Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Síða 6
4
„Hafðir þú nokkra þekkingu á þessum heimi,
þegar þú komst í hann?“ spurði prestur á móti.
4.
J^ENNSLUKONA í kvennaskóla, guðhrædd og siða-
vönd, var að tala til nemenda sinna og sagði
meðal annars:
„Við verðum að bera það, sem Drottinn leggur
okkur á herðar. Minnizt jafnan orða ritningarinnar:
„Slái einhver þig á hægri kinnina, þá bjóð þú hina
vinstri." “
Þá gellur ein stúlkan við og segir:
„En fari nú svo, að einhver kyssi mann á aðra
kinnina, á maður þá að bjóða hina?“
5.
J£ONA EIN spurði mann sinn:
„Var Pétur postuli píslarvottur ?“
„Ég veit það ekki,“ svaraði bóndi hennar. „Ég
veit ekki, hvort hann var giftur eða ekki.“
6.
'J'ALA, móðir hinna kunnu bræðra Einars Hjalta-
sonar og Heiðmundar á Götum í Mýrdal, var
einu sinni að þvo Hjalta bónda sínum í framan,
áður en hann færi til kirkju.
„Er ég nú hreinn?“ spurði Hjalti.
„Já, nema svipurinn,“ svaraði Tala.