Fréttablaðið - 08.10.2022, Síða 20
Veiðigjöld-
in eru leiga
fyrir rétt til
nýtingar á
verðmæt-
um en ekki
skattur.
Í raun var söngvasafn-
ið svo vinsælt að upp
úr því var sungið
nánast á hverju heimili
áratugum saman.
Eyjólfur
Tríóið Gadus Morhea, með
þau Eyjólf Eyjólfsson, Stein
unni Arnbjörgu Stefánsdóttur
og Björk Níelsdóttur innan
borðs, blæs til tónleikaveislu
um helgina þar sem það mun
flytja Fjárlögin, söngvasafn
Sigfúsar Einarssonar og Hall
dórs Jónassonar, og lofa þau
að rífa upp baðstofustemn
inguna.
bjork@frettabladid.is
Þetta byrjaði allt þegar
við Steina settum saman
tónlistardagsk rá f y rir
þjó ð bú n i ng a h át íði n a
Skotthúfuna í Stykkis
hólmi sumarið 2016,“ segir Eyj
ólfur aðspurður um upphafið. „Þá
var þemað Jörundur hundadaga
konungur og skipuleggjendum
hátíðarinnar þótti því viðeigandi
að bjóða upp á tónlistardagskrá
þar sem gerð yrði tilraun til að
sameina kvöldvökur baðstofanna
og tónlistarf lutning evrópskrar
hirðmenningar. Samhljómur lang
spilsins og barokksellósins gaf strax
ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Til Íslands rötuðu á öldum áður
aðalsmenn í ævintýraleit og ekki
ólíklegt að með í farteskinu hafi
verið tískuhljóðfæri af meginland
inu. Rétt eins og Þórarinn Eldjárn
lýsir á eftirminnilegan hátt í heim
ildarskáldsögunni Baróninum, er
franski aðalsmaðurinn á Hvítár
völlum leikur á knéfiðlu fyrir íbúa
Reykjavíkur undir lok 19. aldar. Við
fórum því að ímynda okkur barón
inn djammandi á sellóið með lang
spilsleikara á næsta bæ og hvernig
slíkur samruni forneskjulegrar bað
stofumenningar og þokkafullrar
heimsmenningar hafi hljómað.“
Samruni barokks og baðstofu
Björk bættist f ljótlega í hópinn og
hefur tríóið komið fram við hin
ýmsu tækifæri jafnt innan lands
sem utan. Þegar talið berst að nafni
tríósins, Gadus Morhea, verður
Steinunn fyrst til svars.
„Þegar við fórum að huga að nafni
á tríóið varð mér hugsað til Frakk
landsáranna. Þá keypti ég íslenskan
þorsk í matinn þegar hann var í
boði. Hann var merktur Gadus mor
hua sem er latína og þýðir Atlants
hafsþorskur. Þetta latneska heiti
kom í hugann því það rímaði vel við
þvermenningarlegar áherslur í tón
listarnálguninni okkar. Enda fátt
jafn þjóðlegt og alþjóðlegt í senn og
þorskurinn góði,“ segir hún.
„Enda hryggjarstykkið í efnisskrá
Gadus Morhua íslensk og erlend
þjóðlög, einsöngslög í eigin útsetn
ingum og frumsamið efni þar sem
f léttast saman hljómheimar bar
okksins og baðstofunnar á nýstár
legan hátt,“ segir Eyjólfur og bætir
við í léttum tón: „Við stöndum í
þeirri meiningu að okkur sé jafnvel
að takast að búa til nýja tónlistar
stefnu sem við köllum baðstofu
barokk.“
Nú um helgina mun tríóið blása
til tónleikaveislu og flytja Fjárlögin,
söngvasafn Sigfúsar Einarssonar og
Halldórs Jónassonar frá árunum
1915 til 1916. Fyrri tónleikarnir
verða í kvöld í Stokkseyrarkirkju
og þeir síðari á morgun, sunnudag,
í Mengi.
