Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Blaðsíða 10
8
Læknir sá, er prófaði, spyr nú stúlkuna, hver séu
helztu líffæri mannsins.
„Heili og hjarta,“ svarar hún.
„Og fleira?“ segir læknirinn.
Stúlkan hikar, en segir síðan:
„Æ, að ég skuli ekki muna þetta! Svo oft er nú
búið að troða því í mig.“
„Já, alveg rétt,“ sagði þá læknirinn og kímdi.
15.
]\ORÐLENZKUR bóndi átti sunnlenzkan tengda-
son.
Nágranni bóndans spurði hann, hvernig lionum
líkaði við tengdasoninn.
„Og svona!“ svaraði bóndi. „Ég hef ekki nema
einu sinni séð lífsmark með honum.“
„Og hvenær var það?“ spurði hinn.
„Hann geispaði,“ svaraði bóndi.
16.
JJELGI HJÖRVAR er lágur vexti, eins og kunnugt
er.
Hann vann um skeið í skrifstofu Alþingis. Þá
var Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi skrifstofustjóri
þar, og voru oft glettingar með þeim.
Jón lét einhvern tíma smíða lausatröppu til þess
að geta náð til bóka, sem eru í hillum til lofts í
skrifstofunni.
Trappan var ómáluð og ekkert ásjáleg.
t