Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 90
Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin er frumsýnd í kvöld á lokadegi RIFF. Fjöl- breyttur leikhópur kemur að myndinni en þar stíga þær Anna Maria Pitt og Ebba Guðný Guðmundsdóttir sín fyrstu skref í stórum rullum á hvíta tjaldinu. odduraevar@frettabladid.is Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, lýkur formlega í kvöld með frumsýningu mynd- arinnar Sumarljós og svo kemur nóttin. Um er að ræða fyrsta leik- stjórnarverkefni Elfars Aðalsteins- sonar á íslensku. Leikhópurinn sem að mynd- inni kemur er stór, fjölbreyttur og þrautreyndur. Anna María Pitt og Ebba Guðný Guðmundsdóttir leika báðar stór hlutverk í myndinni og eru báðar himinlifandi með verk- efnið, enda hvorugar verið í eins stóru hlutverki áður. „Ég er svo þakklát fyrir það að hafa fengið þetta hlutverk, þakklát fyrir að hafa fengið að koma í prufu og þakklát Elfari fyrir að treysta mér svo fyrir hlutverkinu,“ segir Ebba Guðný, sem fer með hlutverk Hrefnu í myndinni. Anna María tekur í sama streng. „Það var Elfar sem í raun bað mig um að fara í prufu og ég sagði bara já,“ segir Anna María, sem fer með hlutverk Sólrúnar sýslumannsfrúar. Anna María sem er gift Elfari ætlaði sér ekkert að fara með neitt hlutverk í myndinni. „En ég þekkti náttúrulega per- sónuna í verkinu mjög vel og var búin að fylgjast með ferlinu öllu frá upphafi. Þannig að kannski hafði ég pínu forskot að því leytinu til en svo fór ég að kafa enn dýpra í per- sónuna, pæla meira í henni og búa til hennar heim,“ segir Anna María. Anna María hafði fram að þessu ekki leikið síðan í menntaskóla, en Ebba Guðný hafði meðal annars farið með hlutverk fréttamanns í Ráðherranum. Ebba segir stressið ekki hafa sagt til sín í aðdraganda verkefnisins. „Ég var ekki stressuð en ég var mjög spennt. Ég er vön að koma fram og vera fyrir framan mynda- vélar og var rosalega spennt að takast á við alvöru hlutverk og vildi leggja mig fram um að gera það vel.“ Anna María viðurkennir að hafa fengið aðeins í magann þegar á Þingeyri var komið, enda leikara- hópurinn skipaður sannkölluðu úrvalsliði íslenskra leikara. „Maður fékk pínulítið í magann þegar maður var mættur og steig fyrst á settið með Þorsteini Bachm- an og Jóa Sig,“ segir Anna María og Maður fékk pínulítið í magann þegar maður var mættur og steig fyrst á settið. Anna María Pitt, leikkona Ég hef aldrei áður leikið í bíómynd sem verið er að fara að frumsýna og hlakka mikið til. Ebba Guðný Guðmunds­ dóttir, leikkona Sumarljós út í himinhvolfið í kvöld Óhætt er að segja að leikaralisti myndarinnar sé þéttskipaður kanónum. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND Sumarljós og svo kemur nóttin Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ó sagðar sögur. Sögur af for­ stjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjöl skyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnu­ kíki, heljar menni sem kiknar undan myrkrinu, fín vöxnum syni hans sem tálgar mó fugla. Af bóndanum með bassa­ röddina sem strengir fal legar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, ein mana gröfu­ kalli sem skellir sér í helgar ferð til London og gömlum Dod ge 55. Skáld sagan Sumar ljós og svo kemur nóttin saman stendur af laus tengdum sögum sem tvinnast saman á sama sögu­ sviði, litlu sjávar þorpi á Vest­ fjörðum. Elfar Aðalsteinsson skrifaði hand ritið sjálfur upp úr skáld sögu Jóns Kalmans og gerði myndina í nánu sam starfi við rit höfundinn og fékk síðan stóran og fjöl breyttan hóp leikara til þess að gæða per­ sónu galleríið lífi. n Lykilspurningin KVIKMYNDIR Vera Háskólabíó – RIFF Leikstjóri: Tizza Covi, Rainer Frimmel Aðalhlutverk: Vera Gemma Nína Richter Opnunarmynd RIFF þetta árið er ævisögulega skáldverkið Vera, sem er austurrísk-ítölsk framleiðsla. Aðalpersónan Vera Gemma leikur sjálfa sig í uppsetningu á endur- minningum ævi sem er þyrnum stráð. Vera Gemma er fræg á Ítalíu, hún er dóttir ítölsku kvikmyndastjörn- unnar Giuliano Gemma og hefur leikið í kvikmyndum leikstjóra á borð við Dario Argento. Hún hefur búið í Los Angeles og á þar tengsla- net sem hina framagjörnu dreymir um. Vera hefur á seinni árum vakið athygli fyrir leik í ítölsku raunveru- leikasjónvarpi. Vera er með síðar ljósar hárleng- ingar og áberandi andlitsdrætti sem eru ýktir með fegrunaraðgerðum. Hún segist verða fyrir fordómum vegna útlitsins, en segir að fólk í bransanum sé hins vegar tilbúið að gefa henni tækifæri um leið og það kemst að því hver faðir hennar var. Ímynd Veru er viðfangsefni