Fréttablaðið - 28.09.2022, Síða 34
BÆKUR
Skólaslit
Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Myndlýsing: Ari H.G. Yates
Fjöldi síðna: 265
Útgefandi: Mál og menning
Brynhildur Björnsdóttir
Ævar Þór Benediktsson, rithöf-
und, leikara, áhugavísindamann,
lestrarátaksstjóra og almennan
samfélagsbæti, þarf ekki að kynna
fyrir neinum sem hefur fylgst með
barnamenningu undanfarinn ára-
tug. Bókin sem hér er til umfjöll-
unar, Skólaslit, er hans tuttugasta
og níunda bók sem er ansi vel af sér
vikið á tiltölulega stuttum ritferli en
hún sver sig í efnistökum í ætt við
nokkrar fyrri bóka hans eins og Þína
eigin hrollvekju, Hryllilega stuttar
hrollvekjur og Fleiri hryllilega
stuttar hrollvekjur, að ógleymdum
bókaflokknum Bernskubrek Ævars
vísindamanns þar sem höfundur
leitar fanga í minni úr hryllings-
myndum og B-myndum frá því um
miðbik síðustu aldar.
Bókin Skólaslit er unnin upp úr
hrekkjavökudagatali þar sem einn
kafli birtist á samnefndri vefsíðu á
hverjum degi allan októbermánuð í
fyrra í þeim tilgangi að vekja áhuga
nemenda í grunnskólum á lestri
„á nýjan, frumlegan og skemmti-
legan máta. Sem okkur tókst“, eins
og segir í eftirmála bókarinnar sem
staðfestist með því að bókin rýkur
út eins og heit … miltu og framhald-
ið, Skólaslit 2, er á leiðinni í loftið.
Hefst með látum
Skólaslit hefjast með látum. Les-
andanum er þeytt inn í atburðarás
í skóla þar sem hrekkjavökuhátíðar-
höld hafa farið úr skorðum, svo
um munar. Án þess að vilja spilla
spennunni er lesendum ráðið frá
því að tengjast persónum um of þar
sem fljótlega kemur í ljós að upp-
vakningar eru ekkert lamb að leika
sér við og hálfir íþróttakennarar
gera ekki mikið gagn við að halda
uppi röð og reglu á skólalóðinni.
Bókin fylgir sígildum söguþræði
uppvakningamynda áttunda ára-
tugarins með óvæntum uppbrotum
og samsuðu við önnur hryllings-
myndaminni. Á köflum er hún ansi
blóðug og atvik gætu alveg skotið
einhverjum börnum skelk í bringu
en önnur munu taka þessum graf-
ísku lýsingum á óhugnaði fagnandi.
Fléttan er góð og gengur upp þó hún
trosni aðeins um miðbikið.
Bókin ber mörg helstu einkenni
höfundarins, léttan frásagnarstíl,
skemmtilega persónusköpun og
fyndni sem er oft mikilvæg en eink-
um þegar uppvakningar eiga í hlut.
Hryllingsáhugi barna
Myndlýsingar Ara H.G. Yates eru
einstaklega vel unnar, enda var
dagatalið sem bókin byggir á unnið
í samstarfi þeirra Ævars. Stíllinn
minnir um margt á Disney-teikni-
myndirnar um Finnboga og Felix
sem er vel við hæfi þar sem Ævar
ljáði persónum þar rödd sína og
myndirnar kynna nýjar persónur
til sögunnar með snaggaralegum
hætti. Umbrotið er líka einkar
skemmtilegt og sérstaklega er vert
að minnast á bitfarið neðst í hægra
horni bókarinnar.
Bókin er tileinkuð öllum þeim
sem hafa einhvern tíma setið í
skólastofu og velt fyrir sér eigin við-
brögðum ef til innrásar uppvakn-
inga kæmi. Áhugi barna á hryllingi
er greinilega mikill og hefur senni-
lega alltaf verið það, samanber
allar draugasögurnar. Einhverjar
kenningar eru til um að með því að
hugsa um yfirnáttúrulegan hrylling
séu börn að búa sig undir áföll og
það að lifa af ef heimsmynd þeirra
hrynur eða eitthvað skelfilegt á sér
stað. Ekki skal ég fjölyrða um það en
mæli hiklaust með því að æfa sig í
spennu, ótta, hugrekki og uppvakn-
ingabardögum með þessari bók. n
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og
spennandi hryllingssaga fyrir
krakka, ansi blóðug á köflum.
