Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 4
Ökumaður átti að
greiða 124 krónur fyrir
að leggja örstutt í bíla-
kjallara og 1.800 króna
þjónustugjald að auki.
Maður hefði haldið að
umræddur ráðherra
hefði lært sitthvað af
fyrri ráðningarmálum.
Helga Vala
Helgadóttir, al
þingismaður
Af hverju getur hún þá
ekki dregið skipanina
til baka? Er það vegna
þess að það kosti ríkið
bætur, dómsmál,
póli tískan álitshnekki
fyrir Lilju eða afsögn?
Sigurjón B. Haf
steinsson, pró
fessor í safna
fræði við HÍ
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30
Fréttaumfjöllun fyrir alla.
í opinni dagskrá á virkum dögum
á Hringbraut og frettabladid.is
Upptaka sýnir að menn
ingarmálaráðherra segist
miður sín og biður safnafólk
að gefa Hörpu Þórsdóttur,
nýráðnum þjóðminjaverði,
grið. Safnafólk sakar Lilju um
gaslýsingu og vill að skipan
Hörpu verði dregin til baka.
bth@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Fréttablaðið hefur
undir höndum hljóðupptöku af
lokaorðum Lilju Alfreðsdóttur
menningarmálaráðherra á Safna
þinginu fyrir austan, þar sem hún
baðst velvirðingar á skipan í stöðu
þjóðminjavarðar í ljósi viðbragða.
Þar biður hún safnafólk að gefa
Hörpu Þórsdóttur, sem skipuð var
í stöðuna, grið og segist ein bera
ábyrgðina á að staðan hafi ekki
verið auglýst.
„Ég átta mig alveg á vonbrigð
unum og ef ég hefði áttað mig á að
þetta væri í raun og veru staðan þá
hefði ég gert annað. Ég bara – það
er ekkert mál fyrir mig að segja það
hér hátt og skýrt. En við verðum að
vinna með þetta.
Ég ber ábyrgð á þessu … þarna
kannski vanmat ég það að það væri
þörf á að auglýsa starfið,“ segir Lilja
einnig.
„… ef ég hefði áttað mig betur á því
þá hefði ég bara gert það – það hefði
ekki verið neitt mál – ég harma það
að við séum komin í þessa stöðu og
það er ekki ykkur að kenna … Ég er
bara miður mín yfir þessu.“
Haf þór Heide, aðstoðarmaður
Lilju, sagði í svari við ósk Frétta
blaðsins um viðtal við ráðherra í
gær að ranglega hefði verið haft eftir
Lilju í forsíðufrétt blaðsins í gær. Á
fundinum hefði ráðherra sagst hafa
vanmetið hvað það væri mikil þörf á
að auglýsa starfið. Hún hefði harm
að þá stöðu sem upp væri komin.
Skilningur viðstaddra á þinginu
sem Fréttablaðið hefur rætt við
Safnafólk vill skipan dregna til baka
bth@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA „Þarna finnst mér ráð
herra vera að stilla því þannig upp
að viðbrögðin hafi eitthvað með
persónuna að gera sem var skipuð,“
segir Helga Vala Helgadóttir, þing
maður Samfylkingarinnar, innt
viðbragða við því að Lilja Alfreðs
dóttir menningarmálaráðherra
sagði á Safnaþingi að hún hefði ekki
skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti
þjóðminjavarðar án auglýsingar ef
hún hefði séð viðbrögð samfélags
ins fyrir.
Helga Vala segir að ráðherra verði
að fara eftir þeirri meginreglu laga
að skipa í embætti að undangeng
inni auglýsingu en ekki eftir geð
þóttaákvörðun hverju sinni.
„Maður hefði haldið að umrædd
ur ráðherra hefði lært sitthvað af
fyrri ráðningarmálum sínum og
því er þetta alvarlegra en ella,“ segir
Helga Vala. n
Segir Lilju eiga að
læra af eigin sögu
sigurjon@frettabladid.is
NEYTENDAMÁL „Þetta er náttúru
lega allt sami hluturinn hvað sem
þú kallar það, þjónustugjald, inn
heimtugjald eða svoleiðis,“ segir
Breki Karlsson, formaður Neyt
endasamtakanna, um leyndan
kostnað sem birtist oft í verði,
gjarnan undir nöfnum eins og
þjónustugjald, tilkynningagjald,
greiðslugjald og svo framvegis.
Fréttablaðið fékk ábendingu
um einstakling sem ók inn í bíla
kjallara til að sækja maka sinn í
vinnu, einstaklingurinn greiddi
124 krónur í gjald fyrir viðveru
í kjallaranum og 1.800 krónur í
þjónustugjald.
Breki segir þetta þekkjast. „En
það er frelsi í verðlagningu hér,
þannig að í rauninni máttu rukka
hvað sem er, fyrir hvað sem er, fyrir
þá þjónustu sem þú veitir. Það sem
við leggjum áherslu á er að það sé
Kostnaður þurfi að liggja fyrir áður en þjónusta er þegin
ninarichter@frettabladid.is
HE ILB RIG ÐI S M ÁL „Við fögnum
þessari fjölgun heils hugar,“ segir
Steinunn Þórðardóttir, formaður
Læknafélags Íslands, um fregnir
af metfjölda nemenda í sérnámi
í heimilislækningum. Hún segir
aukninguna þó ekki duga til að
mæta þörfinni.
