Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 28.09.2022, Qupperneq 14
Sjá nánar á ns.is Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 29. október í Guðrúnartúni 1. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi samtakanna séu þeir skuldlausir við samtökin viku fyrir aðalfund og hafi tilkynnt um þátttöku með a.m.k. viku fyrirvara. Lagabreytingatillögur liggja fyrir. Í síðustu viku upplifðum við nýjan veruleika hér á landi þegar upplýst var á blaðamannafundi ríkislög- reglustjóra að tveir ungir menn sætu í gæsluvarðhaldi vegna gruns um skipulagningu á hryðjuverkum hér á landi. Lögreglan gaf þær upp- lýsingar sem hægt var að veita á þessu stigi rannsóknar og áfram hélt umræðan í samfélaginu næstu daga. Dómsmálaráðherra steig fram með gamalkunnan tón, boðar forvirkar rannsóknarheimildir, einhverjir nefna að auka þurfi við vopnaburð lögreglu og enn aðrir að efla þurfi rannsóknir með störfum lögreglu. Umræða um störf og valdheim- ildir lögreglu er afar mikilvæg enda verður hvers konar skerðing á frelsi og friðhelgi borgaranna að vera tekin af vandlega yfirveguðu máli og af slíku tilefni að öryggi borgaranna verði ekki fengið með neinum öðrum ráðum. Fyrir liggur að lögreglunni er gert að draga saman starfsemi sína á næsta ári, aðhaldskrafa er á málaflokknum í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar á sama tíma og lögreglan er undir- mönnuð og glímir við æ flóknari og viðameiri verkefni. Um árabil hefur verið kallað eftir auknu fjármagni til löggæslu í landinu án þess að því hafi verið svarað. Þá hefur líka verið kallað eftir meiri stefnumótun í störfum lögreglu, hvar setja skuli áherslur í störfum lögreglu, hvort hægt sé að flýta málsmeðferð flók- inna mála eins og kynferðisbrota og annarra ofbeldisbrota sem og hefur verið rætt að skipulögð glæpastarf- semi sé að aukast hér á landi og við því þurfi að bregðast. Ekkert af þessu gerum við án þess að tryggja nægan mannafla og fjármagn inn í málaflokkinn og það áður en tekin er ákvörðun um að heimila allar aðgerðir lögreglu án aðkomu dóm- stóla. Í umræðu síðustu daga hef ég einnig reynt að vekja athygli á því sem umræðan á að snúast um; hvað kom fyrir í lífi ungra manna sem mögulega taka ákvörðun um skipulagningu hryðjuverks? Hvað er það í okkar samfélagi sem elur af sér slíka heift? Það er að mínu mati mál málanna að við skoðum gaumgæfilega hvern- ig við búum að börnum okkar og ungmennum. Hvernig við sköpum þeim tækifæri til að eiga gott líf umvafin öryggi heimilis og fjöl- skyldu en ekki síður innan veggja skóla. Farsældarmálin sem unnin voru meðal annars í þingmanna- nefnd um málefni barna á síðasta kjörtímabili eru góðra gjalda verð en það verður að fylgja eftir þeim áformum sem þar voru svo þau komist til framkvæmda í verki en verði ekki orðin tóm. Farsældar- frumvörpin innihéldu tæki til að komast að vandanum en færri tæki til að mæta vandanum sem fundinn er. Á því hafði ég orð við meðferð málsins í þinginu. Við þurfum vitundarvakningu í samfélaginu fyrir því hversu mörg börn og ungmenni eru að sýna merki vanlíðunar. Árið 2014 mat 81% barna í efstu bekkjum grunn- skóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða en í dag meta einungis 57% barna andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Hvað er það í sam- félaginu okkar sem veldur þess- ari niðursveif lu? Það er eitthvað mikið að í ríku samfélagi þegar æ fleiri ungar manneskjur velja það að taka líf sitt áður en á fullorðins- árin er komið og það er furðulítill áhugi stjórnvalda á því mikla böli. Það ríkir líka andvaraleysi yfir því hversu margir ungir menn velja að hætta námi á framhalds- og háskóla- stigi og ættu tölurnar um útskrifaða úr háskólum landsins, sem sýna 70% kvenstúdenta á móti 30% karlstúd- entum, að láta viðvörunarbjöllurnar hljóma um allt samfélag. Félagslegt ójafnræði, sem skapast af ójafnri menntun milli kynjanna, er skaðlegt samfélagi til framtíðar. Það eykur á ójafnræði milli kynjanna sem við unnum mikið verk í að lagfæra þegar hallaði á konur á síðustu öld. Þar unnum við sigur en virðumst minna meðvituð um þetta mikil- væga verk í dag. Aukin skautun í samfélaginu, þar sem hópum er egnt saman, gerir ekkert annað en að ýta minni- hlutahópum enn frekar út á jaðar samfélagsins. Við verðum að spyrja okkur hvaðan kemur hatrið, hvaðan kemur illskan, hvað kom fyrir unga menn sem mögulega lögðu af stað í skipulagningu á hryðjuverkum í íslensku samfélagi. Það er mál mál- anna og þar þurfum við samfélags- legt átak. n