Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 28.09.2022, Qupperneq 30
 Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Útför okkar ástkæra Péturs Stefánssonar skipstjóra, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. september klukkan 13.00. Þórunn Halla Guðmundsdóttir Sigurveig Víðisdóttir Jóhann Jónsson Sigríður Rósa Víðisdóttir Gunnar S. Olsen Anna Aldís Víðisdóttir Ívar Sigurgíslason Ósk Víðisdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, langafi og bróðir, Ragnar Arnalds rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu, Kópavogstúni 12, þann 15. september. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. september kl. 16.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Hallveig Thorlacius Guðrún Arnalds Logi Vígþórsson Helga Arnalds Elías Halldór Bjarnason Sara, Úlfur, Ragnar Hrafn, Hallveig, Kolbeinn og óskírð Eldjárn Elín Laxdal Sigurður, Andrés og Ólafur Arnalds Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Hjörtur Gunnlaugsson bifvélavirki og verslunarstjóri, lést föstudaginn 23. september á Landspítalanum Fossvogi. Útför fer fram í Langholtskirkju 3. október kl. 13. Bryndís Gunnarsdóttir Gunnlaugur Jónsson Aðalheiður Ævarsdóttir Hjördís Sigrún Jónsdóttir Emil Borg Katla, Bryndís, Saga Guðrún, Arnar Borg og Ísak Borg Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Jóhannes B. Helgason Lundi 3, Kópavogi, áður Hamri, Þverárhlíð, lést á Landspítalanum, Hringbraut, þann 25. september. Anna J. Hallgrímsdóttir Hrefna Björk, Harpa Dís og Anna Sara Hallgrímur, Ásdís Elva, Ísabella Ýrr og Kormákur Logi Líney, Hafþór og Anna Karólína Ástkær unnusti minn, sonur, bróðir og vinur, Ólafur Jón Ólafsson lést 15. september. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 29. september klukkan 13. Gyða Björg Þórsdóttir Ólína Sigþóra Björnsdóttir Elín, Jakob, Ólöf Kristín, Björn Sigþór, Ómar Ari og Justin Leifur Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Hörður Lárusson Efstasundi 63, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 20. september. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 30. september kl. 10. Útförinni verður streymt á skjaskot.is/hordurlarusson Unnur Harðardóttir Jón H. Eiríksson Lárus Þ. Harðarson Tina Harðarson Tryggvi Harðarson Elín Harpa Jónsdóttir Anna Guðrún Harðardóttir Hallgrímur Guðmundsson Hafdís Harðardóttir Jóhann Jónsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Marsibil Jónsdóttir Bella lést á líknardeildinni í Kópavogi 20. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ferdinand Þórir Ferdinandsson Jón Friðrik Ferdinandsson Halisa Mekonen Magnea Guðný Ferdinandsdóttir Róbert Örvar Ferdinandsson Guðrún F. Þórðardóttir Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir Gauti Laxdal barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hallgerður Pétursdóttir Boðaþingi 24, Kópavogi, varð bráðkvödd laugardaginn 24. september. Útför auglýst síðar. Sigrún Jónsdóttir Gunnar Hólm Ragnarsson Jón Gauti Jónsson Sigrún Magnúsdóttir Sólveig Ásta Gautadóttir Vignir Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri Jón Ingvar Jónsson leiðsögumaður, Laugarnesvegi 114, Reykjavík, lést í Hamborg 26. ágúst sl. Útför hans fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.00. Streymt verður frá athöfninni á vef: https://youtu.be/zHYFkP3F7vY Brigitte M. Jónsson Jón Stefán Jónsson Eva Sólan Bríet Helga og Yrsa Röfn Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar og tengdapabbi, Guðmundur Ásmundsson lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Basking Ridge, New Jersey, sunnudaginn 11. september. