Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 88

Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 88
Í fantasíubúningi er oft auðveldara að koma ýmsum boðskap á framfæri en í bókum sem gerast í raun- heimum. Bryndís Guð- jónsdóttir, Silja Elísabet Brynj- arsdóttir, Eva Þyrí Hilmars- dóttir, Ástríður Alda Sigurðar- dóttir, Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arn- þór Jónsson ásamt Jónasi Ingimundarsyni. MYND/ JÓN KRISTINN CORTEZ TÓNLIST Ár íslenska einsöngslagsins Flytjendur: Bryndís Guðjónsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Oddur Arnþór Jónsson, Silja Elísabet Brynjarsdóttir, Ástríður Alda Sigurðardóttir og Eva Þyrí Hilmarsdóttir Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 2. október Jónas Sen Ef ég reyndi að svæfa 21 mánaða dótturson minn með því að syngja vögguvísu Jóns Leifs fyrir hann, þá er hætt við að hann yrði viti sínu fjær af skelfingu og myndi bara ekk- ert sofna. Svo myndi hann neyðast til að ganga til sálfræðings síðar á ævinni. Vögguvísan er mjög drungaleg, jafnvel óhugnanleg. Af íslenskum vögguvísum er hún líklega sú dekksta, og eru þær þó velf lestar afar dapurlegar. Engu að síður er tónlistin mjög áhrifarík, hún er dáleiðandi í einfaldleika sínum og kom einstaklega vel út á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Stór lungu Oddur Arnþór Jónsson baríton söng og gerði það af sannfærandi inn- lifun og tæknilegum yfirburðum. Síðustu tveir tónarnir eru sérlega langir og eiga að vera sungnir á Draugagangur, leirburður og perlur útöndun, alveg óslitið. Ég hef heyrt marga söngvara svindla á þessu en Oddur Arnþór hafði ekkert fyrir því. Hann er greinilega með stór lungu. Annað sem hann söng á tón- leikunum var líka frábært. Tónleikarnir báru yfirskriftina Ár íslenska einsöngslagsins og eru hluti af röð í Salnum í vetur. Hún er hugarfóstur Jónasar Ingimundar- sonar sem var á sínum tíma einna duglegastur allra íslenskra söng- undirleikara. Að þessu sinni komu fram tveir píanóleikarar, þær Eva Þyrí Hilmarsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir. Hrífandi túlkun Bryndís Guðjónsdóttir sópran hóf tónleikana með laginu Kall sat undir k letti eftir Jórunni Viðar. Hún söng því næst Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórarinsson og svo Farfuglana eftir Elísabetu Jónsdóttur. Túlkun hennar var hrífandi, þrungin tilfinningum, auk þess sem röddin sjálf var björt og hljómmikil, en að sama skapi ómþýð. Sömu sögu er að segja um önnur lög sem hún söng síðar á dagskránni. Nokkrar perlur íslenskrar söng- listar gat að heyra á tónleikunum í bland við minna þekkt lög. Þau síðarnefndu voru sum hver ekkert sérstök. Svanahljómar eftir Maríu Markan og Haustnótt eftir Oddgeir Kristjánsson voru óttalegur leir- burður í meðförum Silju Elísabetar Brynjarsdóttur mezzósópran. Þau hefðu kannski komið betur út ef söngurinn hefði verið einlægari. Silja Elísabet virtist aldrei alveg tapa sér í tónlistinni, hvorki hér né í öðrum lögum. Helst var það Yfir- lýsing eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem var trúverðug í höndum henn- ar, en hún var talsvert kraftmikil hjá henni. Stórbrotin aría Gissur Páll Gissurarson tenór brill- eraði á tónleikunum. Allt sem hann söng var áhrifamikið, sérstaklega Vor hinsti dagur er hniginn eftir Jón Ásgeirsson, sem var unaðslega fagurt. Í dag eftir Sigfús Halldórs- son var líka mergjað, fullt af mögn- uðum tilþrifum, en lagið er hálfgerð óperuaría. Hún var stórbrotin hjá söngvaranum, ákaflega dramatísk og ólgandi af tilfinningum. Píanóleikararnir voru með allt á hreinu. Leikur þeirra var í senn nákvæmur og þróttmikill, einbeitt- ur og