Fréttablaðið - 28.09.2022, Blaðsíða 16
Guðmundur
Hilmarsson
gummih
@frettabladid.is
Í hálfum járnkarli byrja kepp-
endur á því að synda 1.900 metra
í sjónum. Því næst tekur við 90
kílómetra hjólasprettur og síðasta
greinin er hálft maraþon eða 21,1
kílómetra hlaup.
Spurð að því hvenær hún hafi
ákveðið að taka þátt í þríþrautar-
keppninni og hver hafi verið
kveikjan að því segir Silja:
„Það var um síðustu jól sem
ég ákvað að skrá mig til leiks. Ég
smitaðist af vinkonum mínum
sem skráðu sig í sína fyrstu keppni.
Sem gamall íþróttamaður að sjá
þær vera að tala um að ætla að vera
með og sjá blikið í augum þeirra
gerði mig spennta fyrir þessu. Ég
hef verið að hjóla og þjálfa hjá
hjólreiðadeild Breiðabliks síðustu
árin og það var hópur frá Breiða-
bliki sem skráði sig í þrautina og
ég hoppaði í þennan hóp,“ segir
Silja, sem hefur komið að þjálfun
íþróttamanna úr mörgum íþrótta-
greinum en sjálf var hún fótfráasta
kona landsins í mörg ár auk þess
sem hún æfði handbolta og fót-
bolta.
Hvenær hófst undirbúningurinn
hjá þér fyrir járnkarlinn?
„Þegar ég skráði mig byrjaði ég
á því að reyna fyrir mér í sundi í
Ásvallalauginni í janúar. Ég var fín
í sundi í grunnskóla og ég ákvað
að taka stöðuna á mér. Ég gat varla
synt tíu metra í skriðsundi og
kunni illa að anda í skriðsundi.
Í kjölfarið ákvað ég að skrá mig
á sundnámskeið hjá Sundfélagi
Hafnarfjarðar og ég fékk mikið út
úr því. Það var virkilega skrýtið
að finna hvað maður var ógeðs-
lega lélegur. Ég var svo óörugg en
sundnámskeiðið gerði mikið fyrir
mig. Það var svo í maí sem undir-
búningurinn hófst fyrir alvöru
en eftir á að hyggja hefði ég átt að
byrja fyrr. Fyrstu sex mánuðina í
undirbúningsferlinu taldi ég mig
hafa gert mistök. Tímatakmörkin
í sundinu voru þau að þú þarft að
klára það á einni klukkustund og
tíu mínútum og ég sá ekkert fram
á að ná þessu. Ég fór því á nokkrar
felusundæfingar því ég þorði ekki
að mæta með vinkonum mínum.
En þetta small loks saman og ég
taldi mig geta náð þessu,“ segir
Silja.
Sund-partinn í járnkarlinum
kláraði Silja á 42 mínútum. Hún
var 3:11 klukkustundir að hjóla
kílómetrana 90 og hálfa mara-
þonið hljóp hún á tímanum 2:38
klukkustundir.
Fannst þú fyrir því að vera
stressuð þegar keppnisdagurinn
rann upp?
„Mesta óvissan var að ég hafði
ekki séð þríþraut almennilega
áður. Ég keppti á Laugarvatni í
sumar þar sem var bæði kalt og
hvasst og það voru mín fyrstu
kynni af þríþraut. Ég hafði ekkert
viðmið og sú þraut var mjög erfið
en mér tókst að klára hana. Mér
fannst mjög gaman að fá aftur
æfingaplan áður en keppnin hófst
á Ítalíu. Ég með íþróttakonuna í
bakpokanum að hafa eitthvað að
stefna að. Að vita, jú, ég er búin
að æfa og veit að ég get þetta. Svo
þurfti maður bara að klára verk-
efnið og hafa gaman af,“ segir Silja.