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 3. október kl. 15. Helga Guðlaugsdóttir Hildur Guðmundsdóttir Bjarki Þór Friðleifsson Ásgrímur Guðmundsson og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, sem lést laugardaginn 17. september, verður jarðsungin fimmtudaginn 29. september frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Útförin hefst kl. 15.00. Ragnhildur Hjaltadóttir Kristján Hjaltason Rannveig Einarsdóttir Erlendur Hjaltason Aðalheiður Valgeirsdóttir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Guðmundur Magnússon og fjölskyldur Sögu Farsóttahússins í Þingholts- stræti eru gerð skil í nýútgefinni bók á vegum Sögufélagsins. arnartomas@frettabladid.is Sögufélag gaf nýlega út bókina Farsótt – Hundrað ár í Þingholtsstræti 25, eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Líkt og heiti bókarinnar gefur til kynna er þar rakin rík saga Farsóttahússins sem sinnt hefur ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina. „Ég var að skrifa ritgerð í sagnfræði- námi fyrir mörgum árum þegar ég las fyrst um þetta hús og sögu þess,“ segir Kristín Svava. „Mér fannst hún mjög áhugaverð og var búin að vera með hana bak við eyrað í þó nokkurn tíma.“ Þegar Kristínu vantaði síðan verkefni fyrir fáeinum árum sótti hún um styrk til að skrifa um húsið. „Ég gerði það kannski í pínu flippi, en svo fékk ég styrkinn og þá varð ég bara að gjöra svo vel og skrifa bókina!“ Það sem vakti áhuga Kristínar við sögu hússins var hve fjölbreytt og dramatísk hún er. „Það er ýmislegt í sögu Reykjavíkur sem mér fannst spennandi sem er hluti af sögu hússins,“ útskýrir hún. Farsóttahúsið var upphaflega byggt sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga árið 1884 þar sem fór einnig fram lækna- og ljósmóðurkennsla, þar á meðal kennsla í krufningum. Á tuttugustu öldinni varð húsið að svo farsóttarspítala. Húsið varð síðar gert að geðsjúkrahúsi áður en það varð að gistiskýli fyrir heimilis- lausa. Kristín Svava tekur fyrir fyrstu öld í sögu hússins, allt að árinu 1984, í bókinni. Það mætti halda að nýyfirstaðinn heimsfaraldur hefði mögulega verið Fjölbreytt saga Farsóttar Kristín segir nýyfirstað- inn heims- faraldur ekki kveikjuna að bókinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI kveikjan að bókinni en Kristín Svava segir að svo sé ekki. „Ég byrjaði að skrifa bókina áður en Covid kom en faraldurinn varpaði auðvitað öðruvísi ljósi á söguna sem ég var að vinna með,“ segir hún og hlær. „Þetta tímabil er ekkert rosalega langt frá okkur í sögunni – farsóttarspítalinn var þarna frá 1920 og fram til miðrar tuttugustu aldar – en þetta var allt annar veruleiki þar sem alls konar sjúk- dómar sem búið er að útrýma á Íslandi í dag voru sínálægir, til dæmis taugaveiki og barnaveiki.“ Meðal þess sem vakti áhuga Krist- ínar Svövu á farsóttasögunni var upp- lifun barna, en margir þessara sjúk- dóma voru ekki síst barnasjúkdómar. „Þarna voru litlir krakkar sem þurfti að senda í einangrun og maður sér augljóslega hvað hugmyndir hafa verið öðruvísi um það sem hægt var að leggja á börn,“ segir hún. „Þarna voru nokkurra ára gamlir krakkar sendir í einangrun fjarri fjölskyldum sínum, þau voru kannski fimm til sex ára og sáu mömmu sína bara í gegnum glugg- ann svo vikum skipti. Mæðurnar stóðu úti í Þingholtsstrætinu og veifuðu upp í gluggana til barnanna á sjúkrahúsinu.“ Krufningar, drepsóttir og geðlækn- ingar áttu svo eftir að setja svip sinn á ímynd hússins og upp spruttu ýmsar missannar sögur um það sem átti sér þar stað. „Þetta er frekar tilkomumikið viður- nefni á húsi, Farsótt,“ segir Kristín Svava. „Draugasögurnar sem gengu um það tengdust ekki síst gamla líkhúsinu sem stóð þar beint fyrir aftan. Það var rifið um miðjan níunda áratuginn en maður getur enn þá séð gömlu gólfflís- arnar úr krufningarstofunni í líkhús- inu fyrir aftan húsið í dag.“ n TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.