Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 11

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 11
9 Þegar Helgi, sem er snyrtimenni, sá tröppuna, sagði hann með nokkrum þjósti: „Hvað á nú að gera við þessa mublu hér?“ „Hún á að vera til þess, að þú getir pissað í vaskinn,“ svaraði Jón. 17. SR. ÁRNA ÞÓRARINSSYNI var meinilla við Jón biskup Helgason og talaði jafnan illa um hann. Einu sinni sem oftar var hann staddur hjá sr. Bjarna Jónssyni og var að úthúða Jóni biskupi. Þá segir sr. Bjarni: „Vertu nú ekki alltaf að skamma biskupinn. Þetta er mesti forkur, og svo er hann svo ern.“ Þá andvarpar sr. Árni og segir: „Já, hann er full-em.“ 18. j^ENNARI einn var að útskýra fyrir börnunum, hvað væri réttlæti og ranglæti. Hann sagði við einn strákinn: „Ef nú, Pétur minn, hann bróðir þinn fær epli hjá föður þínum og þú tekur það af honum, hvað gerirðu þá?“ „Nú, ég ét það,“ svaraði strákur. 19. ??þAÐ RIFNAR, sem gamalt er,“ sagði skrattinn. Hann sleit eyrað af ömmu sinni.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.