Í tilkynningu frá heilbrigðis
ráðuneytinu í gær kom fram að
95 læknar væru skráðir í sérnám í
heimilislækningum í dag, í saman
burði við 38 árið 2017. Umtalsverð
fjölgun sé fyrirsjáanleg og við bestu
aðstæður muni 57 læknar ljúka
náminu á næstu þremur árum.
„ Sa m k væmt út rei k n i ng u m
Læknafélagsins vantar 80 heimilis
lækna til starfa á landinu. Sá skortur
mun aukast með vaxandi íbúa
fjölda, ferðamannafjölda og öldrun
þjóðarinnar,“ segir Steinunn.
„Þetta er ekki að fara að fylla upp
í það tómarúm sem er þegar til
Metfjöldi í sérnámi en þörfinni er þó ekki mætt
Steinunn Þórðar
dóttir, formaður
Læknafélags
Íslands
staðar í mönnun. Á þessum þremur
árum sem 57 eru að útskrifast eru
30 læknar að hætta sökum aldurs.“
Steinunn segist sömuleiðis þekkja
dæmi þess að sérnámslæknar hafi
flúið úr sérnámi á Landspítalanum
yfir á heilsugæsluna út af ofurálagi
á spítalanum.
„Þannig að þar er líka mikill
skortur. Þetta er frekar lítill hópur,
þessi hópur sérnámslækna. Þegar
einn hópur styrkist er annar
kannski að veikjast á sama tíma.“ n
Lilja Alfreðs
dóttir er í
kröppum dansi
þessa dagana
og er tekist á
um túlkun orða
hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTYRGGUR ARI
er að Lilja hafi harmað eigið emb
ættisverk í ljósi viðbragða. Sigurjón
Hafsteinsson, prófessor í safnafræði
við Háskóla Íslands, var á þinginu.
Hann segir skýrt að Lilja hafi meint
að hún hefði gert hlutina öðruvísi
ef hún hefði lesið landslagið með
öðrum hætti.
„Af hverju gerði hún þetta? Það
hefur aldrei komið fram,“ segir Sig
urjón. „Það er ekki skýring að Harpa
sé hæf. Það vantar að ráðherra svari
af hverju hún geti ekki dregið mis
tök sín til baka, allir skildu það sem
svo að skipanin væri í hennar huga
mistök að hennar mati og af hverju
getur hún þá ekki dregið skipanina
til baka? Er það vegna þess að það
kosti ríkið bætur, dómsmál, póli
tískan álitshnekki fyrir Lilju eða
afsögn?“
Hólmar Hólm, ritari í stjórn
Íslandsdeildar ICOM, alþjóðaráðs
safna, sem staddur var á safnaþing
inu segir: „Hún harmaði að ákvörð
un hennar með skipanina hefði
farið svo illa í fólk. Það er náttúrlega
hálfgerð gaslýsing.“
Hólmar segir vitaskuld hægt að
draga skipan þjóðminjavarðar til
baka, að viðlögðum skaðabótum.
Anita Elefsen, safnstjóri á Síldar
minjasafninu á Siglufirði, var einnig
á þinginu.
„Mín upplifun er sú að þessar
afleiðingar sem þessi skipan hefur
haft hafi í raun komið henni í opna
skjöldu.“
Anita segir ekki tímabært að
svara spurningum um hvort hún sé
sátt við málalyktir. Málinu sé ekki
lokið.
„Mér finnst ég hafa dregið það úr
hennar svörum að ef hún hefði séð
fyrir viðbrögðin þá hefði hún farið
þá leið að auglýsa stöðuna.“ n
Breki Karls
son, formaður
Neytendasam
takanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
alveg kýrskýrt, áður en þú þiggur
þjónustuna, hvað hún kostar.“
Neytendasamtökin skoða reglu
lega ýmis gjöld.
„Við höfum í gegnum tíðina sett
út á ýmis gjöld, til dæmis í banka
kerfinu, innheimtu í jarðgöngum
og svo framvegis. Við erum sífellt
að skoða þetta og það er sífellt verið
að benda okkur á eitthvað og oft er
það þannig að fyrirtæki taka vel í
okkar ábendingar og lagfæra eða
breyta gjaldtöku,“ segir Breki. n
kristinnpall@frettabladid.is
FLÓTTAFÓLK Íslandi bárust 2.310
umsóknir um alþjóðlega vernd á
fyrstu sjö mánuðum ársins. Eru
það f leiri umsóknir en öll þrjú
árin á undan. Í mars bárust f leiri
umsóknir en allt árið 2020.
Þetta kemur fram í tölum frá
Eurostat, tölfræðiveitu Evrópu
sambandsins. Rúmlega helmingur
umsóknanna var frá konum. n
Miklu fleiri vilja
alþjóðlega vernd
4 Fréttir 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