Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 16

Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Stærsta spurn- ingin er nefnilega þessi: Er umhverfis- vænn sam- hljómur í því að afla grænnar orku með því að ganga á landið? Ég lærði tvennt á stuttri við- dvöl minni í stjórn- málum: 1) Fjórir bjórar á kvöldi er hámarkið mitt. 2) Það er í nefnd- um sem vonin um betri veröld er jörðuð. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Fráfall Elísabetar Englandsdrottningar í síðasta mánuði virtist koma flestum í opna skjöldu. „Það sem við héldum að myndi aldrei gerast hefur nú gerst,“ lýstu fréttaskýr- endur yfir unnvörpum rétt eins og þeir hefðu haldið að drottningin væri goðsagnavera, einhvers konar blendingur einhyrnings og uppvaknings. En þótt drottningin hafi ekki reynst yfirskilvitleg átti sér stað dularfullur atburður í kjölfar andláts hennar. Bók eftir sérfræðing í franskri miðaldasögu skaust upp metsölulistann í Bretlandi. Bókin kom út árið 2006 og er túlkun höfundar á spám hins meinta sjáanda Nostradamusar sem uppi var á 16. öld. Þar spáir Nostradamus því, með aðstoð skýrandans, að Elísabet II. andist „um það bil árið 2022, í kringum 96 ára aldurinn.“ Móttillögur hinna settlegu Um síðustu aldamót gekk ég til liðs við ung- liðahreyfingu hins nýstofnaða stjórnmála- flokks Samfylkingarinnar. Þótt meginhvöt mín hafi verið partíin, fyllti hreyfinguna urmull af ungmennum sem hugðust breyta heiminum til hins betra. Ekki leið þó á löngu uns tvær grímur tóku að renna á unga eld- huga. Á fundum stjórnmálaflokksins var tilfinningaþrungnum tillögum ungliðanna iðulega mætt með móttillögu hinna settlegu um að setja málið í nefnd. Ég lærði tvennt á stuttri viðdvöl minni í stjórnmálum: 1) Fjórir bjórar á kvöldi er hámarkið mitt. 2) Það er í nefndum sem vonin um betri veröld er jörðuð. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði nýverið fjölmennustu nefnd Íslands- sögunnar sem ætlað er að „greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi“. Svandís sagði djúpstæða tilfinningu ríkja meðal almenn- ings um óréttlæti innan sjávarútvegsins. „Sú tilfinning tel ég að stafi aðallega af tvennu: Samþjöppun veiðiheimilda og þeirri tilfinn- ingu að ágóðanum af sameiginlegri auðlind landsmanna sé ekki skipt á réttlátan hátt.“ Í vikunni var tilkynnt um að matvælaráðu- neytið hefði falið samkeppniseftirlitinu að kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í íslenskum sjávarútvegi. Þótt útópía ungmenna Samfylkingarinnar væri grafin í nefnd skynjaði ég engu að síður barnslegan ákafa um einn málaflokk þar sem ég rölti við upphaf aldarinnar á sam- komum hins nýja flokks í leit að ókeypis bjór. Alls staðar var hvíslað um eitthvað sem kallaðist „fyrningarleið“ eins og um væri að ræða endurkomu Krists. Fyrningarleiðinni var ætlað að kollvarpa fiskveiðistjórnunar- kerfinu og tryggja ævarandi eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Margar nefndir hafa fjallað um fiskveiði- stjórnunarkerfið síðan. Síðasta skýrsla leit dagsins ljós í fyrra. Þar tókst þáverandi sjávarútvegsráðherra, Kristjáni Þór Júlíus- syni, listilega upp við að koma sér hjá því að svara þeim spurningum sem lagt var upp með. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti f lutningsmaður skýrslu- beiðninnar, sagðist ekki vita hvort hún ætti að hlæja eða gráta. Svandís Svavarsdóttir sér það sem allir sjá. Kvótinn hefur safnast á hendur fárra og þjóðin nýtur ekki nægilega góðs af sjávar- auðlindinni. Nefnd til að kanna hið augljósa er aðeins til þess fallin að drepa málinu á dreif. Mannkynið er haldið þeim órum að það geti sagt fyrir um framtíðina. Ég er enginn eftirbátur flóna fortíðar og hyggst því henda í spádóm: Mér segir svo hugur um að Íslend- ingar muni bíða jafnlengi eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og mannkynið eftir endurkomu Krists. Kannski, ef Íslendingar eru nógu óheppn- ir, mun djúpvitur 21. aldar fræðingur reka augun í þennan pistil eftir fimm hundruð ár, sjá að ég reyndist sannspá og útnefna mig hinn nýja Nostradamus. En þangað til verða skipaðar margar nefndir. n Það sem ég lærði í stjórnmálum Heitasta kartaflan í þjóðmála- umræðunni á Íslandi á næstu árum, jafnvel áratugum, varðar grænu leiðirnar sem affarasælast er að fara í átt að fullum orku- skiptum. Fyrir liggur sú pólitíska ákvörðun að skipta eldsneyti út fyrir græna orkugjafa svo Ísland uppfylli alþjóðlega samninga þar að lútandi – og það er með stærri og veigameiri stefnu- breytingum sem teknar hafa verið í stjórn- málum hér á landi um langa hríð. En andlag hennar er líka eitthvert flóknasta og viðkvæmasta úrlausnarefnið sem lög- gjafinn og þar með framkvæmdavaldið hefur staðið frammi fyrir á síðustu tímum. Og þar er rétt að vitna til orða forstjóra Landsvirkjunar sem hann lét falla á Fréttavaktinni á Hring- braut fyrr í vikunni um að frekari orkuupp- bygging á Íslandi snúist ekki lengur um pólitík, heldur verkfræði. Raunar bætti hann um betur og sagði að málið hefði ekkert lengur að gera með tilfinningar, heldur staðreyndir. Og svo féll stóra bomban í þessu þrútna fréttaviðtali við forstjóra Landsvirkjunar: Ef íslensk þjóð ætlar að meina eitthvað með fullum orkuskiptum á komandi tímum þarf að virkja vindinn, jarðhitann og vatnsföllin hér á landi til jafns við það sem þegar hefur verið virkjað. Þetta er mergurinn málsins. Og hér djarfar fyrir samtalinu í samfélaginu sem getur reynst því ofviða. Stærsta spurningin er nefnilega þessi: Er umhverfisvænn samhljómur í því að afla grænnar orku með því að ganga á landið? Hvernig finnum við jafnvægið á þeirri örfínu línu? Hvort vegur á endanum þyngra, óspilltar náttúruparadísir eða stóraukin þörfin fyrir endurvinnanlega orkugjafa? Og erfiðasta spurningin er líklega þessi: Munum við áfram búa í grænu landi ef við full- nýtum græna orkumöguleika okkar? Líklega stendur hnífurinn þarna í kúnni, þeirri þvermóðskulegu kvígu sem á stundum stendur svo fast í fæturna að ekkert getur við henni hreyft. En það minnir raunar á íslenska pólitík sem á það til að taka fýluna fram yfir skilningsríkt samtalið. Að endingu er það svo þversögnin. Ofan í allt kaupið. Fáar ef nokkrar þjóðir eiga jafn ríka möguleika á að skipta út úreltu og illa meng- andi eldsneyti fyrir hreina og endurnýjanlega orku og Íslendingar, en álíka fá lönd hafa jafn mikla hagsmuni af því að gæta náttúrunnar og eyjarskeggjarnir við ysta haf á norðurslóðum. Og þetta er klemman. Hún gæti náð tangar- haldi á íslenskri þjóð. n Heita kartaflan Gríptu með þér Fréttablaðið Fréttablað dagsins er í • Bónus • Kringlunni • Firðinum • Húsasmiðjunni SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.