Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 26
Sjón á að baki
langan og
fjölbreyttan
feril sem
samanstendur
meðal annars af
þrettán ljóða-
bókum og tíu
skáldsögum.
Hann kveðst þó
aðeins skrifa
nema ekki sé
hjá því komist.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Ég sendi bara bók
þegar það hentar og
það hefur alltaf verið
fyrir mér hluti af því
verkefni að vera rithöf-
undur að skrifa ekki
nema það sé ekki hjá
því komist.
Ég fann
fyrir því að
vera í öðru
landi með
mitt tungu-
mál og að
hafa
aftengst
bók-
mennta-
samfélag-
inu í
heima-
landinu.
menntasamfélög annarra landa.
„Þá lendi ég sjálfur í þeirri stöðu
að vera rithöfundur af erlendum
uppruna þar sem ég á í daglegum
samskiptum við fólk sem jú veit að
ég er rithöfundur en ég hef í sjálfu
sér ekkert til þess að sýna og er ekki
veittur neinn aðgangur að bók-
menntasamfélaginu þar. Ekki það
að ég hafi verið að leita eitthvað sér-
staklega eftir því á þessum tíma en
ég fann fyrir þessu. Ég fann fyrir því
að vera í öðru landi með mitt tungu-
mál og að hafa aftengst bókmennta-
samfélaginu í heimalandinu.“
Samspil bókar og samfélags
Skáldsaga Sjóns Mánasteinn verður
tíu ára á næsta ári en hún vakti
mikla athygli þegar hún kom út
2013 og hlaut Sjón meðal annars
Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Mánasteinn hefur gengið í endur-
nýjun lífdaga undanfarið, mikið
hefur verið f jallað um bókina
og nýlega voru gerðar tvær leik-
gerðir eftir skáldsögunni, sú fyrri
eftir tékkneska leikhópinn Studio
Hrdinu sem sýnd var í Tjarnarbíói
og sú seinni eftir írska leikhópinn
Brokentalkers sem er sýnd um
þessar mundir í Írlandi.
Af hverju heldurðu að Mána-
steinn sé að eignast framhaldslíf
núna?
„Þetta er ein af þessum furðu-
legu bókum sem örlögin skapa
framhaldslíf því augljóslega gerist
hún á tímum heimsfaraldurs en
hún gerist í spænsku veikinni
1918. Ekki bara það að hún gerist
á tímum heimsfaraldurs heldur
fjallar hún um hinsegin strák sem
er að reyna að lifa sjálfstæðu lífi
með sinn hinseginleika á jaðrinum,
á sama tíma og er að koma fram
nýtt list- og tjáningarform sem er
kvikmyndin, heldur á sér líka stað
eldgos á þessum tíma. Allt í einu
2020 þá siglum við inn í tíma þar
sem öll þessi atriði birtast okkur
upp á nýtt í veruleikanum.“
Sjón segir að allt fram til vorsins
2020 hafi Mánasteinn verið lesin af
f lestum sem ekki eru hinsegin sem
eins konar dæmisaga en það hafi
allt breyst með tilkomu heimsfar-
aldurs Covid-19, eldgosinu í Fagra-
dalsfjalli og bakslaginu í réttindum
hinseginfólks.
„Það sem er sorglegt er að á sama
tíma er hinseginþemað í bókinni
aftur orðið brýnt með öllum þeim
árásum sem eru að eiga sér stað á
hinseginsamfélagið á síðustu mán-
uðum en eiga sér langan aðdrag-
anda. Ég er að upplifa það sem
mjög fáir höfundar upplifa, það er
að erindi bókar og samspil bókar
og samfélags, gerbreytist á líftíma
þeirra. Þetta er búinn að vera mjög
merkilegur tími og öll merki þess
að þessi bók lifi eitthvað áfram,“
segir hann.
Eitt af þessum litlu kraftaverkum
Í apríl var kvikmyndin The North-
man heimsfrumsýnd en Sjón skrif-
aði myndina ásamt einum fram-
sæknasta leikstjóra Bandaríkjanna
um þessar mundir, Robert Eggerts,
höfundi The Wytch og The Light-
house.
„Samstarfið við Robert hefur
verið mjög gefandi, ég get nú bara
sagt það. Það er eitt af þessum litlu
kraftaverkum sem maður upplifir í
lífinu að Björk skyldi kynna okkur.
Það var bara eitthvað hugboð sem
hún fékk,“ segir Sjón.
