Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 147
145
vaðmál í verði, er það missti að miklu leyti gildi sitt
sem útflutningsvara, og upp frá því er kúgildi og hundrað
sam verðeining. Þetta kúgilda hundrað skiptist í 120 ein-
ingar, er nefndar voru jafnan „álnir“ þótt í fæstum til-
fellum, þar sem álnir koma fyrir í landaurareikningnum,
sé átt við vaðmálsálnir. 6 álnir eða V20 hundraðs, var
kallað eyrir, en 48 álnir eða 8 aurar var kallað mörk og
voru 2% mörk í hundraði. Samkvæmt þessu var svo verð
lagt á hvað eina, er komið gat til greina í viðskiptum
manna á milli af góðri og gildri framleiðsluvöru. Kvik-
fénaður eða fríður peningur, sem kallað var, var metinn
til jafns við kúna þannig: sex ær voru eitt kúgildi, fram-
gengnar og órúnar, með lömbum sínum, þ. e. loðin ær
og lembd í fardögum var metin á 20 álnir. 12 sauðir
veturgamlir eða 8 tvævetrir voru kúgildi eða hundraðs
virði. Hestar voru oftast metnir á 90 álnir, þ. e. gallalausir
áburðarhestar. MatVara var metin til fæðis mönnum og
giltu um þetta fastar reglur, þó út af gæti borið í harð-
indum, er skortur var á einstökum tegundum, t. d. smjöri.
6 vættir (vætt = 80 pd.) skreiður var lögð á hundrað,
10—15 fjórðungar smjörs, 4 vættir riklings, 400 merkur
skyrs, o. s. frv., sem of langt yrði upp að telja. í Búa-
lögum er verðlag þetta rakið í ýmsum smáatriðum. Þar
er líka greint, hvað gjalda skuli fyrir ákveðin verk, fæði
manns o. fl. þ. h. og og þótt einhverju hafi líklega munað
eftir héröðum í verðlagi einstakra framleiðsluvara, eins
og eðlilegt var, þá voru verðhlutföllin furðu föst og lítt
hagganleg. Gamlir menn muna eflaust enn eftir ýmsum
þessum viðskiptavenjum, er byggðar voru á þessu gamla
kerfi. Sjálfur minnist ég þess frá ungdæmi mínu, að
jafnaðarkaup var talið að gefa 1 pd. smjörs á móti
lýsipundi af nýjum fiski á Húsavík. Hvað smjörið eða
fiskurinn „kostaði" kom málinu ekki við.
EYKTAMÖRK.
Eftir Þorkel Þorkelsson.
Klukkur alls staðar á landinu eiga nú að sýna sama
tíma, þ. e. rniðtíma sólar á 15. stigi vesturlengdar. Sá há-
degisbaugur gengur um austanvert ísland (Hof í Vopna-
firði). Meðan sumartími er fyrirskipaður, er öllum klukk-