Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 20

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 20
18 í reyk en annað kjöt, og í Skaftafellssýslu þykjast menn hafa komizt að raun um, að það rýrni miklu meira en annars, ef það hangir nálægt ærkrofum." 41. §R. EGGERT Ó. BRÍM á Höskuldsstöðum var drykkjumaður. Einu sinni var hann að skíra barn á Steinnýjar- stöðum alldrukkinn. Hann tuldraði skírnarformálann, jós barnið vatni, og skírnarsálmarnir voru sungnir. Að athöfninni lokinni sagði húsfreyja, sem hélt barninu undir skírn: „Þetta er engin skírn. Þér nefnduð ekki nafnið á baminu." „Átti hún ekki að heita Una?“ spurði sr. Eggert. „Jú,“ svaraði húsfreyja. „Nú, þá heitir hún bara Una,“ segir þá prestur. 42. §R. EGGERT þjónaði í allmörg ár Holtastaðasókn í Langadal. Langdælingar ýfðust við honum, því að hann var ekki talinn mikill kennimaður, þótt gáfaður væri, og auk þess hafði hann á sér drykkjuskaparorð. Fremstur í andstæðingaflokki sr. Eggerts var Árni bóndi í Geitaskarði, en hann hafði áður verið ráðs- maður hjá Hildi, ekkju Bjarna Magnússonar sýslu- manns. i

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.