Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 28

Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 28
Við indíanar erum mjög þolinmótt fólk – það eru bara liðin 50 ár! Ég veit bara að ég bý ekki yfir reiði, hatri eða illvilja gagnvart nein- um, þar með töldum akademíunni og John Wayne-um þessa heims. Leikkonan og aktívistinn Sacheen Littlefeather lést í síðustu viku, aðeins rúmum mánuði eftir að Óskarsverð- launaakademían bað hana afsökunar á uppákomu á athöfninni árið 1973 sem hafði afdrifarík áhrif á feril hennar og líf. Það var við Óskarsverð- launaathöfnina árið 1973 sem Sacheen Littlefeat- her kom fram fyrir hönd leikarans Marlon Brando og af þakkaði Óskarsverðlaunin fyrir hans hönd. Þegar tilkynnt var að Marlon Brando hlyti verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Guðföðurnum í leikstjórn Francis Ford Coppola, var það Sacheen Littlefeather sem steig á svið í hans stað. Hin 26 ára leikkona af indíána- ættum stóð þar frammi fyrir stærstu stjörnum Hollywood og hélt áhrifamikla ræðu þar sem hún fordæmdi slælega framsetningu kvikmyndaiðnaðarins á indíán- um. Ræðunni var jafnframt ætlað að varpa ljósi á atburðina sem áttu sér stað í Wounded Knee í Suður- Dakóta fylki þar sem fjöldamorð var framið á indíánum árið 1890. Mótmæli voru yfirstandandi á svæðinu og höfðu fjölmiðlar lítið sem ekkert fjallað um þau. Einhverjir klöppuðu fyrir ræð- unni en fjölmargir leikarar og aðrir gestir púuðu á ungu leikkonuna. Þar einna fremstur var stórstjarna vestranna, John Wayne, sem var ósáttur við að athöfnin væri nýtt undir pólitísk skilaboð. Áttatíu og fimm milljónir horfðu Sjálfur lét Marlon Brando hafa það eftir sér í viðtali við Dick Cavett að fengi hann tækifæri til að endur- upplifa þetta örlagaríka kvöld, myndi hann engu breyta. Hann sagðist líta svo á að um frábært tækifæri hafi verið að ræða fyrir indíana til að ná eyrum fjöldans, en talið er að um 85 milljónir hafi horft á útsendinguna. Honum þótti þó leitt að fólk hefði ekki hlustað betur á það sem Sacheen hafði að segja. Eins sagði hann hinn almenna áhorfanda ekki átta sig á hvað kvikmyndaiðnaðurinn hefði gert indíánum og öðrum kynþátt- um mikinn óleik með einsleitri og neikvæðri framsetningu sinni. Það var aftur á móti ekki Marlon Brando sem lenti á svörtum lista í Hollywood, heldur var það unga leikkonan sem stóð í hans stað á sviðinu við Óskarsverðlauna- athöfnina. Hún hafði áður leikið í kvikmyndunum The Laughing Policeman, The Trial of Billy Jack og Johnny Firecloud, en eftir ræðuna frægu hættu tilboðin að streyma inn. Gerði þetta fyrir alla frumbyggja Í viðtali við miðilinn Variety í síð- asta mánuði sagði hún þó að hún myndi gera þetta allt aftur. „Undir eins. Ég gerði þetta ekki einungis fyrir Marlon. Ég gerði þetta ekki fyrir sjálfa mig. Ég gerði þetta fyrir alla frumbyggja alls staðar, sem þolað hafa kynþátta- fordóma og mismunun.“ Þessi sögulegi atburður komst aftur í fréttir í ágúst síðastliðnum þegar Sacheen fékk afsökunarbeiðni frá Óskarsverðlauna akademíunni, hartnær fimm áratugum síðar. Ástæðulaust og óréttlætanlegt Afsökunarbeiðnin var jafnframt birt á heimasíðu Óskarsverð- Fékk afsökunarbeiðni stuttu fyrir andlátið Óskarsverðlaunaakademían bauð Sacheen í opið spjall undir yfirskriftinni An Evening with Sac- heen Littlefeather í safni akademíunnar í Los Angeles, í september síðastliðnum. MYND/GETTY Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is launanna, þar sem forseti akademí- unnar, David Rubin, viðurkenndi of beldið sem hún þurfti að þola vegna yfirlýsingarinnar og sagði meðferð Hollywood á leikkonunni bæði ástæðulausa og óréttlætan- lega. Í yfirlýsingunni segir jafn- framt: „Hin tilfinningalega byrði sem þú hefur þurft að lifa með og fórnin sem þú færðir á eigin starfsferli í iðnaði okkar, er óbætanlegt. Allt of lengi hefur kjarkurinn sem þú sýndir verið án viðurkenningar. Á þessu biðjumst við innilega afsök- unar og lýsum y f ir einlægri aðdáun.