Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 10

Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 10
Framkvæmdastjóri hugbún- aðarfyrirtækisins Keeps segir að fyrirtækið vinni að því að útfæra síðasta púslið í sjálf- virknivæðingu ferðaþjónust- unnar. Fyrirtækið stefnir að því að byrja að selja vöruna í lok nóvember. magdalena@frettabladid.is Hugbúnaðarfyrirtækið Keeps er að þróa hugbúnaðarlausn sem aðstoðar fyrirtæki í ferðaþjónustunni að uppfæra myndir sínar á sölusíðum á skemmri tíma en áður og sparar þeim í leiðinni tíma og kostnað. Guð- rún Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að um sé að ræða síðasta púslið í því að umgjörð markaðssetningar ferðaþjónustunn- ar sé fullmótuð. „Nú eru ferðaþjónustuaðilar komnir með kerfi sem stýrir verði og framboði til söluaðila ásamt þrifa- kerfi, innritunarkerfi og fleiri kerf- um sem einfalda ferla og spara tíma. En lausnin okkar er í raun síðasta púslið en jafnframt það mikilvæg- asta til að sinna markaðssetningu og auka söluna,“ segir Guðrún og bætir við að hugbúnaðurinn geti nýst öllum aðilum ferðaþjónustunnar. Hún segir að ferðaþjónustuaðilar noti myndefni til að selja herbergi, matinn á veitingastöðum og afþrey- ingu eins og jöklaferðir og gullna hringinn. Þeir deila þessum mynd- um inn á helstu sölusíður Booking, Expedia, Viator, GetYourGuide og samfélagsmiðla, til dæmis Instagram og Facebook. „Eins og staðan er í dag þurfa þeir að innskrá sig á hverja og eina síðu og uppfæra myndirnar. Þetta er virki- lega tímafrekt og tekur oft um það bil tvo klukkutíma í hvert sinn. Þess- ir tímafreku ferlar eru þess valdandi að myndum er oft illa sinnt og þær sjaldan uppfærðar sem hefur áhrif á söluna. Okkar hugbúnaður leysir þetta vandamál og ekki nóg með það, heldur mun ferðaþjónustuaðil- inn geta haldið öllum myndunum sínum til haga með skipulögðum hætti á einum og sama staðnum.“ Guðrún segir að hún hafi unnið hjá Expedia-sölusíðunni í mörg ár og þá hafi hún fundið fyrir því að þegar kom að því að hlaða inn myndum eða uppfæra þær hafi allt í rauninni stoppað. „Ég kom auga á að hægt væri að gera ferlið einfaldara, þægilegra og skilvirkara. Til dæmis stilla það þannig að norðurljósamyndir séu sýnilegar yfir norðurljósatíma- bilið og að græn tún séu sýnileg yfir sumartímann.“ Guðrún segir að viðtökurnar hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. „Það er mjög mikill áhugi á þess- ari lausn. Við erum nú í samstarfi við tvö stærstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins sem eru ekki að nota þessa lausn í dag en væru til í að nota hana og eru því að þróa hana með okkur.“ Guðrún tekur fram að þau verði með tilbúna lausn í lok nóvember. Sú lausn sé þó ekki fullmótuð en notast verður við hana til að byrja með. „Varan verður enn í þróun en verð- ur í lok nóvember í söluformi. Við erum á fullu núna að tala við fjár- festa og það er mikill áhugi á þessari lausn. Við erum um þessar mundir að keppast við að koma vörunni í loftið. Síðan fer mikil vinna í að gera lausnina eins notendavæna og hægt er. Okkar markmið er að herja á íslenska og norræna markaðinn sem fyrst.“ n Síðasta púslið í sjálfvirknivæðingunni magdalena@frettabladid.is Sahara Academy er nýr skóli í staf- rænni markaðssetningu sem kennir jöfnum höndum fræðilega þekkingu og verklega færni í faginu. Nemendur læra að setja upp herferðir og mæla árangur þeirra í auglýsingakerfum miðla eins og Facebook, Instagram, Google og YouTube, og glíma við raunveruleg verkefni fyrir alvöru viðskiptavini. Skólinn er átta vikna nám undir handleiðslu skólastjóra og sérfræð- inga Sahara. Í gegnum námið takast nemendur á við fjölbreytt próf á vegum skólans auk þess að gangast undir próf frá Meta og Google sem vottar þau sem sérfræðinga. Davíð Lúther Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir í samtali við Markað- inn að ástæðan fyrir því að þau hafi stofnað skólann sé sú að þau hafi fundið fyrir því að fólk með mennt- un á sviði markaðssetningar skorti hagnýta þekkingu í faginu. „Að okkar mati ættu menntastofn- anir í meiri mæli að leggja áherslu á verklega kennslu samhliða bóklegri þekkingu. Það hefur vantað að okkar mati,“ segir Davíð og bætir við að þau hjá Sahara hafi ákveðið að grípa til sinna ráða. „Við héldum fyrstu önnina okkar í sumar og útskrifuðum sjö nemendur í ágúst. Við höfum í kjölfarið fengið heilmargar fyrirspurnir um skólann á samfélagsmiðlum og fundið fyrir miklum áhuga. Þess vegna ákváð- um við að fara af stað aftur þann 26. október næstkomandi.“ n Kenna hagnýta markaðssetningu Ari Björn Ólafsson tæknistjóri, Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri og Nína Auðardóttir, markaðsstjóri Keeps. MYND/AÐSEND Davíð Lúther vill að menntastofnanir leggi meiri áherslu á verklega kennslu. MYND/HRINGBRAUT Ég kom auga á að hægt væri að gera ferlið einfaldara, þægilegra og skilvirkara. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Keeps Að okkar mati ættu menntastofnanir í meiri mæli að leggja áherslu á verklega kennslu samhliða bóklegri þekkingu. Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Sahara Nánari upplýsingar veitir Gunnar Svavarsson | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf gunnar@kontakt.is | 892 1470 Til sölu kjöt- og matvöruverslun Um er að ræða gamalgróna kjöt- og matvöruverslun með gott orðspor. Veltan er um 240 milljónir króna. Verslunin, sem er um 220 fm að stærð, er á mjög góðum stað í íbúðahverfi miðsvæðis í borginni. Hún er í leiguhúsnæði, í eigu sömu aðila, og getur verið laus með skömmum fyrirvara 10 Fréttir 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.