„Þetta eru einfaldlega skemmtileg
og falleg lög, en falla líka vel að þess
um þvermenningarlegu áherslum
okkar,“ segir Eyjólfur. „Þetta eru
mikið til erlendar lagasmíðar við
íslensk átthaga og ættjarðarljóð og
nutu mikilla vinsælda um nokkurt
skeið. Í raun var söngvasafnið svo
vinsælt að upp úr því var sungið
nánast á hverju heimili áratugum
saman.“
Þjóðlaga-usla-sveit
Steinunn segir Mengi frábæran
vettvang fyrir tónlistarflutning af
þessu tagi enda skapi rýmið mikla
nánd.
„Við ák váðum að vera með
æfingabúðir í Roðgúl á Stokkseyri
þar sem Eyjólfur er nýorðinn hús
ráðandi. Því þótti okkur gráupplagt
að f lytja Fjárlögin einnig í Stokks
eyrarkirkju og erum svo heppin að
fá til liðs við okkur ungan organista
úr sveitinni, Pál Nóa Stefánsson.“
Björk segir tónleikana fyrir alla
tónlistarunnendur.
„Kannski sérstaklega fyrir þá sem
hafa gaman af því þegar djöflast er
aðeins í forminu. Við köllum okkur
stundum þjóðlagauslasveit þar
sem tónlistarf lutningurinn ein
kennist gjarnan af óvæntum ból
félögum; frumsömdu efni í bland
við ævafornt, dökkleitt langspil
úr innstu kynstrum baðstofunnar
og f lautuleik úr furðuskógi eins
og Arnar Eggert Thoroddsen lýsti
okkur eitt sinn.“ n
Tríó sem djöflast í forminu
Ólafur
Arnarson
n Í vikulokin
BJORK@FRETTABLADID.IS
Gadus Morhea
er latneskt heiti
yfir þorsk og
þótti þeim það
ríma vel við þær
þvermenningar-
legu áherslur
sem þau aðhyll-
ast í tónlistar-
nálgun sinni.
MYND/FRANCISCO
JAVIER JÁUREGUI
NARVÁEZ
Svandís Svavarsdóttir hefur „samið
við“ Samkeppniseftirlitið um
að gera úttekt á eignatengslum í
íslenskum sjávarútvegi. Niðurstöð
ur skulu liggja fyrir í lok næsta árs.
Tekur virkilega 15 mánuði að taka
saman þessar einföldu upplýsingar?
Þegar Sjálfstæðisflokkur og Fram
sókn hleyptu Svandísi í sjávarút
vegsráðuneytið var það hluti af
samkomulaginu að hún mætti í
engu hróf la við neinu sem máli
skiptir varðandi fiskveiðistjórnun.
Hvað gæti komið út úr þessari
skýrslu sem ekki er vitað fyrir? Allt
eru þetta opinberar upplýsingar
og orðhengilsháttur að tala um 15
mánaða úttekt.
Þetta er sýndarmennska til að
þykjast hafa gert eitthvað þótt
áfram sé haldið í gjafakvótakerfið
og smánarleiga greidd fyrir afnot
af sjávarútvegsauðlindinni sem er í
eigu þjóðarinnar.
Veiðigjöldin eru leiga fyrir rétt
til nýtingar á verðmætum en ekki
skattur. Enginn munur er á veiði
gjöldum og húsaleigu. Hvort tveggja
er greiðsla fyrir afnot af verðmætum
sem aðrir eiga.
Varla getur verið nema nokk
urra daga verk að taka saman þessi
eignartengsl. Allt liggur þetta fyrir:
n Ísfélag Vestmannaeyja á
Hraðfrystihús Þórshafnar.
n Brim á Vopnafjörð og Út-
gerðarfélag Reykjavíkur á 40
prósent í Brimi.
n Samherji á 37 prósent í Síldar-
vinnslunni sem á Vísi og einn-
ig á Samherji ÚA.
n Kaupfélag Skagafjarðar á
FISK, Skagaströnd, Hólmavík,
Grundarfjörð og 32 prósent í
Vinnslustöðinni.
Sýndarmennska í blekkingarskyni
Ekki tók nema nokkrar mínútur
að tína saman þessi meginatriði í
eignatengslum í íslenskum sjávar
útvegi.
Annað er lítilvægt.
Hins vegar mætti mögulega taka
nokkra mánuði – varla þyrftu þeir
að vera 15, kannski 4 til 5 – í að gera
úttekt á eignatengslum íslensks
sjávar útvegs inn í aðrar greinar
íslensks atvinnulífs. Mjög athyglis
vert er að skoða hvernig hagnaður
inn vegna gjafakvótans er nýttur í
uppkaup á stórum og ráðandi fyrir
tækjum í öðrum greinum. n
Barnum Uppi
Fyrir ofan Fiskmarkaðinn leynist
notalegasti bar bæjarins, Uppi. Full
kominn staður fyrir rómantík eða
stund með góðum vinum þar sem
velja má úr einstöku vínsafni, girni
legum kokteilum eða bjór. Happy
hour er alla daga á milli 16 og 18 og
boðið er upp á mat frá neðri hæð
inni frá klukkan 17.30. Fyrir þá sem
vilja er hægt að bóka prívat herbergi
og fá þannig sérhannaða upplifun.
Berlínum í Berlín
Berlínur bjóða upp á leiðsögn á
íslensku um menningarborgina
Berlín. Sælkerar geta skellt sér í
sælkeraferð og sögunördarnir geta
fengið leiðsögn sem tengist myrkri
sögu nasismans. Þá er hægt að bóka
pláss í hjólreiðaferðir eða bregða sér
í túr um brot af því besta. Fyrir þá
sem vilja kynnast borginni betur,
eða þá sem eru að heimsækja hana
í fyrsta sinn, er hér æðislegur mögu
leiki á að gera góða ferð betri. n
Við mælum með
Jóna Björg Jónsdóttir segir í einlægu viðtali frá
veikindum eiginmanns síns, Yngva Þórs Lofts
sonar, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn
aðeins rétt rúmlega sextugur.
„Í dag veit Yngvi ekki hvaða dagur er, ekki
hvað hann er gamall, hefur ekkert fjármálalæsi
og þekkir hvorki mig né börnin. Ástandið er mjög
sársaukafullt fyrir okkur öll, fjölskyldu, ættingja og
vini,“ segir Jóna.
Alzheimer er grimmur sjúkdómur sem rænir fólk
sjálfinu og hefur hann ágerst hratt í tilfelli Yngva. Jóna
hætti að vinna fyrir nokkrum árum til að annast eigin
mann sinn en í upphafi árs var þeim sá eini kostur fær
að hann flytti á hjúkrunarheimili.
En þótt Yngvi muni ekki eftir fjölskyldu sinni þá man
Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir honum. Yngvi
tók árið 1983 námslán til að læra landslagsarkitektúr í
Kanada. Lánið hljóðaði upp á 5.114.182 krónur og eftir
að greitt hefur verið af því í 33 ár eru eftirstöðvar þess
9.362.145 krónur.
Jóna segist hafa farið fram á það við LÍN að lánið yrði
fellt niður í ljósi aðstæðna en alltaf fengið sama svarið:
Ekki sé til lagaheimild sem heimilar niðurfellingu á
námsláni. Þingmenn Pírata lögðu undir lok síðasta
mánaðar fram þingsályktunartillögu um heimild til
niðurfellingar námslána.
Það væri skref í átt til meiri mannúðar að sú tillaga
yrði samþykkt. n
LÍN gleymir þér aldrei
En þótt
Yngvi
muni ekki
eftir fjöl-
skyldu
sinni þá
man Lána-
sjóður
íslenskra
náms-
manna
eftir
honum.
20 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR