Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 8

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 8
6 og höfðu þeir orð á sér fyrir að gefa sig lítið að smælingjum. 9. JJALLGRÍMUR kom öðru sinni að Torfastöðum. Frú Steinunn bauð honum til baðstofu, brá á gaman við hann og sagði: „Seztu nú þarna hjá einhverri stúlkunni. Það verð- ur varla mannfjölgun úr því.“ Þá sagði Hallgrímur: „Hvað höfðingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ En hjónaband þeirra Steinunnar og sr. Magnúsar var barnlaust. 10. ÁRNI JÓNSSON frá Múla sat einhvern tíma að drykkju heima hjá sér með flugmanni nokkrum, sem grobbaði mjög af afrekum sínum í fluglistinni. Hann sagðist hafa flogið þetta og þetta, oft í léleg- um flugvélum og nærri því að segja vélarlaust stundum. Árni var orðinn hundleiður á grobbi hans, og þegar flugmaðurinn var að fara, fylgdi Árni hon- um fram á stigapallinn, gaf honum vel úti látið spark í rassinn og sagði um leið: „Fljúgðu nú, helvítið þitt!“

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.