Robert Eggers kom í heimsókn til
Íslands 2016 ásamt eiginkonu sinni
Alexandra Shaker í kjölfar þess að
hann gerði The Wytch. Þau þekktu
Björk Guðmundsdóttur í gegnum
sameiginlegan vin í New York og
bauð Björk þeim í mat ásamt Sjón
og eiginkonu hans Ásgerði.
„Við byrjum að tala saman og þá
kemur í ljós að Robert er nýbúinn
að frumsýna The Wytch sem gerist
á tímum galdrafársins í Nýja-Eng-
landi í lok 17. aldar. Ég get sagt
honum að ég hafi skrifað skáld-
söguna Rökkurbýsnir sem gerist á
Íslandi í upphafi 17. aldar og fjallar
um mann sem verður fyrir ofsókn-
um vegna galdra. Við byrjum að tala
saman og síðan sendir hann mér
hlekk á myndina og ég sendi honum
bókina og við áttum okkur bara á
því að það er margt í því hvernig við
vinnum sem við eigum sameigin-
legt. Einmitt það að innri veruleiki
persónanna, hvort sem það er hug-
myndaheimur eða trúarveruleiki,
raungerist í umhverfi þeirra.“
Maður fárra orða
Eins og áður sagði gefur Forlagið nú
út heildarsafn ritverka Sjóns í sér-
stakri afmælisútgáfu. Hverri bók
fylgir ítarlegur eftirmáli sem rit-
aður er af þekktum rithöfundum
og fræðimönnum úr bókmennta-
heiminum á borð við Anne Carson,
Alberto Manguel, Ástu Kristínu
Benediktsdóttur, Sverri Norland og
Ástráð Eysteinsson.
Það hlýt ur að vera svolít ið
skemmtilegt að fá svona afmælis-
gjöf?
„Það er auðvitað mjög magnað
að fá allar útgefnar bækur sínar
endurútgefnar í svona of boðslega
fallegum búningi og með þessum
skemmtilegu, óvæntu og jafnvel
ósvífnu eftirmálum. Það er spenn-
andi og gaman að sjá bækurnar
sínar fá framhaldslífs með þessum
hætti en það er auðvitað líka ákveð-
in ögrun. Því nú er þetta allt saman
komið og ég bara stend andspænis
því að þetta er það sem ég hef látið
frá mér. Svo er það spurningin hvert
framhaldið verður.“
Þótt Sjón eigi langan og fjöl-
breyttan feril að baki sem saman-
stendur meðal annars af þrettán
ljóðabókum, tíu skáldsögum,
þremur barnabókum, leikritum,
kvikmyndahandritum og söng-
textum hefur hann þó aldrei verið
einn af þeim höfundum sem sendir
frá sér bók á hverju ári.
„Eitt af því sem ég áttaði mig á og
kemur mér ekkert á óvart er hvað
ég hef staðið við það að ætla ekki að
skrifa of mikið. Ég sendi bara bók
þegar það hentar og það hefur alltaf
verið fyrir mér hluti af því verkefni
að vera rithöfundur að skrifa ekki
nema það sé ekki hjá því komist.
Það er auðvitað líka snemma sem
mínar fyrirmyndir í bókmennt-
unum verða höfundar sem skrifa
minna en meira, eins og Jorge Luis
Borges, Karen Blixen, Italo Calvino
og Mikhail Búlgakov.“
Spurður um hvað sé næst á
döfinni nefnir Sjón meðal annars
spennandi kvikmyndaverkefni sem
er aðlögun á Hamlet Shakespeares
fyrir danskan framleiðanda með
Noomi Rapace í aðalhlutverki. Þá
kveðst hann einnig vera byrjaður
að vinna að næstu skáldsögu.
„Ég er kominn með hugmyndina
og er byrjaður að vinna rannsókn-
arvinnuna. Það tók mig fimmtán ár
að átta mig á því hvað ég vildi gera
við efnið í Mánasteini. Núna er ég í
fyrsta skipti, fyrir utan þriðja bindið
í CoDex 1962, að vinna með tíma
sem er nær okkur og sem ég lifði
sem unglingur. Núna í vor þá fann
ég allt í einu leið inn í það efni sem
kom mér mjög á óvart. Ég er að byrja
að vinna það en þekkjandi sjálfan
mig þá mun sú bók skrifast alveg á
sama hraða og aðrar þannig ég ætla
ekkert að lofa henni strax.“ n
26 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