“ Mánuði síðar, í september síðast- liðnum, birti Variety viðtal við Sac- heen, þá 75 ára gamla, þar sem hún ræddi uppákomuna og afleiðingar hennar. Aðspurð hvernig henni hafi liðið þegar hún lauk við ræðuna, svaraði Sacheen að þótt hún hefði margoft horft á athöfnina í sjónvarpi hafi þetta verið í fyrsta sinn sem hún var viðstödd. „Ég komst í gegnum fyrstu hindr- unina, að snerta ekki Óskarinn eins og ég hafði lofað Marlon. En þegar ég gekk af sviðinu gerði ég það með hugrekki, heiðri, reisn, virðingu og sannleika. Ég gerði það með leiðum forfeðra minna og leiðum frum- byggjakvenna.“ Hún sagði frá því hvernig stereó- týpísk viðbrögð hafi mætt henni, fólk hafi hrópað að henni en hún leitt það hjá sér. Hún hafi gengið með höfuðið hátt og vopnaða verði sér við hlið, stolt af því að vera fyrsta frumbyggjakonan í sögu Óskars- verðlaunanna til að stíga fram með þessa pólitísku yfirlýsingu. Ræðan hafði áhrif Fjölmiðlar höfðu ekkert fjallað um atburðina í Wounded Knee en Baráttusamtök indíana í Ameríku, American Indian Movement, höfðu hertekið svæðið. Sacheen sagði Mar- lon hafa haft samband við þau fyrir fram og sagt þeim að fylgjast með athöfninni. „Eftir að ég hafði afþakkað Ósk- arsverðlaunin vegna stereótýpa í kvikmyndaiðnaðinum og minnst á Wounded Knee í Suður-Dakóta, var farið að fjalla um málið. Allir vildu vita sannleikann um hvað væri að gerast þar,“ sagði Sacheen og benti á að algengt væri að skjóta sendiboða slæmra tíðinda. „FBI ætlaði sér að færa alla þessa meðlimi Baráttusamtakanna, eins og Dennis Banks og bræður mína Russell Means og Oren Lyons, á stað eins og Guantanamo Bay. Það hefði aldrei heyrst í þeim aftur, en úr því varð ekki vegna ræðu minnar.“ Sex verðir héldu John Wayne Sacheen sagði í viðtalinu frá því að þegar hún stóð á sviðinu að halda ræðuna hafi hún heyrt einhvern óróa fyrir aftan sig. „Ég heyrði svo að sex öryggisverð- ir hefðu þurft að halda John Wayne svo hann réðist ekki á mig þar sem ég stóð á sviðinu. Það var ofbeldis- fyllsta augnablik Óskarverðlauna- hátíðarinnar.“ Sacheen sagðist hafa heyrt þetta frá öryggisverði en það hafi aldrei verið gert opinbert. „Fjölmiðlar fengu ekki að heyra af þessu.“ „Ég var sniðgengin af FBI eftir þetta. Þeir fóru um Hollywood og sögðu fólki að ráða mig ekki. Ef það yrði gert, myndi FBI binda enda á framleiðsluna. Öðru fólki var boðið í vinsæla spjallþætti eins og hjá Johnny Carson og Merv Griffin þar sem það gat talað um mig, en sjálf mátti ég aldrei fara í slíka þætti og tala mínu máli.“ Afsökunarbeiðnin óvænt Sextíu sekúndna löng upptakan var lengi vel falin og ekki aðgengileg almenningi fyrr en tveimur kyn- slóðum síðar. „Þá fór fólk að spyrja um hvað þetta hefði snúist og þannig kom hún aftur upp á yfirborðið. Þegar akademían svo bauð indíánum að sitja í stjórn sinni komst hreyfing á hlutina. Nú, 50 árum síðar, fæ ég þessa afsökunarbeiðni – það er eitt- hvað sem ég bjóst aldrei við að upp- lifa og var virkilega óvænt.“ Þrátt fyrir ævilangt mótlæti sagð- ist Sacheen ekki hafa neikvæðar til- finningar gagnvart hlutaðeigandi. „Ég veit bara að ég bý ekki yfir reiði, hatri eða illvilja gagnvart neinum, þar með töldum aka- demíunni og John Wayne-um þessa heims,“ sagði hún í viðtalinu. „Ég er ekki rík, ég er fátæk. Ég á ekki mikið, en ég geri það sem ég get. Ég reyni að dæma ekki aðra. Svo að fólk verður bara að fá að gera það sem það langar að gera og það sem það finnur í hjarta sér.“ Sacheen lést 2. október síðast- liðinn, 75 ára að aldri. Nokkrum vikum eftir að hún tók við afsök- unarbeiðninni sem hún lýsti við það tilefni sem draumi sem hefði ræst. „Við indíanar erum mjög þolin- mótt fólk – það eru bara liðin 50 ár!“ sagði hún og lagði áherslu á mikil- vægi þess að halda í húmorinn, sem leið til að lifa af. n Sacheen var ekki nema 26 ára þegar hún hélt ræðuna sem batt enda á feril hennar sem leikkonu. 28 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.