugt þótti a. m. k. er á leið, að gjöld í konungssjóð
væru greidd í peningum. Á ofanverðri 18. öld fer þó
peningareikningur að tíðkast nokkuð, þar sem áður var