Algjör hryllingur
Alþjóðleg kvikmyndahátíð
í Reykjavík, RIFF, hefst í vik-
unni. Hrönn Marinósdóttir
stjórnandi fer yfir dagskrána
sem er vegleg að vanda.
tsh@frettabladid.is
RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík, verður haldin í 19. sinn
dagana 29. september til 9. október
í Háskólabíó og víðar um borgina.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi
RIFF, kveðst einkar stolt af hátíðinni
sem hélt velli í gegnum allan Covid-
faraldurinn þrátt fyrir samkomu-
takmarkanir.
„Við erum búin að halda ein-
hverjar útgáfur af RIFF í allan
þennan tíma og erum mjög stolt af
því. Við fundum bara leiðir til að
gleðja landann og halda hátíðina en
auðvitað fengum við færri erlenda
gesti. Ég held að það hafi verið
tveir erlendir gestir eitt árið en nú
eru þeir vel á annað hundrað, leik-
stjórar, blaðamenn, framleiðendur
og fleiri,“ segir hún.
Að sögn Hrannar ríkir mikil eftir-
vænting fyrir komandi hátíð meðal
RIFF-teymisins. Um 25 manns hafa
undanfarna mánuði unnið hörðum
höndum að undirbúningi, meðal
annars hannað nýtt RIFF-app.
„Það sem ég er einna ánægðust
með er hvað aðsóknin á RIFF er
búin að vera góð í gegnum tíðina,
þrátt fyrir miklar fortölur í upphafi,
og ekki síst hvað ungt fólk tekur
hátíðinni vel.“
Evrópskar verðlaunamyndir
Á RIFF er lögð rík áhersla á að sýna
evrópskar verðlaunamyndir sem
margar hverjar koma hingað beint
frá stærstu kvikmyndahátíðum
heims.
„Yfir 90 prósent af myndunum
sem við sýnum á RIFF eru myndir
sem koma ekki annars til landsins,
þrátt fyrir að þetta séu verðlauna-
myndir frá kvikmyndahátíðunum í
Cannes, Feneyjum og San Sebastian.
Ég held að fólk kunni að meta það,“
segir Hrönn.
Að hennar sögn eru slíkar myndir
alltof fátíðar í íslenskum kvik-
myndahúsum.
„Þessar myndir eru alltof lítið í
bíó í hefðbundnum sýningum. Ekki
er ég að gera lítið úr Hollywood-
myndunum og öllu því sem nær í
bíó hér á Íslandi en það hefur bara
komið í ljós að fólk kann að meta
fjölbreytnina og vill geta speglað
sig í evrópskum myndum.“
Opnunarmynd költleikstjóra
Opnunarmynd RIFF er kvikmyndin
Vera eftir leikstjóraparið Tizza
Covi og Rainer Frimmel sem hlaut
verðlaun fyrir besta leikstjórann
og bestu leikkonuna á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
ár.
„Þetta er þriðja myndin sem við
sýnum eftir leikstjórana Tizza Covi
og Rainer Frimmel á RIFF. Þau eru
svona „költleikstjórar“, hún ítölsk og
hann austurrískur. Þau fengu tvenn
verðlaun fyrir myndina í Feneyjum
þar sem hún var frumsýnd nýlega,
þannig að við erum nánast fyrsta
landið í heiminum sem fær að sýna
hana,“ segir Hrönn.
Myndin fjallar um ítölsku leik-
konuna Veru Gemma, sem leikur
sjálfa sig í myndinni, en hún er
dóttir leikarans Giuliano Gemma
sem var einn þekktasti leikari Ítalíu.
„Hann lék mikið í spagettí-
vestrum, var svakalega sætur með
kúrekahattinn og margir þekkja
hann. Myndin fjallar svolítið um
það hvernig er að vera dóttir ein-
hvers sem er frægur. Hún er í
myndinni hugsanlega að læra að
setja mörk en fólk er svolítið að not-
færa sér hana af því hún á pening og
pabbi hennar heimsfrægur,“ segir
Hrönn.
Stórleikkona sækir Ísland heim
Heiðursgestur RIFF í ár er spænska
stórleikkonan Rossy de Palma,
músa og samstarfskona leikstjórans
Pedró Almodóvars til áratuga sem
kemur meðal annars fram í spjalli
með Halldóru Geirharðsdóttur.
„Við erum búin að vera í samtali
við Rossy de Palma lengi og unnið
að því að hafa fókus á Spán. Það er
gaman að sá draumur sé að rætast
núna og að við getum fært Spán
heim í stað þess að við Íslendingar
séum alltaf að fara til Spánar.
Rossy er náttúrlega bara ein
af þekktustu leikkonum
Evrópu. Hún er líka fyrir-
sæta og hefur mikið tjáð
sig um jafnréttismál og
hinseginmál,“ segir Hrönn.
Heiðursverðlauna-
hafar RIFF eru
tveir í ár, annars
vegar spænsk i
l e i k s t j ó r i n n
Albert Serra og
hins vegar sviss-
ne sk i k v i k-
myndagerðar-
m a ð u r i n n
Alexandre O.
Philippe.
„Albert Serra tók einu
sinni mynd á Íslandi en
hann er líka költleik-
stjóri. Svolítið alvarlegri
týpa en Rossy en rosa
mikils metinn. Hann
fær heiðursverðlaun RIFF
fyrir framúrskarandi
listræna sýn sem Vigdís
Finnbogadóttir ætlar að
afhenda. Á sama tíma fær
Alexandre O. Phil ippe líka verðlaun
sem verða veitt í móttöku í Máli og
menningu föstudaginn 30. septem-
ber,“ segir Hrönn.
Sérstakt ástand í samfélaginu
Þema RIFF þetta árið er dregið
saman í eina spurningu: Bakslag.
Hvað í f******** er í gangi? Að sögn
Hrannar hefur hátíðin lagt aukna
áherslu á samstarf við ólíka sam-
félagshópa um að nýta áhrif kvik-
myndagerðar til að fjalla um brýn
málefni: „Kvikmyndin er svo sterk-
ur miðill og getur haft svo mikil
áhrif,“ segir hún.
„Í flokknum Önnur framtíð erum
við með átta heimildarmyndir sem
fjalla um hin og þessi samfélags-
legu mál sem snerta okkur öll;
sjálf bærni, jafnréttismál, stríð og
svo framvegis. Meðal annars sýnum
við myndina Stelpnagengi sem
fjallar um ungan áhrifavald, ungl-
ingsstelpu í Þýskalandi, og foreldra
hennar sem hætta að vinna og fara
að reka dóttur sína sem eins konar
fyrirtæki.“
Haldið verður málþing í tengsl-
um við myndir í f lokknum Önnur
framtíð þar sem Bogi Ágústsson
fréttamaður mun stýra pallborðs-
umræðum og ræða við gesti, svo
sem Ólaf Ragnar Grímsson, Sóleyju
Tómasdóttur og Eirík Bergmann,
um málefni á borð við umhverfis-
mál, sjálfbærni, hinseginmál, fem-
ínisma og popúlisma.
„Myndirnar á RIFF eru í fyrsta
lagi skemmtilegar en margar þeirra
hafa ákveðinn boðskap, þannig að
þú kannski labbar út af sýningu
aðeins víðsýnni og veist aðeins
meira,“ segir Hrönn.
Auk hefðbundinna k vik-
myndasýninga verða ýmsir sér-
viðburðir á dagskrá RIFF á borð
við Sundbíó þar sem Sundhöll
Reykjavíkur verður
breytt í The Truman
Show og Hellabíó
þar sem ný jast a
Múmínálfamyndin
og hryllingsmyndin
The Descent verða
sýndar í Raufar-
hólshelli. n
Samfélagsspegillinn RIFF
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, er einkar stolt af því að ná að halda RIFF í gegnum Covid-faraldurinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Spænska
stórleikkon-
an Rossy
de Palma
er heiðursgestur
RIFF í ár. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/GETTY
Opnunarmynd RIFF í ár er Vera eftir Tizza Covi og Rainer Frimmel sem hlaut
tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár. MYND/AÐSEND
22 Menning 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR