Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 24
Sjón rifjar upp skáldaferilinn
í tilefni af afmælisútgáfu
heildarsafns ritverka hans.
Hann kveðst alla tíð hafa
verið maður færri orða heldur
en fleiri.
Sjón er búinn að eiga við-
burðaríkt ár. Í mars sendi
skáldið frá sér sína þret-
tándu ljóðabók, Næturverk,
í apríl var kvikmyndin The
Northman frumsýnd, sem hann
skrifaði ásamt bandaríska leikstjór-
anum Robert Eggers og í september
hlaut kvikmyndin Dýrið, sem hann
skrifaði ásamt Valdimar Jóhanns-
syni, tólf Edduverðlaun. Sjón átti
auk þess sextugsafmæli þann 27.
ágúst og í tilefni þess gefur Forlagið
út heildarsafn ritverka hans í við-
hafnarútgáfu.
Blaðamaður settist niður með
Sjóni á hverfiskaffihúsi hans, Kaffi-
húsi Vesturbæjar, til að ræða þessi
tímamót. Spurður um hvernig
honum líði með þetta allt saman
segir hann árið hafa verið fínt og
fagnar því að fá tækifæri til að gefa
út ljóðabók, enda voru sjö ár liðin
frá því hann sendi síðast frá sér slíka.
„Þar sem ég byrjaði nú sem ljóð-
skáld þá skiptir ljóðið mig alltaf
mjög miklu máli. Þarna eru kannski
þrjú, fjögur ljóð sem eru með því
sem mér finnst vera það sem ég hef
skrifað best á mínum ferli. Þannig að
ég tek ljóðlistina mjög alvarlega og
kannski of alvarlega því ég gef svo
sjaldan út ljóðabækur.“
Spurður um hvernig ljóðin verði
til segist hann stundum skrifa ljóð
fyrir ákveðin tilefni eða verkefni en
stundum komi þau hreinlega eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
„Það er svo geggjað finnst mér
þegar ljóð verða til, af því að fyrir
mér er hvert ljóð eins og smíðis-
gripur. Þetta er eins og gullsmíði og
það er svo merkilegt þegar maður er
kannski búinn að sitja við í tvo, þrjá
klukkutíma að vinna í einu ljóði að
horfa á það og átta sig á því að þessi
smíð, þessi gripur var ekki til í heim-
inum fyrir tveimur klukkutímum.
Ljóðið er alltaf einhvern veginn stað-
festing á sköpunarkrafti mannsins,“
segir hann.
Rambaði á dularfulla bók
Sjón heitir fullu nafni Sigurjón Birgir
Sigurðsson, fæddur 27. ágúst 1962
og alinn upp í Breiðholtinu. Fyrstu
kynni hans af ljóðlist, eins og hjá svo
mörgum af hans kynslóð, var í gegn-
um bókina Skólaljóð sem kennd var
í grunnskólum landsins í áratugi. En
það var þó önnur lítt þekktari bók
sem smitaði Sjón af skáldabakterí-
unni svo ekki varð aftur snúið.
„Svo gerist það þegar ég er fimm-
tán ára að það lendir í höndunum á
mér bók sem var gefin út af Náms-
bókaútgáfunni sem átti að vera
framhald af Skólaljóðunum og
hét Nútímaljóð. Þessi bók hún var
í geymslu í kjallaranum í Hóla-
brekkuskóla þar sem nemendafélag-
ið var með aðstöðu og ég ramba bara
á þessa bók. Hún var aldrei kennd,
ég hef aldrei hitt neinn sem hefur
lesið þessa bók eða bara séð hana
og ég held að ég sé ekki að ímynda
mér hana,“ segir hann.
Sjón minnist þess sérstaklega að
hafa lesið ljóðið Dymbilvöku eftir
Hannes Sigfússon, eitt lykilverk
íslenskrar atómljóðlistar, í bókinni.
„Ég man bara að fimmtán ára
gömlum þótti mér þetta gersam-
lega geggjað og ótrúlegt að það
mætti skrifa svona á íslensku. Þetta
var bara þruma og líktist engu nema
textum David Bowie og annarra
slíkra,“ segir hann.
Fimmtán ára með fyrstu bók
Fljótlega eftir að Sjón kynntist
nútímaljóðlist í gegnum Nútíma-
ljóð gerðist annar atburður sem átti
eftir að reynast örlagavaldur í lífi
hans. Um svipað leyti hafði hann
nefnilega tekið að sér að ritstýra
skólablaði Hólabrekkuskóla og til
þess fékk hann að taka ritvél heim
með sér í láni.
Skrifar ekki nema hjá
því verði ekki komist
Skáldið Sjón
stendur á tíma-
mótum á ferl-
inum. Hann varð
nýlega sextugur
og af því tilefni
gefur Forlagið
út heildarsafn
ritverka hans
í sérstakri af-
mælisútgáfu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
„Það þurfti að vélrita upp allt
blaðið og svo fannst mér að það
þyrfti að vera einhver ljóðlist í
þessu blaði. Ég birti nú eitt ljóð
eftir Stein Steinarr án þess að
spyrja kóng né prest og það var
myndskreytt. Svo minnir mig að
það hafi birst eitt eða tvö ljóð eftir
Þór Eldon sem var með mér í nem-
endaráði og var eitthvað byrjaður
að spá í þessu líka. Þannig að ég var
kominn með ritvél með mér heim
til þess að vinna í skólablaðinu og
byrjaði í rauninni að skrifa ljóðlist
á ritvélina.“
Að sögn Sjón var skólablaðið
prentað hjá ódýrasta prentara bæjar-
ins sem þá var Sigurjón Þorbergsson
í Letri. Letur var vinsæl prentsmiðja
hjá ljóðskáldum sem gáfu út bækur
sínar sjálf á borð við Dag Sigurðar-
son, Geirlaug Magnússon og Ólaf
Hauk Símonarson. Þetta varð Sjóni
innblástur og leiddi til þess að hann
gaf út sína fyrstu ljóðabók Sýnir árið
1978, þá á sextánda aldursári.
„Þetta kemur bara óvænt saman,
að unglingurinn uppgötvar ljóðið,
finnur leið til að koma því á blað
og kynnist á sama tíma því hvern-
ig er hægt að gefa út sjálfur. Ef ég
hefði ekki vitað af Letri þá hefði
ég örugglega ekki gefið út fyrr en
mörgum árum síðar, ef ég hefði
bara yfirleitt haldið þessu áfram,“
segir hann.
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
24 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