Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 14

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 14
12 26. j£ARL NOKKUR,. sem var málrófsmaður mikill, gerði oft samanburð á nútímanum og hinum gömlu, góðu dögum æsku sinnar. Honum þótti þar ólíku saman að jafna og stór- kostleg afturför hefði orðið á öllum sviðum. Eitt sinn er rætt var um matvendni, sagði karl: „Fyrr má nú vera bölvuð matvendnin í unga fólk- inu. Nú fussa menn og sveia við bezta mat, en í mínu ungdæmi drapst fólkið úr hor og hungri — og þótti gott.“ 27. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR ætlaði eitt sinn fyrir mörgum árum að hafa leiksýningu, og var húsið fullskipað. Einn af aðal-leikendunum var Sigurður Magnús- son frá Flankastöðum, en hann kom svo drukkinn, að leikstjórinn gekk fram á sviðið og tilkynnti, að aflýsa yrði sýningunni vegna forfalla eins leikarans. Þá gekk Sigurður fram á leiksviðið og sagði: „Ég er ekki forfallaður. Ég er bara fullur.“ 28. JÓN HÉT MAÐUR í Biskupstungum fyrir síðustu aldamót. Hann var blindur síðara hluta ævi sinn- ar og í daglegu tali nefndur Jón blindi.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.