Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 68
klukkan átta á morgnana og opnaði búðina svo klukkan tólf. Sum árin saumaði ég um fimm þúsund flíkur á ári.“ Ekki leið þó á löngu þar til Jóna var komin í annars konar fram­ leiðslu. Hún litaði silki og þæfði saman ull og silki í kvenfatnað þar sem hver f lík var einstök og hafði nóg að gera við það næstu árin. Yngvi stofnaði árið 1994 lands­ lagsarkitektastofuna Landmótun ásamt frænda sínum Einari E. Sæmundsen og Gísla Gíslasyni. „Það væri allt of langt mál að telja upp þau verkefni sem Yngvi tók þátt í, en ég veit að honum þykir vænst um hönnun og skipulag Nauthóls­ víkur, gönguleiðir um Öskjuhlíð og Ægisíðugöngustíginn. Hann er líka mjög stoltur af Lýðveldisgarðinum á Hverfisgötu við hlið Þjóðleikhúss­ ins,“ segir Jóna augljóslega ánægð með sinn mann. Greiningin gríðarlegt áfall Þó að mikið væri um að vera í vinnunni og henni fylgdu fjölmörg ferðalög segir Jóna Yngva aldrei hafa misst úr dag vegna veikinda. „Það er svo í kringum 2009 að við fundum breytingar hjá honum. Hann réð ekki eins vel við tölur og mundi ekki eins vel og áður. Þetta gengur svona til ársins 2011, en þá vill hann fara á Landakot og láta athuga þetta. Niðurstaðan var of mikil vinna og álag, að best væri að við færum í heilsudvöl í Hveragerði og þar með væri málið afgreitt.“ Árið 2013 fannst þeim hjónum þó að tími væri kominn til að kanna ástandið betur. „Við fengum aftur tíma á Landa­ koti og þá var ákveðið að hann færi í þrenns konar rannsóknir, tauga­ sálfræðimat á Reykjalundi, rönt­ gen af heila og greiningu hjá Mentis Cura.“ Niðurstöður þessara rannsókna bar allar að sama brunni, hér var um snemmbúinn Alzheimer að ræða. „Þarna var Yngvi rétt rúmlega sextugur. Þó að við vissum að eitt­ hvað væri að, þá var greiningin gríðar lega mikið áfall. Hann fékk lyf og hélt áfram í vinnu næstu þrjú ár, þar af var síðasta árið mjög erfitt. Hann elskaði vinnuna sína og því var mjög sárt að þurfa að hætta. Hann hafði alla tíð verið mikill gleðigjafi með yndislega nálægð,“ segir Jóna og bendir á að hann hafi jafnframt lagt mikið til samfélags­ ins með störfum sínum. Hætti að vinna til að annast hann Það var svo í byrjun árs 2017 að Yngvi hætti formlega í vinnunni. „Hér var frumkvæði orðið lítið og verkfærnin hafði minnkað. Við þetta slökknuðu ljósin í Galleríinu, ég lagði á hilluna það sem ég hafði unnið við,“ segir Jóna, sem þá tók að sér að annast eiginmann sinn öllum stundum. „Yngvi fór á ýmis námskeið og við reyndum að finna sem mest fyrir hann að gera, en einfaldir hlutir gátu verið ótrúlega flóknir.“ Jóna hafði heyrt um Frumkvöðla­ hóp Alzheimersamtakanna og fengu þau fund með þeim. „Það gjörbreytti öllu fyrir okkur að komast í kynni við þetta yndis­ lega fólk sem deildi svipaðri reynslu með maka sína, og að kynnast þeim sem voru greindir. Þarna var mér bent á dagvistina í Hlíðabæ við Flókagötu, þangað sem við fórum að skoða aðstæður og Yngvi mátti mæta strax daginn eftir, í febrúarlok 2020. Hann átti yndislegar stundir í Hlíðabæ þar sem valinn maður var í hverju rými. Mikil virkni einkenndi staðinn, gönguferðir, sundferðir og skoðunarferðir víðs vegar um Suð­ urland. Allt var gert til að viðhalda færni heimilismanna.