Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 66

Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 66
Jóna og Yngvi eru í fyrsta sinn í 54 ára farsælu sambandi aðskilin, en Yngvi fékk nýverið inni á Hrafnistu eftir að Alzheimer-sjúkdómurinn náði yfirhöndinni og Jóna gat ekki annast hann ein. Jóna Björg Jónsdóttir býr nú ein í fyrsta sinn en Alz- heimer-sjúkdómurinn hefur stolið eiginmanninum, Yngva Þór Loftssyni, af henni. Yngvi flutti á Hrafnistu um leið og Jóna flutti í nýja íbúð þeirra hjóna á Kársnesinu, og þekkir ekki lengur eiginkonu sína, hvað þá glæsileg verk sín sem prýða borgina. Blaðamaður komst á snoðir um Jónu í Hagsmunahópi LÍN-greiðenda á Face- book en þar sagði hún stuttlega frá stöðu þeirra hjóna. Því þrátt fyrir að Yngvi viti ekki hvaða dagur er og hafi ekkert fjármálalæsi, er honum enn gert að greiða af námsláni sem hann tók þegar hann var í námi í Kanada árið 1983. Láni sem upphaflega var rétt rúmar fimm milljónir og stendur nú í rúmum níu, þó greitt hafi verið af því samviskusamlega í 33 ár. Jóna hefur farið fram á að lánið verði fellt niður í ljósi aðstæðna, en fengið þau svör að ekki sé lagaheimild til þess. Saga Jónu og Yngva og aðrar af sama tagi hafa greinilega náð til f leiri. En þingmenn Pírata lögðu undir lok síðasta mánaðar fram þingsályktunartillögu um heim- ild til niðurfellingar námslána og sagði þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson við það tilefni að oft og lengi hefði verið rætt um þetta í um ræðu hópum þeirra sem eru með náms lán. Skrifað í stjörnurnar „Leiðir okkar Yngva lágu saman í Gagnfræðaskóla Kópavogs þegar við vorum á sextánda ári. Ég held að það hafi verið skrifað í stjörnurnar að við ættum samleið,“ rifjar Jóna upp, en nákvæmlega mánuður er á milli hjónanna. „Hann er fæddur 11. febrúar 1952 og ég 11. mars 1952.“ Ástin blómstraði í gagnfræða- skólanum og síðan var ferðinni heitið í Menntaskólann í Reykjavík. „Fljótlega eftir að við hófum nám f lutti Yngvi inn til mín. Ég hafði fengið leigða risíbúð á Suðurgötu 8, því merka húsi. Þaðan var stutt í skólann og eldhúsklukkan okkar var sú stærsta á landinu, sjálf Dóm- kirkjuklukkan, sem sást svo vel út um þakgluggann á eldhúsinu sem var um einn fermetri. Þar komst fyrir ein Raf ha-eldavél og lítill ísskápur,“ rifjar hún upp, en fyrsta árið elduðu þau í útilegupottum. „Við vorum alltaf hamingjusöm þó að þægindin væru af skornum skammti. Fórum til dæmis með þvottinn okkar í strætisvagni til að þvo hann hjá móður Yngva í Kópa- vogi. Yngvi vann í Skógræktinni um jólin þar sem sumarlaunin okkar nægðu ekki allan veturinn. Eitt sinn kallaði Guðni rektor mig upp á skrifstofu til sín og spurði mig hvernig búskapurinn gengi. Ég sagði að hann gengi bara ágætlega. Hann hafði einhvern grun um að við hefðum ekki mikla peninga á milli handanna og vildi því bjóða mér vinnu við að þrífa tilrauna- glösin í efnafræðistofunni.“ Jóna af þakkaði boðið enda átti hún nóg með námið, en fyrir jólin sama ár barst parinu bréf frá Bræðrasjóði skólans. „Guðni hafði þá grafið upp gamla reglugerð um húsaleigustyrk til nemenda skólans,“ segir Jóna, en unga parið munaði um allt og voru þau innilega þakklát rektornum. Látlaust brúðkaup Eftir útskrift frá MR lá leið þeirra beggja í Háskóla Íslands þar sem Yngvi fór í landafræði og Jóna lét æskudrauminn rætast og skráði sig í læknadeildina. „Þarna skildu leiðir okkar í fyrsta skipti yfir skóladaginn því við sátum ekki lengur saman í skóla- stofunni.“ Námið sóttist vel hjá Yngva, en var að sögn Jónu strembið hjá henni svo hún ákvað að skipta um Hann er ástin í lífi mínu stefnu og færði sig yfir í lífeinda- fræði. „Á þessum tíma f luttum við í Garðastræti 4. Það var algjör lúxus, alvöru eldhús, svo ekki sé talað um sturtuna. Þarna bjuggum við þangað til að við lukum námi.