Hvað kom fyrir? Helga Vala Helgadóttir þingflokk s- formaður Sam- fylkingarinnar Fyrir nokkrum vikum var ég ásamt nokkrum öðrum leiðsögumönnum sendur út á land til verkefna. Við fengum morgunverð í gistihúsi en okkur brá mjög í brún við uppgjör veittrar þjónustu þegar við sáum að upp var sett verð í evrum en ekki íslenskum krónum. Nú, við þessu var ekkert unnt að gera nema ganga frá greiðslum. Skiljanlegt er að erlent fólk sem fæst við þjónustu vilji selja hana með erlendum gjald- miðli sem það ber meira traust til. En svona er þetta orðið á Íslandi. Evran hefur yfirleitt reynst íbúum Evrópusambandsins vel. Helst er að spákaupmenn kvarti enda er hagur þeirra ekki eins góður þar og í landi þar sem þeir geta haft veruleg áhrif á gjaldmiðilinn eins og íslensku krón- una. Mörg dæmi eru um að íslenskir spákaupmenn skilji fyrirtæki í þroti eftir að hafa yfirskuldsett það og komið jafnframt eigunum undan í annað fyrirtæki, jafnvel í skjól í erlendum skatta paradísum. Norski seðlabankastjórinn sem hér starfaði um nokkra hríð vildi rekja þessi undanskot og endur- heimta þetta mikla fé. Því miður gripu stjórnmálamenn fram fyrir hendurnar á honum og fékk hann engu um það ráðið. Íslenskir spákaupmenn virðast allt of lengi hafa haft marga íslenska stjórnmálamenn meira og minna í vasanum. Þeir vilja öllu stjórna, þar á meðal hvaða gjaldmiðil við notum og án þess að spyrja einn né neinn. Árið 2012 segir frá býsna miklum gróða eins af skjótt ríku íslensku spákaupmönnunum sem græddi 100 milljónir á þann einfaldan hátt að skipta íslenskum krónum í norskar í aðdraganda bankahruns- ins. Árið 1922 þegar íslenska krónan var tekin úr tengslum við dönsku Íslenska krónan – féþúfa braskara Árið 2014 mat 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða en í dag meta einungis 57% barna andlega heilsu sína góða eða mjög góða. krónuna byrjaði ballið. Nú er íslenska krónan örlítið brot af þeirri dönsku. Áhugavert er að lesa nær hundrað ára gömul blöð og tímarit þar sem vikið er að þessu braski: Þann 16.11.1921 má lesa í blaðinu Lögréttu þar sem Þorsteinn Gísla- son, afi Þorvalds Gylfasonar, var rit- stjóri: „Það er eins fyrir alla, að það er gengi á íslensku krónunni, svo að menn reikna með því, og svikamyll- an gengur áfram og íslenska krónan fellur meira og meira, á sama hátt og dæmin hafa gefist í öðrum löndum.“ Framangreind ummæli Þorsteins eru býsna kunnug reynsla á seinni tímum. Sama dag í Morgunblaðinu kveður einnig við vantrú á íslensku krónunni: „Hvernig fer það svo þegar kaup- menn og aðrir fara nú að selja íslenskar krónur, annaðhvort í Kaupmannahöfn eða með því að kaupa sterlingspund hér? Það er eins fyrir alla, að það er gengi á íslensku krónunni, svo að menn reikna með því, og svikamyllan gengur áfram og íslenska krónan fellur meira og meira.“ Í 7. árgangi Ársrits Hins íslenska fræðafélags 1923 segir: „Íslenska krónan hefur fallið í verði af því að gefið var út of mikið af seðlum og af því að landið safnaði skuldum. Ef haldið er lengra á þeim vegi, fellur íslenska krónan enn þá meira. Öll þjóðin verður að súpa seyðið af slíku, og borga skuldir eyðsluseggj- anna og fjárglæframannanna.“ Íslenska krónan hefur verið féþúfa braskaralýðsins á Íslandi í heila öld. Er ekki komið að vatna- skilum og að við breytum þessu í þágu venjulegs fólks? Fyrir allmörgum árum, eða á byggingartíma Kárahnjúkavirkj- unar, átti ég gott samtal við forstjóra ferðaskrifstofu nokkurrar. Tal okkar barst að verðskrá og verðlagningu ferðaþjónustunnar sem mér þótti óhóf lega há miðað við verðlag erlendis þaðan sem ferðafólkið okkar kemur. Þessi ferðaskrifstofa setti upp um 25-35% hærra gjald vegna næsta árs fyrir þjónustu sína. Íslenska krónan er ótrúleg skepna sem á oft ýmist til að hækka eða lækka sökum þess hve efnahags- mál íslenska samfélagsins er óstöð- ugt. Það þarf því að mæta dýrtíð innanlands ásamt rýrnun erlenda gjaldmiðilsins gagnvart oft allt of sterkri krónu. Að selja þjónustu í erlendum gjaldmiðli sem kann að verða verðminni að ári fylgir mikil áhætta enda hefur íslenska krónan tilhneigingu til að spenna upp allt verðlag og valda aukinni dýrtíð. Aðild Íslands að Evrópusamband- inu myndi eðlilega styrkja mjög allt efnahagslíf okkar og gera það heil- brigðara. n Guðjón Jensson eldri borgari og leiðsögumaður Árið 1922 þegar íslenska krónan var tekin úr tengslum við dönsku krónuna byrjaði ballið. Nú er íslenska krónan örlítið brot af þeirri dönsku. 14 Skoðun 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.