Æla og krampi
Það gekk á ýmsu hjá Silju í
þrautinni. Til stóð að keppt yrði í
heilum járnkarli á laugardegi og í
hálfum á sunnudegi. Mikið óveður
gekk hins vegar yfir á laugardeg-
inum þar sem tré rifnuðu upp með
rótum og dauðsföll urðu vegna
veðursins. Það var því ákveðið
að keppa í báðum greinunum á
sunnudeginum. „Það var mikill
stormur á laugardeginum og
heilum járnkarli var aflýst þann
daginn. Það kepptu því allir á
sunnudeginum og það var alveg
galið. Sjö þúsund manns að keppa
í einu og því eðlilega mikil traffík
á brautunum,“ segir Silja og bætir
við:
„Ég hafði aldrei synt í svona
stórum hópi og það var smá stress
hjá mér. Það var svolítið skrýtið að
sjá fólk synda nánast yfir mann og
það var erfitt að ná andardrætt-
inum í ró og ég fékk smá krampa.
En ég djöflaðist í gegnum sundið.
Ég hélt að ég hefði synt hægar en
tímann vissi ég ekki fyrr en allt
var búið. Hjólaleiðin var frábær.
Hún var frekar slétt en það var ein
hrikaleg brekka. Ég ældi á hjólinu
en vildi ekki stoppa. Ég held að ég
hafi eytt of mikilli orku í sundinu
og ég fékk bæði hausverk og ældi.
Ég tróð ofan í mig næringu og þá
fór mér að líða betur. Í hlaupinu
fékk ég krampa í lærið á síðustu 10
kílómetrunum. Það kom kannski
ekkert á óvart enda er ég gjörn á
að fá krampa. Þetta var flöt braut
þar sem hlaupnir voru tveir hringir
en það sem vantaði hjá skipu-
leggjendum var að geta hlustað á
einhverja tónlist eins og í Reykja-
víkurmaraþoninu. Í sex klukku-
tíma söng ég Larilei, lag sem maður
vill alls ekki syngja svona lengi.
Mér datt ekkert annað lag í hug,“
segir Silja.
Gott fjölskyldufrí
Silja segir að það hafi verið góð til-
finning að koma í mark.
Silja, með bleika sundhettu fremst á myndinni, að hefja sjósundið í þrí-
þrautarkeppninni á Ítalíu. Tími Silju í sjósundinu var 42 mínútur.
Siljar fagnar
því þegar hún
kemur í mark
eftir þrek-
raunina á Ítalíu.
MYNDIR/AÐSENDAR
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Það er alltaf gaman
að sigrast á áskor
unum og ég mæli með
því að allir finni sér verk
efni til að stefna að og
fari út fyrir þæginda
ramm ann. Það er hollt
og gott.
Silja Úlfarsdóttir
„Það var frábært og ógeðslega
gaman að heyra: You are an Iron
man. Fjölskylda mín var öll úti og
við ákváðum að gera úr þessari
ferð gott fjölskyldufrí. Fyrst var
það þríþrautarkeppnin þar sem
ég fékk að leika mér sem keppnis-
Silja. Svo tók við sólarströndin og
loks borgarferð. Það var virki-
lega gott að finna fyrir stuðningi
fjölskyldunnar í brautinni. Þegar
maður fer í svona verkefni sem
foreldri þá ertu ekkert einn í þessu.
Strákarnir voru með mér í þessu
allan tímann og þetta var svona
fjölskylduverkefni. Þegar ég horfi
til baka er ég svekkt yfir að hafa
ekki gert aðeins betur en raun ber
vitni en er ánægð með að hafa klár-
að verkefnið. Það er alltaf gaman
að sigrast á áskorunum og ég mæli
með því að allir finni sér verkefni
til að stefna að og fari út fyrir þæg-
indarammann. Það er hollt og gott.
Það kæmi mér ekkert á óvart að ég
færi aftur í járnkarlinn en akkúrat
núna langar mig bara til að fara að
hlaupa og lyfta og finna kraftinn
aftur.“ n
2 kynningarblað A L LT 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR