Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 22

Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 22
Allir sem þjást af augnbotnahrörnun ættu að íhuga að taka inn Ultra Macular™ til að fyrirbyggja frekari þróun augnbotnahrörnunar og þar með sjónskerðingu. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Ultra Macular™ augnvíta­ mínið er besta vörnin gegn framgangi augnbotna­ hrörnunar. Samsetning þess byggir á vönduð um vísinda­ rannsóknum og það inni­ heldur nauðsynleg vítamín og steinefni. Ultra Macular™ augnvíta mínið hægir á framgangi augnbotna­ hrörnunar og er ætlað þeim sem hafa greinst með sjúkdóminn og sumum þeirra sem eru í fjöl­ skyldum þar sem sjúkdómurinn er ættgengur. Ultra Macular™ er eina augnvítamínið á markaðnum hérlendis sem inniheldur öll nauð­ synleg vítamín og steinefni sem fólk þarf á að halda. Að sögn Hildar Sigursteins­ dóttur, markaðsfulltrúa heild­ verslunarinnar MAGNUS ehf., er samsetning Ultra Macular™ byggð á niðurstöðum nýjustu rannsókna á þessu sviði sem nefnast AREDS 2. „AREDS 2 braut blað í fyrirbyggj­ andi meðferðarmöguleikum þar sem sérstaklega hefur verið lagt upp úr réttum hlutföllum andox­ unarefna og vítamína til að ná sem bestum árangri,“ segir Hildur. „Allir sem þjást af augnbotna­ hrörnun ættu að íhuga að taka inn Ultra Macular™ til að fyrirbyggja frekari þróun augnbotnahrörn­ unar og þar með sjónskerðingu. Einnig er mikilvægt að fara í reglu­ legt eftirlit hjá augnlækni sam­ hliða töku augnvítamínsins. Aðeins þarf að taka inn tvö hylki af Ultra Macular™ á dag, sem er til mikilla þæginda fyrir fólk, auk þess sem sparnaður hlýst af því að þurfa ekki að kaupa augn vítamín og fjölvítamín sitt í hvoru lagi,“ segir Hildur. „Ultra Macular™ inniheldur meðal annars lítið sink til að hlífa meltingarveginum og aðalbláber sem talin eru styðja við nætursjón og fullkomna samsetningu 16 fjöl víta­ mína.“ Hildur segir marga eiga erfitt með að gera greinarmun á þeim augnvítamínum sem í boði eru á markaðinum í dag. „Það er mikilvægt að hafa í huga að Ultra Macular™ augnvítamínið er byggt á vísindalegum rannsóknum frá hinni virtu stofnun National Institute of Health í Bandaríkjunum,“ segir hún. „Aldursbundin augnbotna­ hrörnun er algengasta orsök blindu og sjónskerðingar hjá fólki yfir sextugu á Vesturlöndum og því skiptir miklu máli að velja rétt þegar kemur að augnvítamínum. Fyrr­ nefnd rannsókn, AREDS 2, sýnir einmitt fram á að sú sérstaka samsetn­ ing andoxunarefna sem hér um ræðir minnki líkur á að augnbotna­ hrörnun þróist yfir á lokastig um 25%.“ n Ultra Macular™ fæst í öllum helstu apótekum. Vörn gegn augnbotnahrörnun Hildur segir Ultra Macular™ minnka líkur á að augnbotnahrörnun þróist yfir á lokastig um 25%. Aðeins þarf að taka inn tvö hylki á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 6 kynningarblað 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUREFRI ÁRIN Það er engin furða að botsía sé ein sú íþrótt sem helst hefur verið tengd við hressa ellismelli, en íþróttin er spiluð sem keppnisíþrótt og til skemmtunar um allan heim og hentar öllum aldri og getustigum. Botsía er hægt að spila í liði eða sem einstaklingur á móti and­ stæðingi og er þannig gert að það hentar nær öllum iðkendum á öllum aldri, með engar, litlar