“ Hann hætti að þekkja mig Á sama tíma og Yngvi byrjaði í Hlíða­ bæ, hófst Covid­tímabilið sem gerði það að verkum að hann þurfti að vera mjög mikið heima vegna undir­ liggjandi sjúkdóms. Jóna og Yngvi gengu í hjóna- band hjá sýslu- manni árið 1978. „Brúðkaupsund- irbúningurinn var einfaldur, ég notaði kjól sem ég átti og kunni vel við, og Yngvi gat notað stúdentsfötin sín,“ segir Jóna. MYND/AÐSEND Yngvi og Jóna með börnin sín þrjú á milli sín. Þorstein sem er lögfræðingur og starfar hjá Remax, Guðrúnu Rögnu arkitekt hjá Ask Arkitektum og Bryndísi sem starfar við krabbameinsrannsóknir við Cambridge-háskóla. MYND/AÐSEND „Umönnunin heima varð því mun meiri, og ég varð þreyttari með hverjum mánuði sem leið,“ segir Jóna einlæg. „Síðasti vetur var mjög erfiður. Hann var farinn að hætta að þekkja mig og sá ofsjónir sem fylgja sjúk­ dómnum oft á tíðum. Ég þurfti nú að læsa öllum hurðum svo hann kæmist ekki út og var eiginlega á vaktinni hverja einustu mínútu sólarhringsins. Einn morguninn í mikilli stórhríð, þegar við vorum að fara í Hlíðabæ, missti ég hann út á undan mér og sá hann hvergi. Þegar ég var að leita á götunum í kring sá ég svarta þúst í hríðinni, það var Yngvi. Þegar ég spurði hann hvert hann væri að fara stóð ekki á svarinu: Til þín,“ rifjar Jóna upp. Hún segist á þessum tíma hafa brugðið á ýmis ráð þegar eigin­ maðurinn þekkti hana ekki. „Þá fór ég út í smástund og kom svo til baka og bankaði á dyrnar, og þegar hann kom til dyra þekkti hann mig og fór að segja mér frá einhverri kerlingu sem hafði verið inni. Stund­ um hringdi ég í börnin okkar og bað þau að koma til að reyna að tala við hann. Bróðir hans fór með hann í bíltúr, og ég skipti um föt á meðan, og oftast þekkti hann mig svo þegar hann kom til baka. Ég var orðin hluti af leikriti inni á eigin heimili.“ Í byrjun árs fór að bera á töluverð­ um óróleika hjá Yngva í Hlíðabæ. „Dramatíkin tök öll völd þegar ég fór með hann að heiman á sjötugs­ afmælinu mínu þann 11. mars. Task­ an hans var full af fötum og hann á leið í hvíldarinnlögn á Grund. Á þessum tíma var ég að örmagnast og sennilega komin ansi nálægt brúninni,“ lýsir Jóna, sem þarna varð ljóst að hún gæti ekki lengur tekið þetta á hnefanum. „Hann er ástin í lífi mínu, og við vorum búin að búa saman í 54 ár. Það var mjög erfitt að sætta sig við það sem var að gerast og ráða ekki við neitt, missa tökin. Hvíldarinn­ lögnin varði aðeins í fjóra daga. Yngvi var mjög órólegur, hræddur og illa áttaður. Persónuleiki þessa ljúfa manns breyttist, hann reyndi að bregðast við framandi aðstæðum með því að verja sig.“ Yngvi var lagður inn á Landakot í lyfjastillingu þar sem hann lá í tæpa fjóra mánuði og segir Jóna þann tíma hafa tekið mikið á. „Mér var sagt að hann færi aldrei heim aftur, hann færi á hjúkrunar­ heimili um leið og hann útskrifaðist af Landakoti.“ Jóna vildi helst að hann fengi inni á Hrafnistu í Boðaþingi eða á Sléttu­ vegi, en á síðarnefnda staðnum væri hann kominn á æskuslóðirnar við Fossvogsdalinn sem var og er honum einkar kær. „Ég fékk langþráða hringingu frá Sléttuveginum í lok júní og f lutti Yngvi þar inn tveimur dögum síðar. Aðstaðan þar er frábær og starfs­ fólkið yndislegt. Hann er sáttur í sinni litlu íbúð með allt til alls.