myndarinnar og þemu fegurðar- dýrkunar og æskudýrkunar krufin, í bland við stef um einmanaleika, ást og félagsleg vandamál. Verkið skoðar týnt stjörnubarn í ítölsku samfélagi og er bæði merkileg heimild um samfélagið og verðugt innlegg í femíníska umræðu. Vera er á köflum löng, hæg og seig bíómynd, lengsta skotið spannar þrjár mínútur. Sorg og eftirsjá eru eins og móða yfir öllu, án þess að spurningum um uppsprettu sorgarinnar sé almennilega svarað. Áhorfandinn stoppar í götin með eigin reynsluheimi sem gerir sög- una gagnvirkari en gerist og gengur með heimildarmyndir sem leggja sig fram um að skýra og greina. Enda er Vera ekki heimildarmynd. Vera er listaverk um fegurð mann- eskjunnar, frá sjónarhóli konu sem leitar fegurðarinnar í sjálfri sér. n NIÐURSTAÐA: Frásögnin er miskunnarlaus gagnvart leik­ konunni og það verður seint fullþakkað fyrir listamenn sem eru tilbúnir að berskjalda sig með öðrum eins hætti. Myndin situr lengi í áhorfandanum og kallar á mikilvæg samtöl og umræður um tabú í samtímanum sem snúa að fegurðardýrkun og fordómum. n Hæg, seig og mikilvæg leit að fegurðinni hlær. „En þeir eru náttúrulega báðir svo yndislegir, þannig að þetta gekk bara ljómandi vel.“ Ebba Guðný segir að Þingeyri hafi verið dásamlegur tökustaður. „Ég elska Vestfirði og hef alltaf gert. Afi minn Jóhannes er frá Suðureyri og ég hef alltaf borið sterkar taugar vestur,“ segir Ebba. Hún segir það hafa verið auðvelt að koma sér í fót- spor Hrefnu í þessu umhverfi. „Ég tengdi vel við hana. Hún er á mínum aldri, gift með tvö börn og svo búa þau hjónin úti á landi og ég er úr Stykkishólmi, þannig að ég skildi vel hvernig það er. Þetta er minna samfélag og það skiptir máli hvað fólki finnst og hvað fólk heldur. Þannig að ég tengdi svo við Hrefnu og fannst gaman að túlka hana.“ Báðar geta þær ekki beðið eftir kvöldinu í kvöld, þegar myndin verður loksins frumsýnd og heim- urinn fær að sjá hvernig til tókst. „Þetta er auðvitað búið að vera mjög langt ferli hjá okkur hjónun- um,“ segir Anna María. „Elfar fékk réttinn að bókinni 2012 svo að við erum búin að lifa með þessu í tíu ár. Það er langur tími og auðvitað margt búið að gerast í millitíðinni en persónurnar búnar að vera, ef svo má segja, inni á gafli hjá okkur um árabil,“ segir Anna María hlæj- andi. Ebba Guðný segist himinlif- andi yfir því að frumsýningardagur sé loksins runninn upp. „Ég er mjög spennt og glöð. Ég hef aldrei áður leikið í bíómynd sem verið er að fara að frumsýna og hlakka mikið til.“ Anna María bætir við að það verði gott að fagna tímamótunum með samstarfsfólki sínu. „Við erum rosa- lega spennt og svo verður líka gott að koma þessu frá sér og leyfa þessu síðan bara að lifa sínu lífi. Að sleppa. Sleppa verkinu út í himinhvolfið.“ n Ítalska leik­ konan Vera Gemma ber­ skjaldar sig í nýrri mynd sem vann til tvennra verðlauna á kvikmynda­ hátíðinni í Feneyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Hversu mörg lög bárust í Söngvakeppnina 2023? Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri hjá RÚV „Það bárust 132 lög,“ segir Rúnar Freyr sem hefur tögl og hagldir í skipulagningu keppninnar á næsta ári eins og síðustu ár. Rúnar segir að tilkynnt verði í lok janúar hvaða lög, flytjendur og höfundar komist áfram í sjón­ varpið og þar með úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þetta verði tilkynnt í sérstökum þætti. „En núna strax hefur ráðgefandi valnefnd störf. Hún mun svo gefa framkvæmdastjórn keppninnar sitt álit í næstu viku. Valnefndin verður skipuð sjö fulltrúum, tveimur skipuðum af FÍH, tveimur af FTT og þremur af RÚV.“ n odduraevar@frettabladid.is Jóg a ken na r i n n Tóma s O ddu r Eiríksson heldur k ve ðju v iðbu r ð í j ó g a s t ú d í ó - inu Yoga Shala í Skeifunni í kvöld. Hann er að flytja til Barcelona í næstu viku þar sem hann ætlar í meistaranám í dansþerapíu. „Við leggjum áherslu eins og allt- af á hugleiðslu, öndun og frjálsan dans,“ segir Tómas um lokahófið. Um er að ræða styrktarviðburð fyrir Tómas og kostar 6.000 krónur inn en DJ Margeir og ROF spila fyrir dansi. „Máttur dansins er svo öflugur. Hann sameinar fólk, opnar fólk og lætur því líða vel. Maður hefur séð kraftinn sjálfur og mig langar til að læra meira um þetta úti.“ Tómas segir að allir séu velkomnir á morg- un. „Þetta skiptir svo miklu máli fyrir andlega heilsu og við þurfum að dansa meira almennt.ngar til að læra meira um þetta úti. n Býður í lokadans Andleg heilsa er í forgrunni í kvöld. Tómas Oddur Eiríksson 58 Lífið 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.