eða miklar hreyfihamlanir. „Botsía var lengi stunduð sem tómstundaiðja þar til hún var gerð að keppnis­ íþrótt árið 1984. Það ár var fyrst keppt í botsía á Ólympíuleikum fatlaðra,“ segir Andri Bjarnason, yfirþjálfari í botsía hjá Íþrótta­ félaginu Ösp. Ösp hóf starfsemi og æfingar í botsía árið 1980 og að sögn Andra hafa margir iðk­ endur æft íþróttina frá upphafi og þroskast með sportinu. Hreyfistjórn og útsjónarsemi Andri er 28 ára gamall. Hann útskrifaðist 2020 frá Háskólanum í Reykjavík með BSc­gráðu í íþróttafræði, en lokaverkefni hans var að hanna þjálfunarhandbók í botsía fyrir fatlaða iðkendur. „Ég kynntist íþróttahreyfingu fatlaðra árið 2018 þegar ég mætti á gestafyrirlestur í HR. Í byrjun var ég ráðinn sem aðstoðarþjálfari í botsía en eftir eitt ár tók ég við sem yfirþjálfari,“ segir Andri. „Í botsía er ávallt keppt með þrettán bolta óháð því hvort um liða­ eða einstaklingskeppni er að ræða, og óháð þátttakendafjölda. Bæði lið spila með merktum boltum sem eru annað hvort rauðir eða bláir og takmarkið er að kasta sínum boltum sem næst markboltanum, sem er hvítur á litinn. Botsía reynir mikið á hreyfifærni og hreyfistjórn í efri líkama. Einnig þurfa keppendur að beita útsjónarsemi til að hafa betur í leiknum á móti and­ stæðingi.“ Oft mikið hlegið á æfingum Botsía er íþrótt sem öll geta stundað, á hvaða aldri sem er eða getustigi. „Einnig má geta þess að til eru hjálpartæki sem Keppnisskapið eykst bara með aldrinum Andri Bjarnason er yfirþjálfari í botsía hjá Íþróttafélaginu Ösp þar sem fólk á öllum aldri æfir íþrótt- ina. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI gefa hreyfihömluðum kost á að stunda íþróttina.“ Hjá Andra æfir hópur fólks á öllum aldri, en öll eiga það sameiginlegt að vera með einhvers konar fötlun. „Fjöldinn er breytilegur en í haust æfa 38 manns hjá mér. Þetta er fjöl­ breyttur hópur á breiðu aldursbili en um 13­14 eru á aldrinum 60 plús, þau hafa þó oft verið f leiri,“ segir hann. Andri segir botsía vera afar mikilvægan þátt í félagsstarfi eldri borgaranna sem mæta, en líka hjá öðrum iðkendum. „Margir eignast góða vini í gegnum botsía. Þetta er því mikilvægt hvað varðar félags­ lega þáttinn en líka þegar kemur að hreyfingu.“ Hann segir það líka gaman að horfa á þennan dreifða aldur þátttakenda blandast saman. „Oftast blandast fólkið mjög vel og jafnvel mjög ólíkir persónuleikar geta náð ótrúlega vel saman í leik. Það er oft mikið hlegið og gaman á æfingum.“ Keppnisskapið á efri árum Andri segir að það skemmtilegasta við botsía sé að sjá fólk vaxa og dafna og njóta sín meðal jafningja. „Sem þjálfari set ég alltaf ánægju og velferð iðkenda í forgang, og það hafa komið upp aðstæður þar sem ég hef bent einstaklingum á önnur félög eða hópa þar sem þeir gætu notið sín betur. Tvisvar á ári eru svo haldin Íslandsmót í botsía sem eru skipu­ lögð af Íþróttasambandi fatlaðra. Á haustin er svo haldið mót í einstaklingskeppni og á vorin er liðakeppni og eru margir af kepp­ endum komnir á fullorðinsár.“ Hvernig er með keppnisskapið hjá fullorðna fólkinu? Er það eitt- hvað sem eldist af manni? „Síður en svo. Keppnisskapið endist út ævina og eykst bara með árunum samkvæmt minni reynslu,“ segir Andri. n

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.