“ Jóna horfir út um gluggann í nýrri íbúð þeirra Yngva sem þau fengu afhenta í maí, á sama tíma og hann var á leiðinni á hjúkrunarheimili. „Hingað ætluðum við að f lytja saman og njóta efri áranna, með útsýni yfir höfuðborgina, f lugvöll­ inn, Nauthólsvík og Öskjuhlíð.“ Yngvi kemur oft heim til að horfa yfir höfuðborgina og unnin verk. „Hann er alveg hættur að spyrja mig, hvað heitir hún þessi kona sem á þessa íbúð? Ég svaraði alltaf, þetta er íbúðin þín, við eigum hana saman.“ Aðspurð hvort henni líði ekki vel í þessari fallegu íbúð er Jóna beggja blands. Missirinn er mikill og sorgarferlið langt. „Þegar horft er til baka má segja að við höfum verið heppin, ferðast mikið um allan heim, eigum þrjú góð börn sem ásamt mökum hafa gefið okkur átta yndisleg barna­ Við vorum alltaf ham- ingjusöm þó að þæg- indin væru af skornum skammti. Fórum til dæmis með þvottinn okkar í strætisvagni til að þvo hann hjá móður Yngva í Kópa- vogi. börn. Þetta er mikið ríkidæmi og ekki sjálfgefið.“ Hún segir mikil viðbrigði að búa ein eftir fimmtíu og fjögurra ára farsæla sambúð. „Ég er ekki farin að venjast því og geri það kannski aldrei. Í mörg ár hef ég séð um allt sem kemur að rekstri heimilisins, meðal annars greiðslu reikninga, skipulag, við­ hald og f leira.“ Þá kemur að því sem upphaflega varð til þess að Jóna segir hér sögu sína, eitt viðfangsefna Jónu þessi dægrin, Lánasjóði íslenskra náms­ manna. „Við erum enn að greiða af náms­ láninu sem Yngvi tók þegar hann fór til náms í Kanada árið 1983.“ Yng v i tók lán að upphæð 5.114.182 krónur meðan á námi hans stóð í Kanada. Í dag hefur hann greitt af þessu láni í 33 ár og alltaf staðið í skilum. „Ég fékk upplýsingar hjá sjóðnum þess eðlis að hann ætti eftir að greiða af láninu í sjö ár til viðbótar því þetta væri S­lán og af því bæri að borga í 40 ár. Eftirstöðvar lánsins um síðustu áramót voru 9.362.145 krónur.“ Jóna segist hafa farið fram á það við LÍN að lánið yrði fellt niður í ljósi aðstæðna en hafa alltaf fengið sama svarið: Ekki sé til lagaheimild sem heimilar niðurfellingu á náms­ láni. „Ég skrifaði menntamálaráðu­ neytinu og umboðsmanni Alþingis og fékk sömu svör, en mér var bent á að hægt væri að fá frest á greiðslu að uppfylltum vissum skilyrðum. Ég sótti um frestun á af borgun, og sagði ástæðuna vera vegna mann­ réttinda og mennsku. Í dag veit Yngvi ekki hvaða dagur er, ekki hvað hann er gamall, hefur ekkert f jármálalæsi og þekkir hvorki mig né börnin. Ástandið er mjög sársaukafullt fyrir okkur öll, fjölskyldu, ættingja og vini. Í dag er hann á mjög góðum stað, á Hrafn­ istu við Sléttuveg, þar sem starfs­ fólkið er frábært og reynir eftir bestu getu að sinna þörfum heim­ ilisfólksins, sem eru æði misjafnar. Á sama tíma og Yngvi tekur þátt í dvalarkostnaði hjúkrunarheimil­ isins, sem er sjálfsagt og eðlilegt, borgar hann af námsláninu sem hann tók fyrir 35 árum og hvoru tveggja fer í sama vasa,“ segir Jóna, um leið og hún vonar að breytingar verði til þess að mannréttindi og mennska verði virt. n 36 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.