lifandi, agaður og geislandi. Hann vafði sig utan um sönginn og lyfti honum í hæstu hæðir, akkúrat eins og hann átti að gera. Þetta var gaman. n NIÐURSTAÐA: Yfirleitt skemmti- legir tónleikar með fallegri tón- list. BÆKUR Furðufjall: Næturfrost Gunnar Theódór Eggertsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 299 Brynhildur Björnsdóttir Næturfrost er beint framhald af bókinni Nornaseiður sem kom út í fyrra en þær tilheyra báðar bókaf lokki er nefnist Furðufjall. Aðalpersónurnar eru Andreas, mennskur strákur sem þarf að f lýja heimahaga sína af pólitísk- um ástæðum ásamt hópi fólks og Íma, álfastelpa sem er í þjálfun hjá nornum álfanna á eyju sem hefur verið lokuð af fyrir umheiminum þar til nýlega að hulunni var lyft með atburðum sem rekja má til Ímu sjálfrar. Þegar fyrri bókinni lauk var Andreas nýkominn til eyjarinnar á f lótta undan illum prinsi og þau Íma höfðu enn ekki hist. Í Næturfrosti fylgjumst við með þegar Andreas, fjölskylda hans og samflóttafólk nema land á eyjunni og setjast að í dular- fullri yfirgefinni borg sem álf- arnir forðast eins og pestina og Íma nemur nornaiðn og kemst sífellt betur á snoðir um leynd- armál eyjarinnar. Hrímálfar og hrörálfar eru kynntir betur til sögunnar sem og leyndar- dómsfull hvít dýr og Andreas og Íma hittast loksins sem hefur mikil áhrif á bæði þau og söguþráðinn. Skemmtileg og flókin framvinda Fyrsta bókin í bókaf lokknum Furðufjall, Nornaseiður, var að mestu leyti kynning á sögusviðum og sögupersónum sem tókst vel til enda sagði ég í bókadómi í fyrra að ég hlakkaði til framhaldsins en í Næturfrosti tekur Gunnar Theó- dór til óspilltra málanna að spinna framvindu sem er bæði skemmti- leg og f lókin. Heimur eyjarinnar teikn ast skýrar upp, saga álfanna og þróun lífsmáta þeirra verður skiljanlegri og vegna þess hve undir byggingin er góð er sagan þétt og marglaga án þess að vera flókin og heldur lesandanum vel við efnið. Bókinni lýkur á spennandi augna- bliki svo aftur neyðist þessi gagn- rýnandi til að lýsa yfir tilhlökkun til næstu bókar. Í fantasíubúningi er oft auð- veldara að koma ýmsum boðskap á framfæri en í bókum sem gerast í raunheimum. Þannig er greinilegt að Andreas og hitt mann- fólkið er í hlutverki flóttafólks sem vill ekki annað en fá að halda áfram að lifa sínu lífi í sátt við umhverfið, sem álfarnir eru fyrst í stað ekki endilega sáttir við. Þá kemur einn- ig fram gagnrýni á ræktun dýra til kjötframleiðslu en Gunnar Theódór hefur áður unnið með slátur- dýrahugmyndina í bók sinni Sláturtíð sem kom út árið 2019. Þá er einnig unnið með sombíuminnið sem virðist vera vinsælt í barna- og ungl- ingabókum þetta haustið. Heillandi og hættulegur heimur Myndir Fífu Finnsdóttur eru skemmtilegar og gera bókina þægilega af lestrar. Hér er haldið þeim hætti að hafa mis- munandi leturgerðir fyrir Ímu og Andreas eftir því hjá hvoru þeirra sjónarhornið er og það virkar vel til að undirstrika ólíka sýn þeirra á eyjuna. Næturfrost er afar skemmti- leg fantasía. Það er æskilegra að hafa lesið fyrri bókina til að hafa samhengi en þessi bók er bæði þéttari og meira spennandi en sú fyrri og heimurinn sem höfundur byggir upp er heillandi og hættu- legur, nákvæmlega eins og fantasíu- heimar eiga að vera. n NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og vel skrifuð fantasíusaga sem snertir á ýmsu og veitir fyrirheit um áhuga- verðan bókaflokk. Hrímálfar og hrörálfar Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Fjörug og spennandi saga eftir Arndísi Þórarinsdóttur um fimleikastrákinn Álf Útgáfuhóf í dag kl. 14 í Eymundsson Kringlunni 56 Menning 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.