“ Árið 1978 giftu Jóna og Yngvi sig hjá sýslumanni, þangað var stutt að fara enda skrifstofan í sömu götu og þau bjuggu. „Brúðkaupsundirbúningurinn var einfaldur, ég notaði kjól sem ég átti og kunni vel við, og Yngvi gat notað stúdentsfötin sín. Ég bakaði eins og enginn væri morgundagur- inn og við fengum leyfi til að tína blóm í brúðarvöndinn í garði á Laufásveginum.“ Námsárin í Kanada Fjölskyldan stækkaði á næstu árum og eignuðust þau tvær dætur. Yngvi starfaði hjá Þróunarstofnun Reykja- víkur sem svo varð Borgarskipulag Reykjavíkur en árið 1983 fékk hann námsleyfi til að bæta við sig námi í landslagsarkitektúr. Fjölskyldan lagði þá af stað til Kanada, nánar tiltekið til Guelph í Ontario. „Farangurinn var ekki stórbrot- inn, bara það allra nauðsynlegasta var sett í ferðatöskurnar,“ segir Jóna og rifjar upp að þau hafi keypt allt það helsta til heimilishalds á nytja- mörkuðum og garðsölum. „En við leyfðum okkur að kaupa ný rúm.“ Yngvi fékk sérherbergi til að læra sem mest heima fyrir, sem Jóna segir hafa verið mikinn styrk enda þriðja barnið á leiðinni. „Lánasjóðurinn var mjög erfiður á þessum tíma. Yngvi þurfti stöðugt að fá alls konar staðfestingarbréf frá háskólaskrifstofunni og starfs- fólkið þar var alveg hætt að skilja það. Móðir Yngva hafði tekið að sér að annast okkar mál á Íslandi og sat löngum stundum á biðstofu LÍN til að fá fund svo við fengjum lánin á réttum tíma. Þá voru engar tölvur og allt gert meira og minna handvirkt og bréfin oftast um hálfan mánuð að berast til Íslands,“ rifjar Jóna upp en þau fengu lán fyrir skólagjöldum og framfærslu fjögurra manna fjöl- skyldu.“ Saumagallerí í þvottahúsinu Að loknu námi fór Yngvi aftur til Borgarskipulags Reykjavíkur og fjölskyldan f lutti f ljótt í parhús í vesturbæ Kópavogs þar sem þau hjón bjuggu í 35 ár. Jóna vildi vera heima hjá börnunum þremur meðan á barnaskólagöngu þeirra stæði en vildi finna sér eitthvað fleira að gera. „Það varð úr að ég fór að hanna og framleiða barnafatnað og Sauma- gallerí jbj varð til. Framleiðslan fór fram í þvottahúsinu og afurðirnar voru til að byrja með seldar í Kola- portinu sem þá var undir Arnar- hóli.“ Það leið ekki á löngu þar til Jóna var búin að breyta bílskúrnum í vinnustofu og gallerí. „Nú var ég orðin útivinnandi, þótt aðeins væru fimm metrar í vinnuna,“ rifjar hún upp, en við- skiptavinir lögðu leið sína þangað til að kaupa endingargóð barnaföt. „Mig langaði til að koma með eitthvað nýtt á markaðinn, svo ég fór að hanna ungbarnasundföt í samráði við Snorra ungbarnasund- kennara. Svo varð ég þess áskynja að það vantaði fyrirburafatnað, trúlega var markhópurinn svo lítill að honum var ekki sinnt, en þessi framleiðsla hentaði vel hjá mér. Ég var í góðu sambandi við ljósmæður á vökudeildinni og þessi vinna gaf mér mikið.“ Minnsta búðin á Laugaveginum Þegar Jóna sá litla búð auglýsta á Laugavegi 8 stökk hún á tækifærið enda börnin orðin stór og tími kom- inn að gera eitthvað nýtt. „Ég fór til bankastjóra og sagði honum að þetta væri tækifæri lífs míns og að mig vantaði lán til að hrinda þessu í framkvæmd. Hann svaraði: „Hvað viltu mikið og til hve langs tíma? Þá var það ákveð- ið, búðin var keypt og ég orðin verslunar eigandi á Laugaveginum. Þetta var minnsta búðin á Lauga- veginum, en sumir sögðu með stærsta hjartað.“ Eftir fimm ár ákvað Jóna að nóg væri komið enda álagið mikið. „Ég byrjaði að sauma heima Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Jóna Björg hefur óskað eftir því að LÍN felli niður námslán sem eiginmaður hennar tók árið 1983. Hann hefur greitt samviskusamlega af rúmlega fimm milljóna króna láni í 33 ár en enn standa níu eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það væri allt of langt mál að telja upp þau verkefni sem Yngvi tók þátt í, en ég veit að honum þykir vænst um hönnun og skipu­ lag Nauthólsvíkur, gönguleiðir um Öskju­ hlíð og Ægisíðu­ göngustíginn. 34 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.