Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 146
144
reiknað eftir landaurum, að fornum sið. Eru þá teknar
upp launagreiðslur til hinna helztu embættismanna 4
peningum eða að peningaverði. Olli miklu um þetta, að
hagur alls almennings gerðist óhægur vegna ýmiskonar á-
falla, fjársýki og harðinda, og fátækt var mikil og almenn,
en jarðeignir leigðust; illa, svo að t. d. biskupstólarnir
með öllu, sem þeim fylgdi — en tekjur þeirra voru að
miklu leýti tekjur af fasteign, — lenu í meira og minna
basli og lauk svo, að stólseignir voru seldar og biskupum
launaö í peningum, cg svo fleiri embættismönnum, er
opinberum embættum fjölgaði. Sú ráðstöfun þótti góð
í bili, en skjótt fengu menn að kenna á því, að þótt tekj-
ur af jarðeign gætu þorrið vegna örðugs árferðis, voru
peningarnir hvergi nærri fulltryggir í verði. Sló heldur
en ekki í bakseglin. um og eftir aldamótin 1800, er pen-
ingarnir féllu mjög í verði og verðlag hækkaði, unz yfir
tók í lok Napoleo'nsstyrjaldanna, er danska ríkið varð
gjallþrota og bankaseðlar verðlausir. Er óþarfi. að rita
hér um verðgildi peninga og gengisfall. Allt slíkt er
mönnum nú á dögum næsta vel kunnugt.
Undirstaða undir innanlandsviðskiptum hér á landi frá
upphafi vega var landaurareikningurinn. Leyfar hans
sjáum vér enn í dag í verðlagsskrám þeim, sem árlega
eru samdar í hverjum hreppi á landinu og birtar eru fyrir
hverja sýslu í Stjórnartíðindunum. Þeir, sem þessar
skrár semja og lesa, vita því að sjálfsögðu nokkur skil á
þessu efni og svo ýmsir rosknir og ráðnir sveitamenn,
sem muna þá daga, er slíkur reikningur var meira en
formið tómt. En hinir eru flestir, sem lítið vita um þetta
efni og óglöggt eða alls ekkert. Skal hér reynt að gera
stutta grein fyrir þessu merkilega verðmálskerfi..
Grundvöllur landaurareikningsins var kúgildið, kýrin,
gallalaus meðalkýr á góðum aldri. í kvikfjárræktarlandi
er kvikfé handhægur og hentugur gjaldmiðill og eðlilegt
og vel til fallið að miða verðlag við það. Annað fornt
verðmálskerfi var vaðmálsreikningurinn. Þar var til
grundvallar lagt hundrað, þ. e. 120 álnir vaðmáls, miðað
við algengustu og ódýrustu tegund þess, er mest gekk
í verzlunum, meðan vaðmál var helzti útflutningseyrir
þjóðarinnar, eða allt fram um lok 13. aldar. Á þeim tíma
er kúgildið löngum lagt á 90—96 álnir, en á 14. öld féll