Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 25

Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 25
Ég held að mikið af þessu fólki sem við vorum að skrifast á við hafi ekki haft hug- mynd um að þau hafi verið að skrifast á við unglinga í Breiðholti. Vörðum leiðina saman Innviðaráðuneytið býður, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður fjallað um nýsamþykkta byggðaáætlun. Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum, sem flestir eru haldnir milli kl. 15:00-17:00 á auglýstum fundardögum. Fundirnir verða haldnir í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams. Hægt er að skrá sig á vef Stjórnarráðsins — www.stjornarrad.is/vordumleidinasaman. Skráningu lýkur daginn fyrir hvern fund. Þátttakendur fá boð í tölvupósti til að tengja sig á fundina. Fundardagar: 10. október – Höfuðborgarsvæðið 11. október – Suðurland 18. október – Austurland 19. október – Norðurland eystra 20. október – Norðurland vestra 24. október – Vestfirðir 26. október – Vesturland 27. október – Suðurnes Stjórnarráð Íslands Innviðaráðuneytið Samráð með íbúum um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Bókmenntir og glæpir Þarna býrðu þér til rithöfundar- nafnið Sjón, sem er stytting á þínu eiginnafni Sigurjón og hefur fylgt þér alla tíð. Af hverju ákvaðstu að gera það? „Ég held að ég hafi verið innblás- inn af tvennu, annars vegar þessari hefð sem er á Íslandi fyrir því að fólk taki sér listamannanöfn; Kjar- val, Flóki, Steinn Steinarr. Þannig að það er svona hefð fyrir því að vera með listamannanöfn og stundum einmitt eitthvað svona einnefni. Svo var ég nú auðvitað líka undir áhrifum frá rokkinu og pönkinu þar sem fólk eins og David Bowie, Iggy Pop, Johnny Rotten og fleiri bjuggu sér til nöfn.“ Sjón segir þetta vera birtingar- mynd þeirrar neðanjarðarmenn- ingar og grasrótarstarfsemi sem blómstraði um það leyti sem hann var að taka sín fyrstu skref í menn- ingarlífinu. „Dulnefni eru til á tveimur stöð- um í samfélaginu; í ólöglegri neðan- jarðarstarfsemi, hvort sem hún er pólitísk eða glæpsamleg og oft er það skilgreiningaratriði, og í listum. Það er nefnilega svolítið áhugavert að þegar ég er að byrja þá er ennþá til það sem við getum kallað neðan- jarðarmenning. Ég hef verið svolítið hugsi yfir því á síðari árum að þetta fyrirbæri neðanjarðarmenning, það er eiginlega horfið.“ Í því samhengi vísar hann til franska rithöfundarins og handrits- höfundarins Jean-Claude Carrière sem sagði að það væru í raun bara tvær starfsgreinar í mannlegu sam- félagi sem krefjast engrar mennt- unar, annars vegar bókmenntir og hins vegar glæpir. Unglingar í Breiðholtinu Ekki er hægt að ræða neðanjarðar- menningu án þess að minnast á súrrealistahópinn Medúsu sem Sjón stofnaði árið 1979 ásamt félög- um sínum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þeim Einari Melax, Jóhamari, Matthíasi Magnússyni, Ólafi Jóhanni Engilbertssyni og Þór Eldon. Hópurinn varð til í gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á evr- ópskri framúrstefnu og súrrealisma en blómaskeið þeirrar stefnu var í kringum 1920-1950. „Þarna er í raun bara búið að afgreiða súrrealismann sem sögu- lega hreyfingu sem átti sinn tíma og átti ekkert erindi lengur. Ég man að maður stóð í miklum deilum hér á kaffihúsum og veitingastöðum um erindi Medúsu og hvað þetta væri. Fólk var bara fussandi og sveiandi yfir þessu og fannst þetta gamal- dags og hallærislegt,“ segir Sjón. Medúsa hélt myndlistarsýningar og ýmsar uppákomur, gaf út kasett- ur með tónlist og tímarit á árunum 1979-1986. Hópurinn var í miklum samskiptum við súrrealista erlendis en myndlistarmaðurinn Alfreð Flóki var milligöngumaður þess. Flóki var einn helsti lærimeistari Sjóns og kynnti hann fyrir súrreal- ismanum með því að lána honum ýmsar bækur og tímarit, í hverjum mátti finna nöfn og heimilisföng annarra slíkra tímarita og súrreal- istahópa. „Það myndast tengsl við súrreal- istahópa í Bandaríkjunum, Frakk- landi, Portúgal, Japan, Argentínu, Kanada og úti um allt. Eitthvað af þessu fólki sýndi síðan í galleríinu okkar í Skruggubúð. Við gáfum út eitt tölublað af tímariti þar sem birt- ust þýðingar á textum eftir suma af þessum aðilum og það birtust ljóð eftir okkur í tímaritum erlendis og við tókum þátt í útgáfu samnorræns súrrealistatímarits sem leiddi til þess að við stóðum fyrir norrænni súrrealistasýningu í Gerðubergi. Þetta erum við allt að gera á aldrin- um 17-22 ára. Ég hef oft skemmt mér yfir því að ég held að mikið af þessu fólki sem við vorum að skrifast á við hafi ekki haft hugmynd um að þau voru að skrifast á við unglinga í Breiðholti,“ segir Sjón. Fékk sterka mannréttindasýn Sjón hefur um árabil verið mikill stuðningsmaður erlendra rithöf- unda á Íslandi og hefur verið í for- svari fyrir PEN, alþjóðleg samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra, hér á landi. „Ég fæ mjög sterka mannréttinda- sýn tiltölulega snemma og það á við allt sem lýtur að mannréttindum. Ég átta mig fljótlega á að það hljóti að koma að því í íslenskum bókmennt- um, íslensku menningar lífi, þjóðlífi og samfélagi að það breytist við að hingað komi fólk frá öðrum upp- runa og setjist hér að,“ segir hann. Sjón segir það hafa opnað augu sín að búa ásamt eiginkonu sinni, Ásgerði Júníusdóttur, í London 1995-97. Þá hafi hann upplifað hve mikilvægt það er fyrir rithöfunda af erlendum uppruna að fá stuðning og hjálp við að komast inn í bók- Heildarsafn ritverka Sjóns inniheldur allar skáldskögur og ljóðabækur skáldsins í níu bókum sem hver er með eftirmála eftir þekkta aðila úr alþjóðlega bók- menntaheim- inum. HÖNNUN/ ALEXANDRA BUHL Helgin 25  LAUGARDAGUR 8. október 2022 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.