Fréttablaðið - 28.09.2022, Síða 35

Fréttablaðið - 28.09.2022, Síða 35
Kim Thúy hefur gefið út sex skáldsögur sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál. Ru, fyrsta skáldsaga hennar, kom út árið 2009. tsh@frettabladid.is Víetnamsk-kanadíska skáldkonan Kim Thúy kemur fram á höfunda- spjalli ásamt Auði Övu Ólafsdóttur í Alliance Française de Reykjavík á fimmtudagskvöld. Viðburðurinn er haldinn í tilefni íslenskrar útgáfu skáldsögunnar Ru, sem kom út fyrr á þessu ári í íslenskri þýðingu Arn- dísar Lóu Magnúsdóttur. „Það verður mikill heiður fyrir Alliance Française í Reykjavík að taka á móti Kim Thúy, kanadískum rithöfundi af víetnömskum upp- runa sem hlaut fjölda verðlauna fyrir bók sína „Ru“ sem kom út í Quebec árið 2009,“ segir í tilkynn- ingu. Samtal Kim Thúy og Auðar Övu fer fram á ensku með brotum úr Ru sem verður lesin á frönsku og á íslensku. Gestum gefst einnig tæki- færi á að spyrja spurninga. Dagskráin hefst klukkan 20.30 í húsnæði Alliance Française á Tryggvagötu 8. Boðið verður upp á léttar veitingar og hægt verður að kaupa bókina Ru á staðnum. Viðburðurinn er haldinn í sam- starfi við Benedikt bókaútgáfu, franska sendiráðið á Íslandi, kanad- íska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française de Reykjavík. Kim Thúy er fædd í Saígon árið 1968 og kom sem flóttamaður til Kanada ellefu ára gömul 1979, sem hluti af hópi sem kenndur var við „bátafólkið“. Hún býr í frönskumæl- andi Kanada og skrifar á frönsku. Kim Thúy hefur gefið út sex skáldsögur sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál. Ru, fyrsta skáld- saga hennar, kom út 2009 og hlaut góðar viðtökur, þar á meðal Gover- nor General's-verðlaunin 2010, ein æðstu bókmenntaverðlaun Kanada. Ru gerist árið 1968 þegar stríð geisar í Víetnam. Fjöldi fólks freistar þess að f lýja land í von um betra líf, þar á meðal er ellefu ára stúlka sem f lýr yfirstéttarlíf í Saígon, með viðkomu í malasískum flótta- mannabúðum, alla leið til Kanada. Þar verður hún bátaflóttamaður í smábæ og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli. Inn í söguna fléttast örlög fleiri Víet- nama, í Saígon og í Kanada, bæði á stríðs- og friðartímum. n Kim Thúy spjallar við Auði Övu Kim Thúy er víetnamsk-kanadísk skáldkona sem skrifar á frönsku. MYND/JEAN-FRANÇOIS BRIÈRE tsh@frettabladid.is Síðasta vika sýningar Margrétar Jónsdóttur, Útópía /Staðleysa, stendur nú yfir í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Sýn- ingin stendur yfir til 2. október og er opin alla daga á milli klukkan 14 og 18. Þar sýnir Margrét verk sem hún hefur unnið undanfarin þrjú ár og málað með náttúrulegum efnum. „Ég vinn út frá því sem ég nem í umhverfi mínu en ég hef lengi unnið út frá hugleiðingum um lífs- ævina og baráttuna sem því fylgir að stunda list sína með öllum þeim uppákomum sem því fylgir,“ skrifar Margrét í sýningarskrá. Margrét Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún á að baki tæplega fimmtíu ára langan starfs- feril og starfar við myndlist á Íslandi og í Frakklandi. Margrét stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands í frjálsri myndlist og grafískri hönn- un, mastersnám við Central Saint Martins College of Art í London og kláraði diplóma frá Kennaraháskól- anum. Hún hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Margrét var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikil- væg miðstöð í þróun framlínu- myndlistar á Íslandi. Hún er einn stofnenda Hagsmunafélags Mynd- listarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistar- manna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu lista- safna landsins. n Síðasta sýningarvika Margrétar í Grafíksalnum Margrét sýnir verk sem hún hefur unnið síðustu þrjú ár og málað með náttúrulegum efnum. MYND/AÐSEND Aðgát og örlyndi er ný þýðing á einni vinsælustu bók Jane Austen, Sense and Sensibility. Silja Aðalsteinsdóttir þýðir og skrifar eftirmála. Stórbrotið bókmenntaverk í þýðingu Péturs Gunnarssonar sem einnig ritar formála og skýringar. Hreinskilin og opin- ská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau. STÓRKOSTLEGAR BÓKMENNTAÞÝÐINGAR Innbundin Rafbók Innbundin Rafbók , Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA MIÐVIKUDAGUR 28. september 2022 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.